Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 40
 { farið á fjöll } 12 Sigurlaugur Þorsteinsson er vanur jeppamaður. Hann hefur einnig starfað innan björgunarsveitanna og veit því vel hvernig best er að búast til jeppaferða. Hann segir að ef óhöpp verði borgi sig að halda kyrru fyrir því björgunarsveitir finni bíla mun fyrr en fólk á gangi. „Númer eitt, tvö og þrjú er að gæta að því að bíllinn sé í góðu standi en vera með auka nesti, svefnpoka og góða kuldagalla með- ferðis því maður veit aldrei í hverju maður getur lent,“ segir Sigur- laugur, sem hefur mikla reynslu af fjallaferðum. „Góðir dráttarspottar eru mikil- vægir og einnig er gott að hafa loft- dælu til að blása í dekk og helstu varahluti meðferðis, svo sem viftu- reim og olíu. Réttur útbúnaður getur skipt sköpum ef upp koma óhöpp á fjöllum.” Sigurlaugur segir einnig mjög mikilvægt að fólk hafi góð samskiptatæki meðferðis þannig að hægt sé að láta vita af sér ef eitt- hvað komi upp á. „NMT-símar eða talstöðvar koma að góðum notum, en GSM-símar duga sjaldnast í svona ferðum.“ Sigurlaugur segir að ef fólk lendi í óhöppum á fjöllum sé mikilvægt að halda kyrru fyrir í bílnum. „Það eru miklu meiri líkur á að bíllinn finnist en fólk á gangi. Ef fólkið er farið úr bílnum getur það þýtt mikla leit og skapar óþarfa hættu. Það borgar sig því að vera í bílnum og hita hann reglulega upp með því að gangsetja hann. Það þarf þó að gæta að því að láta hann ganga það lengi í hvert skipti að geymirinn tæmi sig ekki.“ - öhö Það borgar sig að halda kyrru fyrir í bílnum Að mörgu þarf að huga áður en haldið er á fjöll og gott að vera við öllu búinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.