Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 11
 Finnar hafa áhyggjur af því að fá ekki þjónustu á finnsku hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn. Björn Månsson, leiðarahöfundur Hufvudstads- bladet í Finnlandi, rifjaði nýlega upp sárindi Finna þegar þeir töp- uðu baráttunni um starf fram- kvæmdastjóra Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, var valinn í nú í haust. Björn taldi að „kostirnir við það hver valdist í starfið vegi upp á móti finnsku biturðinni“ og sagði að löngu hefði verið tímabært að starfið félli í hlut þeirrar þjóðar sem byggi yst á jaðrinum. Björn lét í ljós ósk um að sem Íslending- ur hefði Halldór skilning á tungu- málaaðstæðum þeirrar þjóðar sem býr á hinum jaðrinum, á austur- kantinum á Norðurlöndunum, og sagði að skrifstofa Halldórs ætti að „geta veitt Norðurlandabúum þjónustu á finnsku líka“. Björn sagði í samtali við Frétta- blaðið að hann vissi ekki til þess að neinn háttsettur embættismaður væri finnskumælandi hjá ráð- herranefndinni og því væri þar enginn sem gæti átt samskipti á finnsku. „Það getur orðið vanda- mál,“ sagði hann og kvaðst hafa verið mikið á ferðalögum í haust þegar Halldór var ráðinn og því ekki getað sagt skoðun sína. Hann notaði því tækifærið nú. - Veiti þjónustu á finnsku Hinn sögufrægi Bran-kastali í Transylvaníu í Rúmeníu hefur verið auglýstur til sölu fyrir sextíu milljónir evra. Kastalinn, sem var reistur á 15. öld, er af sumum talinn hafa verið heimili hins blóðþyrsta fursta Vlad Tepes. Engar sannanir eru fyrir því en margt bendir til að Tepes hafi dvalið í kastalanum í einhvern tíma hið minnsta. Grimmd Tepes varð rithöfundinum Bram Stoker innblástur að einni frægustu sögupersónu allra tíma, blóðsug- unni Drakúla greifa. Árlega heimsækja um 400.000 ferðamenn kastalann, en kostnað- ur af viðhaldi hans er það sem rekur eigandann – þann arm Habsborgarættarinnar sem var konungsfjölskyldan í Rúmeníu á árum áður – til að selja. Kastali Drakúla settur á sölu Ellefu umsóknir bárust um stöðu sviðsstjóra mennta- sviðs hjá Reykjavíkurborg. Verið er að taka viðtöl við umsækjendur og er búist við að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar. Umsækjendur eru þessir: Andri Ottesen, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arnar Sverris- son, Björg J. Birgisdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Hugrún Sigurjónsdóttir, Jóhann Einarsson, Magnús Örn Stefáns- son, Ragnar Þorsteinsson og Þorsteinn Sæberg Sigurðsson. Ellefu umsókn- ir um starf Tæplega fimmtugur karlmaður, Höskuldur Svavars- son, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 8 milljóna króna sektar fyrir skatta- og hegningarlagabrot. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn í þarsíðustu viku. Höskuldur framdi brotin þegar hann var stjórnarformaður einkahlutafélagsins AS Flutninga sem úrskurðað var gjaldþrota í nóvember árið 2002. Hann stóð ekki skil á virðisaukaskattsskýrsl- um og staðgreiðsluskilagreinum á margra mánaða tímabilum árið 2001. Hann viðurkenndi brot sín en hélt því fram að þau væru fyrnd, en dómurinn komst að annarri niðurstöðu því fyrningar- frestur í slíkum málum er aldrei skemmri en fimm ár. Átta milljónir króna í sekt Sjóvá-Almennar tryggingar hf. voru dæmdar til að greiða konu á fertugsaldri bætur upp á tæpar 5 milljónir, auk vaxta, vegna bílslyss. Tildrög slyssins voru þau að konan sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að bíll hennar fór út af veginum niður 6-8 metra háa vegöxl. Bíllinn hafnaði á klöpp, 40 metrum frá þeim stað sem keyrt var út af. Konan hlaut gjafsókn en Sjóvá var gert að greiða allan sakar- kostnað, tæpar 730 þúsund krónur, sem renna í ríkissjóð. Konan er 15 prósent öryrki eftir slysið. Fær 5 milljónir vegna bílslyss

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.