Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 37
Britney Spears kom flækingi sem varð á vegi hennar í Los Angeles skemmtilega á óvart í síðustu viku, þegar hún gaf honum 300 dollara, eða um 21.000 krónur. Söngkonan hafði nýlega tekið háa upphæð út úr hraðbanka þegar hún staðnæmdist á rauðu ljósi. Á meðan hún beið dreif heimilislaus- an mann að bílnum. Britney ku hafa skrúfað niður rúðuna og rétt manninum seðlabúntið með ósk um gott gengi og gleðilegt ár. Manninum var víst afar brugðið, enda ekki á hverjum degi sem honum áskotnast slíkar upphæðir. Heimildir Us Weekly herma að fjárgjöfin sé hluti af nýrri stefnu Britneyjar, sem vilji láta gott af sér leiða á árinu. Britney ger- ist gjafmild Jessica Simpson segist enn þjást eftir skilnaðinn við Nick Lachey. „Það koma enn stundir þegar ég þjáist svo mikið að ég get varla andað,“ segir Jessica. „Ég elska Nick af öllu hjarta og hann er enn góður vinur. Hann er hluti af mér enda ólumst við upp saman. Ég varð ástfangin af honum þegar ég var 19 ára. Það er ungt,“ segir hún enn fremur. Jessica er 26 ára og hafði verið gift Lachey í þrjú ár þegar þau skildu í júní í fyrra. Jessica heldur því enn fremur fram að hún hafi áhyggjur af því að hún muni aldrei geta verið með öðrum karlmanni, hún sé svo fræg að karlmenn hræðist hana. Það breytir því þó ekki að Jessica hefur nýverið verið orðuð við Adam Levine, söngvara Maroon 5, og leikarann Zach Braff úr sjón- varpsþáttunum Nýgræðingum, Scrubs. Jessica enn í sárum Christina Aguilera ætlar að gefa út ilmvatn undir sínu nafni. Söng- konan mun slást í lið með Procter and Gamble til að framleiða ilm- vatnið, en hún segir fyrirtækið vera tilvalinn félaga. Aguilera segist unna því að prófa nýja hluti í tónlist og tísku, og eigið ilmvatn sé þannig upphafið á skemmtilegu ævintýri. Söngkonan er þó ekki ein um ævintýrið. Hún fetar í fót- spor frægra kvenna á borð við Jennifer Lopez, Sarah Jessica Parker, Beyoncé Knowles, Britney Spears og Kylie Minogue. Sendir frá sér ilmvatn Dansmyndin Stomp the Yard fór beint á topp bandaríska aðsóknar- listans um síðustu helgi. Þar með lauk sigurgöngu myndar Ben Still- er, Night at the Museum, sem hafði setið í þrjár vikur á toppn- um. Stomp the Yard kostaði „ein- ungis“ 1,1 milljarð í framleiðslu en tók inn rúma 1,5 milljarða í miðasölunni. Myndin fjallar um hæfileikaríkan dansara sem tekur þátt í danskeppni til að vinna hjarta stúlku einnar. Í þriðja sæti var myndin The Pursuit of Happyness með Will Smith í aðalhlutverki. Hefur Smith verið orðaður við Óskarsverðlaun- in fyrir frammistöðu sína. Dansmynd á toppinn Gamanleikarinn Ben Stiller verður leikstjóri, aðalleik- ari og annar hand- ritshöfunda kvik- myndarinnar Tropic Thunder sem er væntanleg í bíó á næsta ári. Í myndinni mun Stiller leika hasar- myndahetju sem á í slagtogi við fjór- ar aðrar karlkyns hetjur sem þurfa að taka á öllu sem þær eiga þegar allt fer úrskeiðis við gerð nýrrar kvikmyndar með þeim í aðalhlut- verki. Þetta verður fyrsta myndin sem Stiller leikstýrir síðan hann sendi frá sér Zoolander árið 2001. Nýjasta mynd hans, Night at the Museum, hefur sleg- ið rækilega í gegn í Bandaríkjunum þar sem hún var í þrjár vikur í toppsæti aðsóknarlistans. Stiller leikstýrir Tropic Thunder Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag • Útsalan hefs t í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.