Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 4
P IP A R • S ÍA • 6 0 8 90 Lyklakippur sem rata Í hverjum dælulykli er örgjörvi sem Atlantsolía getur lesið og þar með fundið út hver eigandi lyklanna er. Reglulega komast týndar lyklakippur til skila af þessari ástæðu. Enn ein góð ástæða þess að fá sér dælulykil frá Atlantsolíu! Sími: 591-3100 og www.atlantsolia.is Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ætlar að hitta þá Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, á næstu vikum til að ræða hugmyndir um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Rice er á ferð um Mið-Austurlönd þessa dagana til þess að afla stuðnings við breyttar áherslur Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Í gær hitti hún meðal annars Hosni Mubarak Egyptalandsforseta. Bandaríkjamenn leggja sérstaka áherslu á að fá þau arabaríki þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta í lið með sér við að stöðva vopnaða baráttu súnnía í Írak, sem framan af beindist einkum gegn bandaríska herlið- inu í Írak en hefur í vaxandi mæli beinst gegn sjíum í Írak. Leiðtogar nokkurra arabaríkja hitta Rice að máli í dag og hafa upplýst að þeir muni segja henni að þeir vilji hjálpa Bandaríkjun- um við að koma á stöðugleika í Írak gegn því að Bandaríkin beiti sér af meiri alvöru að því að koma á friði milli Ísraels og nágranna- ríkja þess. Bæði ísraelskir, palestínskir og arabískir ráðamenn hafa undanfarið viðrað hugmynd- ir um að láta svonefnt „vegakort“, sem lýsir leiðinni í átt til friðarsamkomulags, lönd og leið og hraða þess í stað stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. „Það er ekki sjáan- legt að neinn tekjuhópur hafi setið eftir í þessari þróun,“ segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar á dreif- ingu tekna hér á landi síðan 1993. Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar er því haldið fram að rauntekj- ur allra hópa þjóðfélagsins, líka þeirra lægst launuðu, hafi hækk- að gífurlega mikið síðastliðin þrettán ár. „Á þessu tímabili erum við að tala um tvöföldun á rauntekjum á tímabilinu. Allir tekjuhóparnir hafa fengið þessa aukningu, þó að toppurinn, efsta prósentið, fái miklu meira en hinir.“ Ragnar segir þá aukningu fyrst og fremst skýrast af gífurlegum vexti fjármagnstekna sem orðið hafi frá árinu 1993. „Það ár voru fjármagnstekjur innan við þrjú prósent af tekjum fólks. Árið 2005, sem er síðasta tekjuárið sem við höfum upplýsingar um, voru þær orðnar á bilinu 16-17 prósent af heildartekjum. Það er mjög athyglisvert að lítill hópur fólks virðist hafa mjög háar fjármagns- tekjur. Efsta prósent tekjudreif- ingarinnar hefur rokið upp ef fjármagnstekjur eru teknar með. Það lag er að stinga aðra tekju- hópa af.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi verið framkvæmd á grund- velli gagna frá ríkisskattstjóra, það er framtölum allra Íslendinga sem telji fram til skatts, og hafi staðið yfir í rúma sex mánuði. Hann tekur þó fram að um áfanga- niðurstöður sé að ræða enda sé þetta áframhaldandi rannsóknar- verkefni sem muni standa yfir í að minnsta kosti eitt til tvö ár til viðbótar. Ragnar segir ýmislegt hafa komið sér á óvart í niðurstöðunum. „Mér hefur sýnst það á umræð- unni að menn hafi sagt að hinir fátækari séu að verða fátækari og hinir ríku ríkari. Samkvæmt þess- um niðurstöðum eru lægstu tekju- hóparnir hins vegar ekkert að dragast aftur úr. Allir tekjuhóp- arnir eru að fá þessa aukningu á tekjum, en efsta lagið er bara að fá miklu meira en hinir.“ Ragnar mun kynna niðurstöð- ur rannsóknarinnar í stofu 101 í Odda klukkan 16 í dag. Segir alla tekjuhópa auka tekjur sínar Niðurstöður rannsóknar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði, sýna að all- ir tekjuhópar hafa aukið tekjur sínar verulega síðustu þrettán árin. Fjármagns- tekjur hafa vaxið stórlega og lítill hópur fólks efnast mjög á þeim. Ákveðið hefur verið að hefja vinnu við víðtæka gagna- söfnun um umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi. Samgönguráðuneytið hefur samið við Hagstofu Íslands um verkefnið og veitir til þess sjö milljónum króna, að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins. Starfshópur sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði haustið 2005 komst að þeirri niðurstöðu að með upptöku svokallaðra hliðarreikninga myndi fást skýrari og betri mynd af stöðu og mikilvægi ferðaþjón- ustunnar sem nýtast myndi bæði stjórnvöldum og einkaaðilum til markvissari ákvörðunartöku. Verðmæti ferðaþjónustu Fyrrverandi ritari hjá Coca-Cola fyrirtækinu er ákærður fyrir að hafa tekið trúnaðargögn og sýni af vöru sem ekki var búið að kynna, í þeim tilgangi að selja til samkeppnisað- ilans Pepsi. Verjandi ritarans segir hann hafa verið fórnarlamb blekkinga tveggja fyrrverandi fanga sem einnig eru ákærðir. Þessi meinta fyrirætlun komst upp í maí í fyrra í kjölfar leynilegrar rannsóknar Alríkis- lögreglu Bandaríkjanna eftir að Pepsi hafði varað Coca-Cola við. Val á kviðdómi fer fram í þessari viku og aðalmeðferð hefst 22. janúar. Pepsi varaði Coca-Cola við Tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Norðurlands eystra fyrir sölu og vörslu á fíkniefnum. Hann var handtekinn í mars á síðasta ári á bílastæði við verslun á Akureyri. Í bílnum fundust fíkniefni, bæði hass og kókaín, og var þá gerð húsleit hjá manninum. Þar fannst hass, amfetamín og kókaín. Alls fundust rúm fimmtíu grömm af hassi, um tíu grömm af kókaíni og um fjórtán grömm af amfetam- íni sem voru gerð upptæk. Jafnframt voru loftbyssur og vogir gerðar upptækar. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin fyrir fíkniefnalagabrot. Fjórir mánuðir fyrir fíkniefni Brigitte Zypries, dómsmálaráð- herra Þýska- lands, segir Þjóðverja ætla að vinna að því að Evrópusam- bandið sam- þykki bann við svonefndum hatursglæpum, sem felast í því að hvetja til ofbeldis og haturs – meðal annars með því að afneita því að helför gyðinga á tímum nasista hafi nokkru sinni átt sér stað. Í nokkrum Evrópusambands- ríkjum er nú þegar í gildi bann við því að afneita helförinni, þar á meðal í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Belgíu og á Spáni. Breski sagnfræðingurinn David Irving sat á síðasta ári í fangelsi í Austurríki fyrir að hafa afneitað helförinni. Vilja bann við hatursglæpum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.