Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 6
 Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, vill að nafni flokksins verði breytt í Frjálslyndi jafnaðarmanna- flokkurinn. Hann ætlar að bera fram tillögu um nafnabreyting- una á landsþingi Frjálslynda flokksins sem haldið verður dag- ana 26, og 27. janúar. Grétar segir helstu ástæðuna fyrir því að flokkurinn eigi að breyta um nafn vera þá að hann vilji höfða til jafnaðarmanna í landinu, sem eigi sér ekki mál- svara á þingi. „Samfylkingin þyk- ist vera jafnaðarmannaflokkur en er það ekki. Flokkurinn gætir ekki hagsmuna almennings þegar litið er til eignarhalds yfir fiskin- um í sjónum. Samfylkingin sættir sig við að fáir eigi kvótann. Jafn- aðarmenn eiga ekki að sætta sig við það,“ segir Grétar Mar. Önnur ástæða sem Grétar nefnir er að Sverrir Hermanns- son eigi nafnið Frjálslyndi flokk- urinn. „Menn hafa sagt að Sverrir geti sett lögbann á notkun nafns- ins ef það verður klofningur í flokknum. Tillagan að nafna- breytingunni er varúðarráðstöf- un ef það skyldi gerast,“ segir Grétar. Sverrir Hermannsson, stofn- andi og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að sé hluti flokksmanna að hugsa um nafnabreytingu virðist það vera ætlun þeirra að kljúfa flokkinn. „Þeir ætla að vera við því búnir að stofna nýjan flokk. Svo virðist vera sem þeir uni ekki við þá skip- an mála sem verið hefur í flokkn- um og að þeir vilji Margréti dóttur mína burt,“ segir Sverrir. Hann segir að hann hafi tryggt sér nafn flokksins árið 1998. Sverrir segir að ef ákveðinn hluti meðlima Frjálslynda flokks- ins kljúfi sig út úr flokknum muni flokkurinn starfa áfram. „Ég myndi þá ætla að Margrét starfi áfram innan hans,“ segir Sverrir. Hann telur að þeir sem vilji kljúfa Frjálslynda flokkinn ætli sér ekki að nota nafn hans áfram og því komi ekki til þess að hann þurfi að koma í veg fyrir að þeir noti nafnið. „Ég, Margrét og okkar fólk munum aldrei kljúfa flokk- inn, þeir munu kannski gera það og fá sér nýtt nafn.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, hafði ekki heyrt af tillögu Grét- ars Mars um nafnabreytingu þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Ég kem ekki að þessari til- lögu,“ segir Guðjón. Aðspurður segir hann að hann og hluti flokks- manna ætli sér ekki að kljúfa flokkinn og taka upp nýtt nafn. Á landsþinginu mun Margrét Sverrisdóttir annað hvort bjóða sig fram í kosningu um embætti varaformanns flokksins, gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, eða formanns, gegn Guðjóni A. Kristj- ánssyni. Guðjón hefur gefið það út að hann styðji Magnús í kosn- ingunni um varaformannsemb- ættið. Margrét hefur gert upp hug sinn en vill ekki segja frá því hvort embættið hún ætlar að bjóða sig fram í. Hún ætlar að til- kynna það um miðja vikuna. Margrét segir það fyrsta sem hún hugsaði, þegar hún heyrði af tillögunni um nafnabreytinguna, hvort það væri ætlun einhverra í flokknum að kljúfa hann. Varúðarráðstöfun að velja nýtt nafn Grétar Mar Jónsson vill að Frjálslyndi flokkurinn heiti Frjálslyndi jafnaðar- mannaflokkurinn. Sverrir Hermannson og Margrét Sverrisdóttir segja klofning líklega fyrirhugaðan. Guðjón A. Kristjánsson segir klofning ekki á dagskránni. Risa útsa la H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 Eigendur hvalaskoðunar- fyrirtækjanna Eldingar og Hafsúlunnar í Reykjavík hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna. Með sameiningunni verður til stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu en samanlagður farþegafjöldi fyrirtækjanna var um fimmtíu þúsund farþegar á síðasta ári. Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir nýtt fyrirtæki hafa mikla möguleika á að efla þjónustu. „Við munum bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu á sjó svo sem hvalaskoðun, sjóstangaveiði, fuglaskoðun og fjölbreyttar skemmtisiglingar. Það kemur sterklega til greina að kaupa nýtt skip og við ætlum að byggja upp fræðslu- og upplýsingasetrið sem er í gömlu loðnuskipi við Ægisgarð. Við ætlum okkur líka að bjóða upp á ferðir allt árið,“ segir Einar. Nýtt fyrirtæki hefur yfir að ráða hvala- skoðunarskipunum Hafsúlunni og Eldingu, ásamt Eldingu II og Gesti sem sinna sjóstangaveiði og styttri skemmtisiglingum. Níu af hverjum tíu viðskiptavinum fyrirtækjanna hafa verið erlendir ferða- menn á undanförnum árum en Íslendingum hefur farið fjölgandi, að sögn Einars. Hann tiltekur þar sérstaklega sjóstangaveiði og skemmtiferðir enda hefur fyrirtækið haldið fermingar- og brúðkaupsveislur á hafi úti. Fyrirtækið mun sækja um fulla umhverf- isvottun hjá Green Globe í vor og verður þá með fyrstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum í heiminum til að öðlast slíka vottun. Reikna með sextíu þúsund farþegum Tveir helstu forvígis- menn málfundafélagsins Nýs afls ætla ekki að gefa kost á sér í embætti fyrir Frjálslynda flokkinn á komandi landsþingi. Þeir Jón Magnús- son, formaður Nýs afls, og Höskuldur Höskuldsson varaformaður staðfestu þetta um helgina. „Ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Jón, en hann reiknar þó með því að einhverjir úr Nýju afli gefi kost á sér til trúnaðarstarfa. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Reynis Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra flokksins, hefur Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari í Mosfellsbæ og flokks- maður frjálslyndra um árabil, boðið sig fram til ritara. Ekki í framboði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti fyrir helgi formennskuáætlun Þjóðverja í Evrópusambandinu fyrri helming ársins. Hún sagði sambandið verða að koma sér saman um aðgerða- áætlun um það hvernig koma megi til framkvæmda þeirri uppfærslu á stofnsáttmála sambandsins sem til stóð að gera með stjórnarskrársáttmálanum svonefnda, en fullgilding hans strandaði eins og kunnugt er þegar henni var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslum í Frakklandi og Hollandi fyrir hálfu öðru ári. Merkel lagði enn fremur áherslu á að samningar tækjust við Rússa um endurnýjun víðtæks við- skipta- og samstarfssamnings ESB og Rússlands og að viðræðum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum yrði bjarg- að út úr því öngstræti sem þær hafa festst í til þessa. „Umhugsunartíminn er liðinn. Við verðum að komast að niðurstöðu um það fyrir júnímánuð næstkomandi hvað gera skuli við stjórnarskrársátt- málann,“ sagði kanslarinn í fyrstu ræðu sinni fyrir fulltrúum á Evrópuþinginu. Merkel bætti því við að Evrópusambandið yrði að draga úr skriffinnsku og gera ákvarðanatöku skilvirkari. „Það er allri Evrópu í hag að ljúka þessu ferli áður en næstu kosningar til Evrópuþingsins fara fram árið 2009,“ sagði hún. Viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum, sem gera átti við í þessum mánuði, hefur verið frestað. Veður og sjólag á svæðinu hefur verið mjög slæmt og því ekki gefist tækifæri til að hefja viðgerð á strengnum. Viðgerðarskipið CS Pacific Guardian, sem kom á bilunarstað hinn 15. janúar, heldur nú til heimahafnar í Bermúda. Þetta segir í tilkynningu frá Farice. Vegna frestunarinnar var strengurinn gangsettur að nýju til Evrópu hinn 18. janúar síðastliðinn. Fjarskiptaumferð í þá átt ætti að vera með eðlilegum hætti þar til færi gefst á því að gera við strenginn. Reiknuðu margir notendur með truflun vegna viðgerðar. Viðgerð á sæ- streng frestað Hefur þú séð kynlífsmynd- bandið með Guðmundi í Byrginu? Finnst þér að Árni Johnsen eigi að vera á framboðslista Sjálf- stæðisflokks í Suðurkjördæmi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.