Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 42
 { farið á fjöll } 14 Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er meðal fremstu leikara þjóðarinn- ar í dag. Hann er einn af stofnend- um leikhúshópsins Vesturports og hefur sýnt færni sína bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Farartækið sem hann ekur á er ekki af verri endan- um en það er kolsvartur Wrangler sem hefur verið að gera góða hluti síðustu vikurnar þegar snjóþyngslin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið sem mest. „Það er mjög stórt stökk að fara yfir á svona jeppa, sérstaklega núna þegar snjórinn er svona mikill þá er þetta alveg frábært. Maður kemst allt sem maður vill. Maður hefur bara átt einhverjar japanskar tíkur og þarf því að venjast því aðeins hvað þessi eyðir miklu,“ sagði Björn Hlynur, sem fann þennan Wrangler á Egilsstöðum. „Ég hef aldrei verið mikill jeppakall en alltaf þó verið veikur fyrir þessari tegund, hún hefur allt- af verið í uppáhaldi hjá mér. Svo var ég á ferðalagi í sumar og keyrði framhjá bílasölu á Egilsstöðum. Ég er ekki alveg týpan sem er alltaf á bílasölum en ég sá þennan kol- svarta Wrangler og ég bara keypti hann. Frændi minn sem er einnig mikill Wrangler-aðdáandi fór aust- ur og sótti hann fyrir mig,“ sagði Björn, sem hefur þó ekki farið í nein sérstök ferðalög á jeppanum. „Ég veit nú ekki hvort þetta sé beint eitthvað hálendistæki en hann virkar vel í sköflunum hér í borg- inni. Það er gaman að vera ánægð- ur með bílinn sinn, maður þarf ekki að vera einhver bílasjúklingur til þess,” sagði Björn Hlynur Haralds- son að lokum. - egm Á kolsvörtum kagga í snjónum Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson keyrir um á kolsvört- um Wrangler og hefur vakið talsverða athygli á götum borgarinnar. Hann segist ekki vera bílasjúklingur en er ánægður með farartækið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.