Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 10
Framboðslisti Fram- sóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi hefur verið ákveðinn og er mönnun hans í samræmi við niðurstöður kosninga sem haldnar voru síðastliðinn laugardag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra verður í fyrsta sæti, Birkir Jón Jónsson alþingismaður í öðru sæti, Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður í því þriðja og Huld Aðalbjarnardóttir skólastjóri skipar fjórða sætið. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í kjördæminu. Framboðslisti ákveðinn Fulltrúar Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðar- göngin, og Vegagerðarinnar hafa undirritað samkomulag sem líta verður á sem fyrsta formlega skrefið í tvöföldun þjóðvegarins um Kjalarnes og byggingu nýrra ganga undir Hvalfjörð. Aðdragandi samkomulagsins var sá að forystumenn Spalar kynntu Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra hugmyndir um hvernig koma mætti undirbúningi nýrra Hvalfjarðarganga og vega- bótum á Kjalarnesi á dagskrá árið 2007. Samgönguráðherra fól Vega- gerðinni að taka upp viðræður við Spöl og er nýja samkomulagið afrakstur þeirra viðræðna. Gísli Gíslason, stjórnarformað- ur Spalar, fagnar samkomulaginu við Vegagerðina því umferð hafi aukist stöðugt um Hvalfjarðargöng og nauðsynlegt sé að taka tvöföld- un ganganna á dagskrá nú þegar til að auka afköst þeirra og tryggja áfram öryggi vegfarenda. „Vissulega tekur sinn tíma að hanna ný jarðgöng, ganga frá nauð- synlegum breytingum á skipulagi, meta umhverfisáhrif framkvæmd- anna, kaupa land og gera annað það sem gera þarf. Mikilvægast er samt að nú er ferlið formlega hafið. Tvö- földun þjóðvegarins á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga er besta ráðstöfunin sem í boði er til að tryggja öryggi vegfarenda á sama tíma og umferð eykst þar ár frá ári,“ segir Gísli. Páll Pétursson, sem gegndi starfi félagsmálaráðherra á árunum 1999 til 2003, segir að félagsmálayfirvöld hafi gert úttekt á starfi Guðmundar Jónssonar í Byrginu árið 2002. Stjórnvöld vissu að starf Byrgisins, og framganga Guðmundar Jónssonar, voru mjög gagnrýniverð. Niðurstaða úttekt- arinnar var að starfsemin hefði verið með þeim hætti árin á undan, að ekki væri hægt að styrkja Byrg- ið að óbreyttu. Þess vegna taldist nauðsynlegt að gera samning um þjónustuna. Á grundvelli þess samnings keypti ríkið húsnæði að Efri-Brú auk þess að greiða hluta leigu hús- næðisins. Inntur eftir því hvernig á því stæði að ákveðið var að kaupa sérstakt húsnæði fyrir Byrgið þegar sýnt var að starfsemin stóðst ekki kröf- ur félagsmálayfirvalda segir Páll: „Ég held að engum hafi dottið í hug að það væri hagur að því að loka Byrginu. Hins vegar vildu allir hafa þetta í lagi.“ Páll telur að eftirlit með Byrginu hafi verið í lagi í ráðherratíð hans enda hafi Aðalsteinn Sigfússon, félagsmála- stjóri í Kópavogi, sem vann úttekt- ina fyrir félagsmálayfirvöld mælt með því að starfsemi Guðmundar yrði styrkt og að starf Byrgisins skilaði nokkrum árangri. Páll telur sýnt að mun dýrara hefði verið fyrir yfirvöld að reka meðferðar- heimili en að styrkja Byrgið eins og reyndin varð. Úttekt gerð á Byrginu 2002 Styrkveitingum frá rík- inu til Byrgisins sjálfseignarstofn- unar hefur verið hætt. Um þetta tók Magnús Stefánsson félags- málaráðherra ákvörðun eftir að Ríkisendurskoðun skilaði greinar- gerð til ráðuneytisins sem unnin var að beiðni frá 16. nóvember á síðasta ári en þá fór félagsmála- ráðherra fram á það að fjármál Byrgisins yrðu skoðuð. Magnús Stefánsson sagði félags- málaráðuneytið vinna að því að efla innra eftirlit með samstarfi við Ríkisendurskoðun. „Við höfum fjallað um það hér innan félags- málaráðuneytisins að nauðsynlegt sé að efla innra eftirlit og um það hefur verið rætt við starfsfólk Rík- isendurskoðunar. Ég vil ekki orða það þannig að því sé ábótavant en við teljum þörf að því að ramma málin betur inn hér hjá okkur.“ Magnús segir kveikjuna að sérstakri skoðun á fjármálum Byrgisins hafa verið fund með Guðmundi Jónssyni, sem nú hefur vikið sem forstöðumaður Byrgis- ins, í byrjun nóvember á síðasta ári. „Á fundinum var óskað eftir því að endurnýja samninginn um áframhaldandi starfsemi Byrgis- ins. Í framhaldi af því tók ég ákvörðun um að óska eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir fjár- mál Byrgisins og sú vinna hófst fljótt og gekk vel.“ Að tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra mun hópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, undir forystu Stefáns Eiríkssonar, nýskipaðs lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Í hópnum verða einnig fulltrúar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Magnús sagðist ekki reikna með því að sérstök úttekt yrði unnin á faglegu starfi Byrgisins undanfarin ár en skoðun Ríkis- endurskoðunar náði aðeins til fjármálahliðar Byrgisins. Starfsemi Byrgisins hefur farið fram í húsnæði Fasteigna ríkissjóðs á Efri-Brú í Grímsnesi. Tilkynnt hefur verið um ákvörðun félags- málaráðuneytisins til Fasteigna rík- issjóðs og óskað eftir því að farið verði yfir gildandi afnotasamning stofnunarinnar við Byrgið. Guðmundur Jónsson, sem lengst af hefur verið forstöðumað- ur Byrgisins, sagðist fagna því að málið væri komið til ríkissaksókn- ara er Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann ítrekaði einnig að það hefði ekki verið í hans verkahring að sjá um bókhaldið, sem gagnrýnt er harðlega í skýrslu Ríkisendur- skoðunar ásamt öllum öðrum þátt- um er snúa að fjármálahlið með- ferðarheimilisins. Styrkveitingu hætt vegna fjármálaóreiðu Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að hætta styrkveitingum til Byrgisins. Sam- hjálp og velferðarsvið Reykjavíkurborgar taka við verkefnum Byrgisins. Tilefni til þess að skoða faglegt starf heimila og taka innra eftirlit til endurskoðunar. Í framhaldi að því tók ég ákvörðun um að óska eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir fjármál Byrgisins og sú vinna gekk fljótt og vel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.