Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 42
Það hafa verið uppi
áhyggjuraddir um framlög skyttna
íslenska handboltalandsliðsins og
þær minnkuðu ekki eftir fyrri
leikinn við Tékka um helgina þar
sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af
15 langskotum sínum. Íslenska
liðið fékk 8 mörk úr langskotum í
seinni leiknum og þar munaði
mestu um innkomu Hafnfirðings-
ins Loga Geirssonar í liðið eftir
hálfleik.
Logi skoraði fjögur mörk með
langskotum í seinni hálfleik sunnu-
dagsleiksins og það er ekki frá því
að hann hafi um leið létt á áhyggj-
um landans. „Ég var bara að svara
smá gagnrýni. Maður spilar einn
leik þar sem verið að æfa kerfin
og maður einbeitir sér að gefa
stoðsendingar og þá er bara strax
farið að væla yfir því að menn geti
ekki skorað fyrir utan. Það er ekk-
ert að skyttunni,“ segir Logi sem
er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég
skýt bara þegar ég fæ boltann,“
bætir hann við í léttum tón.
Logi klikkaði á öllum þremur
langskotum sínum í fyrri leiknum
en gaf þá 4 stoðsendingar og skor-
að fjögur mörk, þar af tvö úr
vítum, hin úr gegnumbroti og
hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu
of margir í liðinu slæman leik og
það var svona svipað í gangi og
kom upp í Noregsleiknum þar sem
við vorum ekki að berjast. Það
sem hjálpar okkur hvað mest er
baráttan innan liðsins. Það lenda
öll lið í því að vera undir og ég get
lofað þjóðinni því að við erum ekk-
ert að fara að gefast upp þótt að
við lendum undir í HM,“ segir
Logi sannfærandi. Í seinni leikn-
um kom Logi ekkert inná fyrr en
eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr
10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6
langskotum sínum. „Sá leikur var
betri og það er stígandi í þessu hjá
okkur. Við erum ennþá bara í und-
irbúningnum og mótið byrjar ekki
fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara
spenntir eftir fyrsta leik og þá
verðum við búnir með það sem við
þurfum að gera og verðum tilbún-
ir í mótið,“ segir Logi.
Logi hefur skorað 26 mörk í
fyrstu fimm leikjum ársins og
hefur unnið sér inn stórt hlutverk í
íslenska landsliðinu. „Það vilja allir
spila. Við erum með rosalega
marga leikmenn sem eru fjölhæfir
og geta spilað fleiri en eina stöðu.
Ég ætla bara að vera í skyttunni og
festa mig í sessi og stefna að því.
Það er hinsvegar þjálfarans að
ákveða það hvort að hann vilji nota
mig annarsstaðar,“ segir Logi sem
horfir fullur bjartsýni til HM.
„Sjáið bara liðið okkar. Við erum
með heimsklassa leikmenn í okkar
liði og við getum gert ótrúlega góða
hluti. Það þurfa bara nokkrir þætt-
ir að ganga upp og við þurfum að
vera heppnir með að sleppa við að
missa menn í meiðsli eitthvað sem
á við um öll önnur lið. Þetta verður
fróðlegt og við spyrjum bara að
leikslokum,“ sagði Logi að lokum.
Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson
átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins.
Það vakti athygli í lok
landsleiksins við Tékka á
sunnudaginn að Ólafur Stefáns-
son sást þá fara í gegnum
ákveðna hluti með Loga Geirssyni
sem hafði leikið mjög vel í seinni
hálfleiknum og skorað sex mörk.
„Óli var bara með sínar
pælingar um hvað honum finnst
rétt. Hann er rosalega reyndur og
mér finnst gott að heyra gagnrýni
frá reyndari mönnum. Ég veit að
það kemur til með að hjálpa
manni að hlusta á menn eins og
Óla. Hann sagði að við yrðum
búnir að redda þessu fyrir HM,“
sagði Logi Geirsson um samtal
þeirra félaga en Ólafur segir
sjálfur að hann þurfi að hjálpa
reynslulitlum mönnunum í liðinu.
„Logi þarf að læra staðsetningar
og hreyfingar og allskonar
svoleiðis. Hann er að læra þetta
allt í fyrsta skiptið en einhvern
tímann er allt fyrst,“ sagði
landsliðsfyrirliðinn Ólafur
Stefánsson eftir leik.
Logi fagnar
gagnrýninni
Don Garber, yfirmaður
bandarísku MLS-deildarinnar,
sagði í viðtali við spænska dag-
blaðið Marca í gær að David Beck-
ham ynni að því að fá sig lausan
frá Real Madrid áður en samning-
ur hans rennur út í sumar. Beck-
ham tilkynnti í síðustu viku að
hann myndi ganga til liðs við LA
Galaxy nú í sumar.
Síðan þá hefur Fabio Capello,
stjóri Real Madrid, sagt að Beck-
ham muni ekki koma aftur við
sögu hjá liði félagsins og aðeins
stunda æfingar með því. MLS-
deildin hefst í apríl.
„Mér skilst að lögfræðingar
séu að vinna að friðsamlegri lausn
á vandamálinu. Við höfum ekki
efni á því að borga samninginn
hans út,“ sagði Garber. „Við vilj-
um að hann komi sem fyrst. David
er sjálfur spenntur fyrir því.“
Capello gagnrýndi Beckham í
gær fyrir að ganga frá samkomu-
laginu við LA Galaxy einhliða.
„Beckham skrifaði undir samn-
inginn áður en hann talaði við
Madrídinga og það finnst mér
skrýtið,“ sagði Capello.
Ruud van Nistelrooy, samherji
Beckham hjá Real og áður hjá
Manchester United, kom Beck-
ham til varnar.
„Fyrir leikinn (gegn Real Zara-
goza á sunnudag) kom hann í bún-
ingsklefann og óskaði okkur góðs
gengis. Það var gott að sjá. Hann
hefur ávallt verið með gott við-
horf til félagsins og verið umhug-
að um það. Hann mun halda áfram
á þeirri braut.“
Beckham vill losna frá Real Madrid
Það stefnir í harða
kosningabaráttu milli Lennarts
Johansson og Michels Platini sem
báðir sækjast eftir forsetastóli
UEFA. Sitjandi forseti samband-
ins, Lennart Johansson, hefur líkt
vinnuaðferðum Michels Platini
við þeirra sem vinna sem
leyniskyttur.
Johansson talar um að Platini
hafi í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér efast um getu Johanssons
til að sinna áfram starfinu og
gagnrýnt það að hann byggi ekki
nálægt höfuðstöðum UEFA í
Nyon. Hinn 77 ára gamli Svíi
segist hafa sigrast á krabbamein-
inu sem hrjáði hann og að hann sé
heilsuhraustur og klár í slaginn.
Johansson segist einnig hafa
áhyggjur af sumum hugmyndum
Platinis, þar á meðal þeirri að
fækka sætum stóru landanna í
Meistaradeildinni þar sem ekki
eigi að stunda tilraunastarfsemi á
keppni eins og Meistaradeildinni.
Johansson hefur setið í forseta-
stólnum síðan 1990 en kosningin á
milli hans og Platinis fer fram 26.
janúar.
Líkir Platini við
leyniskyttu
Dallas Mavericks
vann nauman sigur á Toronto
Raptors í NBA-deildinni í
fyrrinótt, 97-96. Josh Howard
skoraði sigurkörfuna á lokasek-
úndu leiksins er hann lagði
boltann í körfuna. Dirk Nowitzky
var stigahæstur leikmanna Dallas
með 38. Anthony Parker, leikmað-
ur Toronto, fékk tækifæri til að
tryggja sigurinn en hitti ekki.
Toronto var með yfirhöndina í
leiknum lengi vel og náði mest 16
stiga forystu. Nowitzky keyrði
sína menn hins vegar áfram til
sigurs í sautjánda leiknum af
síðustu átján hjá liðinu.
Einn annar leikur var á
dagskrá NBA-deildarinnar.
Denver vann Portland, 109-93.
Allen Iverson skoraði 32 stig
fyrir Denver og gaf níu stoðsend-
ingar.
Howard tryggði
Dallas sigur
Opna ástralska meistara-
mótið í tennis hófst í gær í Mel-
bourne. Einu óvæntu úrslit dags-
ins var tap Króatans Ivans
Ljubicic fyrir Bandaríkjamannin-
um Mardy Fish sem er í 42. sæti á
heimslistanum. Ljubicic var raðað
í fjórða sætið á styrkleikalista
mótsins og komst í fjórðungsúrslit
í fyrra.
Þar tapaði hann fyrir Kýpverj-
anum Marcos Baghdatis sem
komst alla leið í úrslit. Hann atti
kappi við Rainer Schüttler frá
Austurríki og bar sigur úr býtum í
fjórum settum. Hitinn í Ástralíu
gerði báðum leikmönnum erfitt
um vik.
„Mér leið ekki vel í dag og þetta
var ekki góð viðureign. Ég er bara
ánægður með að komast áfram í
næstu umferð,“ sagði Baghdatis.
Rússinn Marat Safin lenti 2-1
undir gegn Þjóðverjanum Benja-
min Becker en hafði sigur á endan-
um í langri viðureign. Þá lenti
Roger Federer í litlum vandræð-
um með annan Þjóðverja, Bjorn
Phau, og er kominn í næstu umferð.
Hann hefur titil að verja á mótinu.
Amelie Mauresmo frá Frakk-
landi vann keppni í einliðaleik
kvenna á mótinu í fyrra og hóf tit-
ilvörn sína með sigri á Shenay
Perry frá Bandaríkjunum í tveim-
ur settum, 6-3 og 6-4.
Þá fór Serena Williams létt með
hina ítölsku Mara Santangelo í
sinni viðureign í gær og er komin
áfram í næstu umferð. Hún vann
mótið árin
2003 og
2005.
Ljubicic eins og þorskur á þurru landi