Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 12
 Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins gefa enn frekari vísbendingu um erfiða stöðu Framsóknarflokksins, segir Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöðurn- ar enn fremur benda til þess að kjósendur sjái flokkinn ekki fyrir sér í öðru ríkisstjórnarsamstarfi en með Sjálfstæðisflokki. „Í þessu samhengi er athyglis- vert að sjá að það er minni stuðn- ingur við núverandi ríkisstjórnar- samstarf en áður. Það er augljóst að Framsóknarflokkurinn á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum,“ segir Baldur. „Þriggja flokka samstarf stjórnar- andstöðuflokkanna vex verulega, og það er nokkuð athyglisvert,“ segir Baldur. „Ég held að þetta sýni að stjórn- arandstaðan hefur sett sig fram sem skýrari valkost. Það er ekki svo mikið bil á milli þeirra sem vilja áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og þeirra sem segjast vilja að stjórnarandstaðan í heild sinni taki við.“ Baldur segir að stjórn og stjórnarandstaðan standi hnífjafnt, en staða Sjálfstæðisflokksins sé afar sterk. „Þess vegna getum við átt von á spennandi kosningabar- áttu og spennandi kosningum.“ Baldur segir það athyglisvert að sjá að fleiri vilji sjá Frjálslynda flokkinn í ríkisstjórn en segist ætla að kjósa hann, og út frá því megi draga þá ályktun að flokkur- inn geti átt eitthvað inni. „Samfylkingin á trúlega einnig nokkuð fylgi inni hjá kjósendum, ef miða má við að hún missir tals- vert fylgi, en heldur nokkurn veg- inn velli þegar kemur að því að velja flokka til ríkisstjórnarsam- starfs,“ segir Baldur. Stuðningur bæði framsóknarmanna og sjálfstæðis- manna við áframhaldandi ríkis- stjórnarsamstarf flokkanna minnk- ar samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á laugardaginn. Í könnuninni nú vildu 68 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn, og tóku afstöðu tóku til ríkisstjórnarsam- starfs að loknum kosningum, halda samstarfinu áfram. Sambærileg tala fyrir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins er 53,4 prósent. Í könnun sem gerð var 26. ágúst 2006 sögðust 72,1 prósent fram- sóknarmanna vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, en 62,3 pró- sent þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Í könnun Fréttablaðsins í ágúst á síðasta ári vildu um 14,5 prósent sjálfstæðismanna samstarf Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks að loknum kosningum, en 10,7 prósent vildi samstarf við Vinstri græn. Nú virðist áhuginn á samstarfi við VG næstum tvöfaldast, og vilja 20,3 prósent sjálfstæðismanna nú helst samstarf við VG, en 10,8 prósent vilja samstarf við Samfylkingu. Í könnuninni sem unnin var síð- astliðinn laugardag vildu flestir stuðningsmanna Samfylkingarinn- ar, 40,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu, þriggja flokka samstarf Samfylkingar, VG og Frjálslynda flokksins, en 21,4 prósent vildu samstarf Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks að kosningum lokn- um. Þriðji kosturinn var svo meiri- hlutasamstarf með VG, sem 20,2 prósent vildu helst. Áhugi stuðningsmanna VG á tveggja flokka samstarfi með Sam- fylkingu að loknum kosningum hefur minnkað mikið. Í könnun í ágúst síðastliðnum vildu flestir stuðningsmenn VG slíkt samstarf, 45,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Í könnuninni sem gerð var á laugardag vildu einungis 25,4 pró- sent slíkt samstarf. Fleiri en áður vildu þó þriggja flokka stjórn VG, Samfylkingar og Frjálslyndra, alls 38 prósent. Í könnuninni á laugar- dag sögðust 22,5 prósent stuðnings- manna VG vilja í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem er aukning um 9,5 prósentustig frá ágúst á síðasta ári. Áhugi stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins á að mynda þriggja flokka stjórn með hinum stjórnar- andstöðuflokkunum virðist aukast mikið milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins í ágúst síðastliðnum vildi þriðjungur stuðningsmanna Frjálslyndra slíka þriggja flokka stjórn, en í könnuninni sem unnin var síðastliðin laugardag hafði hlut- fallið aukist í 59 prósent. Varhuga- vert er þó að lesa of mikið í þær tölur þar sem fjöldi þeirra sem liggur að baki er ekki mikill, sem eykur skekkjumörkin verulega. Hringt var í 800 kjósendur laug- ardaginn 20. janúar og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Eftir næstu kosningar, hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi næstu ríkisstjórn? 58,6 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. Vilja að stjórnarand- staðan vinni saman Stuðningsmenn stjórnarandstöðu vilja hana helst alla saman inn í ríkisstjórnar- samstarf. Sjálfstæðismenn vilja helst óbreytt ríkisstjórnarmynstur, en áhugi þeirra á samstarfi við Vinstri græna eykst verulega. Yasin Hayal, herskár tyrkneskur þjóðernissinni, hefur játað að hafa skipulagt morðið á armensk-tyrkneska ritstjóranum Hrant Dink á föstudaginn. Hayal, sem var dæmdur árið 2004 fyrir sprengjuárás á McDonald‘s-veitingastað, sagðist hafa útvegað unglingnum sem játaði á sig morðið byssu og peninga. Margir telja að Dink hafi verið myrtur vegna skrifa sinna um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í byrjun 20. aldarinnar. Þjóðernissinnar telja slíkt móðgun við heiður Tyrklands og hafði Dink fengið líflátshótanir. Herskár þjóð- ernissinni játar Unnið var að því í gær að fjarlægja olíu úr franska flutningaskipinu Napoli sem strandaði við Devonshire í Suðvestur-Englandi á sunnudag eftir að hafa laskast í slæmu veðri. Öllum 26 áhafnarmeðlim- um var bjargað heilum á húfi. Eitthvað af olíu hafði lekið í sjóinn og hafði nokkrum fuglum verið bjargað úr olíubrák. Frönsk stjórnvöld sögðu að 1.700 af þeim 41.700 tonnum sem skipið flutti væru talin hættuleg og innihéldu rafgeymasýru, sprengiefni og eldfim efni. Af 2.400 gámum féllu að minnsta kosti 200 útbyrðis. Hætta talin á mengunarslysi Neytendasamtökin hafa tekið saman lista yfir þær hækkanir heildsala og innlendra framleiðenda, sem tekið hafa gildi síðan 1. desember síðastlið- inn. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þetta sé meðal annars gert til að neytendur geti betur áttað sig á því hvað er að gerast í matvöruversluninni. Virðisauka- skattur lækkar 1. mars, sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar. Listann má finna á vefsíðu samtakanna, ns.is. Neytenda- samtökin hvetja framleiðendur og seljendur til að halda aftur af sér í verðhækkunum. Birta lista yfir verðhækkanir Átakshópur öryrkja samþykkti með miklum meirihluta atkvæða á fundi í fyrradag að hefja viðræður við framboðshóp eldri borgara um sameiginlegt framboð til alþingiskosninga næsta vor. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Öryrkjabandalagsins, segir hópana eiga fjölda sameigin- legra hagsmunamála að gæta, sameiginlegur vilji sé til að stórefla almannatryggingakerfið og draga úr kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Baldur Ágústsson, talsmaður aldraðra, segir aldraða taka ákvörðun um sameiginlegt framboð á fundi í kvöld. „Ég er bjartsýnn á framhaldið,“ segir hann. Bjartsýnir á samstarfið Bandarísk og norður- kóresk stjórnvöld hyggjast hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætl- un Norður-Kóreu, en seinustu lotu þeirra lauk í desember án teljanlegs árangurs. Auk Banda- ríkjanna og Norður-Kóreu eiga Japan, Kína og Suður-Kórea aðild að viðræðunum. Christopher Hill, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vonast til þess að áætlun sem samþykkt var árið 2005 kæmi til framkvæmda. Sú áætlun felur í sér að Norður-Kóreumenn hætti kjarnorkutilraunum í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð og öryggistryggingar. Nýjar kjarnorku- viðræður af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.