Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.01.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS SUBARU LEGACY WAGON Nýskr. 10.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 52 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.930 .000. - „Þetta er fyrirsláttur til að reyna að tefja málið og ég spyr hvort þetta sé lýðræðislegt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra um málflutning stjórnarandstöðunnar í málefnum Ríkisútvarpsins. Frumvarp ráðherra um breyt- ingu RÚV í opinbert hlutafélag kom til þriðju umræðu þingsins í gær. Áður en umræðan hófst vörðu þingmenn einni og hálfri klukku- stund – undir liðunum athuga- semdir við störf þingsins og fund- arstjórn forseta – í umræður um tæknilegar hliðar málsins. Gagn- rýndu stjórnarandstæðingar helst að þeir hefðu ekki verið upplýstir um samskipti íslenskra stórnvalda við Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og sögðu ráðherra hafa haldið þeim leyndum. Því vísaði Þorgerður Katrín á bug og benti á að bréfa- skiptin hefðu verið opinberuð um leið og þess var óskað. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar einnig forseta þingsins fyrir að beita sér ekki fyrir frestun á afgreiðslu frumvarpsins úr menntamálanefnd, svo þeim gæf- ist ráðrúm til að bera bréfin undir sérfróða menn. Spurð hvers vegna nefndar- menn í menntamálanefnd hefðu ekki verið upplýstir jafnóðum um samskiptin við stofnunina svaraði Þorgerður Katrín því til að ekkert nýtt hefði komið fram í þeim. „Við höfum staðið í samskiptum við ESA síðan 2004, löngu áður en frumvörpin komu fram, og það er alltaf verið að ræða sömu hlut- ina.“ Efni samskiptanna hafi því verið á vitorði þingmanna í menntamálanefnd. Þær athugasemdir sem ESA hefur gert við Ríkisútvarpið snúa, að sögn ráðherra, að fyrirhugaðri skattheimtu, eftirliti og endur- skoðun með starfseminni og skil- greiningu á almannaþjónustuhlut- verki RÚV. Þorgerður Katrín segir að á fundi þriggja embættismanna úr menntamálaráðuneytinu með forstöðumanni samskiptasviðs ESA í síðustu viku hafi komið fram að stofnunin hefði engar frekari athugasemdir við fram- gang frumvarps til laga um Ríkis- útvarpið ohf. Þorgerði Katrínu er farið að leiðast þófið og vill að frumvarpið um Ríkisútvarpið verði borið undir atkvæði. „Lýðræðislega kjörið þingið er búið að ræða málið í 74 klukkustundir en nú á að beita málþófi. Það má ekki greiða atkvæði. Hvers konar lýðræðisleg vinnubrögð eru það? Það er búið að upplýsa fólk nóg og það á að hafa burði til að geta tekið afstöðu til málsins.“ RÚV ohf. fer ekki í bága við Evrópulög Menntamálaráðherra segir Eftirlitsstofnun EFTA ekkert hafa að athuga við að Ríkisútvarpinu sé breytt í opinbert hlutafélag. Málflutningur stjórnarandstæð- inga sé fyrirsláttur til að tefja lýðræðislega framgöngu málsins á Alþingi. Hundrað og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í þremur tilvikum var fólk flutt á slysadeild. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur; flestir þeirra fyrir að aka á yfir 100 km hraða. Sextán voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn sem höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Rúmlega 100 umferðaróhöpp Samninganefndir grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga funda í dag og þá ræðst líklega hvort grunnskólakennarar fái kjarabætur í samræmi við verðlags- og launaþróun síðan samningurinn var undirritaður árið 2004. Búist er við að kennarar segi samningnum upp um áramótin, náist ekki samkomulag um endurskoðun hans. Kennarar í tæplega 40 grunnskólum um land allt hafa ályktað um að launaforsendur samningsins séu brostnar. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskóla- kennara, segir samninganefndirnar þurfa að ákveða hvenær og hvernig ákvæði kjarasamnings kennara um endurskoðun vegna efnahags- og kjaraþróunar frá samningsundirritun 2004 verður rætt. „Rökræð- an stendur um hvað sé eðlilegt að komi til miklar leiðréttingar á þessu tímabili. Það er alveg ljóst að grunnskólakennarar eru orðnir lægra launaðir en BHM félagar almennt.“ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaga, segir að líklega dragi til tíðinda á fundinum í dag. „Við verðum að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Annaðhvort gera menn eitthvað eða ekki neitt.“ Grunnskólakennarar voru í verkfalli í tæpa tvo mánuði árið 2004. Kostnaðarauki sveitarfélaga vegna samningsins var þá talinn vera nálægt 30 prósentum. Kona sem lést eftir að hafa tekið þátt í vatnsdrykkju- keppni um helgina er talin hafa fengið vatnseitrun að því er kemur fram á vef BBC. Of mikil vatnsdrykkja getur leitt til þess að heilinn bólgni. Þar sem höfuðkúpan umlykur hann skapast við það þrýstingur á heilann sem hamlar honum að stýra lífsnauðsynleg- um verkefnum á borð við öndun og manneskjan deyr. Varnaðarmerki geta verið rugl og höfuðverkur. Erfitt getur verið að greina vandann þar sem sjúklingar eru oft taldir vera á lyfjum vegna ruglsins sem fylgir ástandinu. Meðferð við ofdrykkju á vatni er þvagörvandi lyf eða lyfjagjöf til að draga úr bólgu í heilanum. Lést af völdum vatnseitrunar „Ég var sautján ára þegar ég sá frétt um að slys hefði orðið og það vantaði blóð í Blóð- bankann. Mér þótti sjálfsagt mál að gera það sem ég gæti til að bæta úr því,“ segir Sigurður Egg- ert Ingason matreiðslumeistari. Hann er yngstur af þeim 50 Íslendingum sem gefið hafa blóð oftar en 100 sinnum og tilheyrir hann því svokölluðum hundraðs- höfðingjahópi Blóðbankans. Blóð- ið hefur hann gefið reglulega eða á þriggja mánaða fresti í 28 ár. Hann segir blóðið sem hann hefur gefið nú nema tæplega 50 lítrum en til samanburðar má nefna að í líkama fullorðins einstaklings eru um fimm lítrar blóðs. Sigurður hefur þó ekki látið nægja að gefa sjálfur af sér því þegar hann kom í hundraðasta skiptið voru með í för bróðir hans, sem var að gefa í fimmtug- asta skiptið, og átján ára sonur hans sem þá var að gefa blóð í fyrsta skipti. „Sumir segjast verða frískari við þetta en ég hef nú aldrei fund- ið neina breytingu á mér við blóð- gjafir, hvorki góðar né slæmar. Þetta er bara eitthvað sem mér finnst rétt að gera. Ég vona bara að ég geti lagt inn í bankann sem lengst en að ég þurfi aldrei að taka út úr honum,“ segir Sigurð- ur sem segir blóðgjafirnar afskaplega gefandi. Hefur gefið 50 lítra af blóði Meira en sólarhring eftir að versta óveðrið gekk yfir Svíþjóð á sunnudaginn voru stórir hlutar landsins enn rafmagnslausir með öllu. Hvassviðrið hélt áfram, þótt verulega hafi dregið úr því, en á næstu dögum má búast við öðru fárviðri að sögn veðurfræðinga. Djúp lægð er væntanleg á fimmtudaginn. Í gær lágu lestarsamgöngur enn niðri víða í sunnanverðri Svíþjóð og meira en sextíu þúsund manns voru án símasam- bands. Íslendingurinn Theodór Ingi Ólafsson segir hafa verið skelfilegt að vera á ferði í óveðrinu. Rafmagnslaust í sólarhring Runólfur, ertu sáttur við rekt- orstíð þína og arftakann? Árið 1956 ræddu forsætisráðherra Bretlands, Anthony Eden, og forsætisráðherra Frakklands, Guy Mollet, um hugsanlega sameiningu ríkjanna tveggja. Breska blaðið The Guardian greindi frá þessu í gær. Hugmyndin var komin frá Mollet, en Frakkland átti í miklum efnahagserfiðleikum á þessum tíma og var undir miklum þrýstingi vegna Suez-deilunnar. Eden hafnaði hugmyndinni. Mollet stakk þá upp á því að Frakkland gengi í Breska samveldið og lyti valdi Elísabetar Englandsdrottningar. Eden tók betur í þá hugmynd en henni var einnig hafnað á endanum. Rætt var um sameiningu Efnt hefur verið til samkeppni um nafn á nýja menningarhúsið sem nú rís á Akureyri og stefnt er á að taka í notkun seint á næsta ári. Almenningur hefur verið hvattur til að senda inn tillögur að nafni á húsinu og er skilafrestur til 22. janúar. Dómnefnd mun velja þrjú bestu nöfnin en svo mun stjórn Akureyrarstofu velja verðlaunatillöguna. Tillögurnar eiga að berast í lokuðu umslagi með dulnefni en annað umslag skal fylgja þar sem rétt nafn sendanda kemur fram. Keppt um nafn menningarhúss

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.