Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 63
Breski útvarpsmaðurinn John
Peel, sem féll frá fyrir rúmum
tveimur árum, hefur sennilega
haft meiri áhrif á tónlistarsöguna
en nokkur annar fjölmiðlamaður
a.m.k. síðustu 30 árin eða svo.
Eitt af því sem hann var þekkt-
ur fyrir voru Peel-sessjónirnar.
Allt frá því að hann hóf störf hjá
BBC árið 1967 og til dauðadags
valdi hann tónlistarmenn sem
tóku upp nokkur lög sem hann
svo spilaði í þættinum sínum.
Þessar upptökur urðu yfir 4.000
talsins og flytjendurnir um 2.000.
Eftir því sem ég kemst næst urðu
þrjár íslenskar hljómsveitir þess
heiðurs aðnjótandi að taka upp
fyrir John Peel: Sykurmolarnir
(1987), Sigur Rós (tvisvar sinn-
um, árið 2000) og múm sem tók
upp 21. september 2002. Hún er
nýkomin út á geisladisk.
Á Peel Session-plötu múm eru
fimm lög af tveimur fyrstu plöt-
um sveitarinnar: Yesterday Was
Dramatic, Today Is OK og Finally
We Are No One. Útsetningarnar
eru töluvert ólíkar útsetningun-
um á plötunum, sem gefur útgáf-
unni aukið vægi. Tónlistin er mjög
melódísk og á sinn einstaka hátt
bæði poppuð og tilraunakennd.
Raftónlist eldist mjög misvel – í
verstu tilfellunum er hún orðin
úrelt eftir eitt eða tvö ár. Tónlist-
in á þessari plötu hefur hins vegar
ekkert látið á sjá frá því að hún
var tekin upp. Hún hljómar ennþá
jafn brakandi fersk og flott.
Söngurinn er frekar lágt mixað-
ur, sem kemur vel út fyrir múm.
Múm er búin að taka upp nýja
plötu sem kemur út í vor. Ég er
mjög spenntur að heyra hana.
The Peel Session-platan styttir
biðina og minnir okkur á hvað
þetta er frábær hljómsveit þegar
henni tekst vel upp.
Enn brakandi fersk
Það styttist óðum í árlegt
Nemendamót Verzlunar-
skóla Íslands, og þar með
frumsýningu á söngleiknum
Sextán eftir Gísla Rúnar
Jónsson.
Leikhópurinn í ár nýtur handleiðslu
skötuhjúanna Selmu Björnsdóttur
og Rúnars Freys Gíslasonar sem
sjá um leikstjórnina. Þær Birna og
Guðfinna Björnsdætur semja dansa
en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
og Vignir Snær Vigfússon sjá um
tónlist. Það er því einvalalið fag-
fólks sem æfir með menntaskóla-
nemunum þessa dagana, en sýning-
in verður frumsýnd 1. febrúar.
Aðalhlutverkið í Sextán er í
höndum Ólafar Jöru Skagfjörð Val-
geirsdóttur, en hún er dóttir Guð-
rúnar Gunnarsdóttur söngkonu og
Valgeirs Skagfjörð leikara. Hún fer
þar með hlutverk Hófíar, tauga-
óstyrkrar námsstúlku á fyrsta ári í
Versló. Ólöf segir verkið að vissu
leyti vera raunhæfa lýsingu á
sálarkvölum nýnema. „Þegar
maður er nýr í menntaskóla er
maður svona rosalega meðvitaður
um sjálfan sig og hefur áhyggjur af
því hvað öðrum finnst um mann,
eins og Hófí. Svo er hún náttúrlega
skotin í eldri strák, sem er voða-
lega erfitt,“ bætti hún við. „Þetta
eru svaka átök,“ sagði Ólöf hlæj-
andi.
Benedikt Valsson fer með hlut-
verk ofannefnds eldri stráks, en
þetta er í þriðja skiptið sem hann
tekur þátt í uppsetningum Versló.
„Maður veltir því nú fyrir sér hvort
þetta geti slegið síðasta ár. Ég held
að það geti það alveg, enda er lands-
liðið í kringum þetta,“ sagði Bene-
dikt. Hann sagði æfingar ganga
óskaplega vel. „Við erum meira að
segja á undan áætlun. Ég held að
það gæti haft eitthvað með óléttuna
hjá Selmu að gera,“ sagði Benedikt,
en Selma á að eiga á næstu dögum.
„Ætli hún sé ekki bara að flýta sér,“
sagði hann hlæjandi.
Með þriðja stóra hlutverkið fer
Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, sem
lék hina söngglöðu Regínu í sam-
nefndri kvikmynd. Hún segir það
skemmtilega tilbreytingu að standa
á sviði. „Í bíóinu þarftu ekki að vera
með jafn mikla útgeislun og á sviði.
Maður hugsar miklu meira um text-
ann, hvernig maður getur stækkað
karakterinn og það er meiri hugsun
á bak við allar hreyfingar,“ sagði
hún. Sigurbjörg segir leikhópinn
vera afar samstilltan, en hann skipa
um þrjátíu og sjö manns að dönsur-
um meðtöldum. „Hópurinn er að
smella rosalega vel saman, sem
mér finnst ótrúlegt miðað við hvað
hann er stór,” sagði hún.
Hnefaleikakapp-
inn fyrrverandi
Muhammad Ali
steig upp á svið
með vini sínum,
gamanleikaran-
um Billy Crystal,
á 65 ára afmælis-
degi sínum á mið-
vikudag.
Crystal var að
skemmta í Ariz-
ona-ríkisháskól-
anum þegar
hann kallaði Ali
upp á svið og
bað viðstadda
um að syngja
afmælissöng-
inn fyrir hann.
„Hann hefur
verið sannur
vinur og mikill
vinur heimsins
að auki,“ sagði
Crystal.
Vinir saman á sviði
ÚTSALA70
Allt að
afsláttur
%
Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl.11-16
Úrval ljósa á frábæru verði!
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í USA
GOLDE GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
TOPP5.IS
PANAMA.IS
FBL
FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG
SNIÐUG GAMANMYND...
Þ.J. -FBL
Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood.
FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO
MÖGNUÐ OG TÖFRANDI SPENNA SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM
HUGHJACKMAN CHRISTIANBALE SCARLETTJOHANSSON MICHAELCAINE
/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
THE CHILDREN OF MEN kl. 8:30 - 10:30 B.i.16
THE CHILDREN... VIP kl. 5:30
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:20 - 5:40 Leyfð
HAPPY FEET M/-Ensk tal kl. 3:20 Leyfð
SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 3:20 Leyfð
BABEL kl. 5:30 - 8 - 10:50 B.i.16
BABEL VIP kl. 8 - 10:50 Leyfð
FORELDRAR kl. 4 - 6 - 8 - 10 Leyfð
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12
STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:30 Leyfð
FORELDRAR kl. 6 - 8:30 - 10:30 Leyfð
THE PRESTIGE kl. 6 - 8:15 - 10:40 B.i.12
STRANGER THAN FICTION kl. 10:30 Leyfð
FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 5:50 Leyfð
HAPPY FEET M/-Ensk tal kl. 8:10 Leyfð
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 - 10:15 Leyfð
KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.i. 12
THE PRESTIGE kl. 10:15 B.i. 12
BABEL kl 8 - 10:40 B.i.16
THE PRESTIGE kl 8 B.i.12
THE CHILDREN OF MEN kl 10:20 B.i.16
HAPPY FEET m/ísl. tali kl. 6 Leyfð
FLAGS OF OUR FATHERS kl 5:40 B.i.16SAMbio.is
Skráðu þig á
Háskólabíó
FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
BABEL kl. 6 - 9 - 10:30 B.i.16
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 B.i.12
THE CHILDREN OF MEN kl. 5:50 B.i.16
THE HOLIDAY kl. 8 B.i. 7
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12
THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16
EF ÞÚ VILT FÁ SKILNING .... ÞARFTU AÐ HLUSTA
FRÉTTABLAÐIÐ H.J. MBL
AÐALLEIKARARNIR FARA Á KOSTUM
FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNAMYNDINA BÖRN