Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 23
Ný og glæsileg sundlaug hefur
verið opnuð við Hrafnagils-
skóla í Eyjafirði.
„Þetta er glæsileg sundlaug og
mikil breyting frá gömlu lauginni,
það er eiginlega ekki hægt að líkja
þeim saman,“ segir Orri Stefáns-
son, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Eyjafjarðarsveitar, en ný sund-
laug var opnuð að Hrafnagili í
mánuðinum. Nýja sundlaugin er
25 m á lengd auk heits potts, vað-
laugar, glæsilegrar rennibrautar
og eimbaðs. Nemendur í Hrafna-
gilsskóla, sem eru um 200 talsins,
nota laugina auk þess sem laugin
stendur almenningi til boða.
„Við höfum fengið mjög góðar
viðtökur, hingað koma margir að
skoða og gestir eru almennt
ánægðir með aðstöðuna. Ég hef í
það minnsta ekki fengið neina
kvörtun,“ segir Orri og bætir við
að vonast sé eftir fleiri ferða-
mönnum í sumar. „Þetta er mikil
bylting frá því sem var enda er
þetta aðstaða eins og hún gerist
best í sundlaugum. Það er því um
að gera fyrir Akureyringa og aðra
að keyra hingað og skella sér í
sund. Hingað eru allir velkomnir
og svo er jafnvel hægt að gera
sunnudagsrúnt úr þessu, byrja í
sundi hjá okkur og koma svo við í
blómaskálanum Vín og fá sér ís á
leiðinni heim.“
Nýja laugin bylting
frá því sem var
Fullorðnir: Börn:
Þriðjudaga kl. 19:00 Þriðjudaga kl. 18:00
Fimmtudaga kl. 19:00 Fimmtudaga kl. 18:00
Laugardaga kl. 10:30
Byrjendanámskeið
eru að hefjast hjá Taekwondo deild ÍR.
Æfingar fara fram í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12
Nánari uppl. í síma 896-1168 og www.irtaekwondo.net