Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 58
Kl. 20.00 Goethe-Institut stendur fyrir kvik- myndasýningu í Fyrirlestrarsal Landsbókasafnsins. Mynd kvöldsins er Níundi dagurinn eftir leikstjór- ann Volker Schlöndorff frá árinu 2004. Myndin er með þýsku tali og enskum undirmálstexta. Aðgangur er ókeypis. Nýsmíðar í Listasafni Íslands Bjarni Haukur er aftur kominn á fjalirnar. Alþjóð man þegar hann stóð á sviði Gamla bíós misserunum saman og flutti þar íslenska staðfærslu á amerískum einleik eða uppistandi sem kallað var Hellisbúinn. Sýningin lenti á endanum inni á topp tíu listanum yfir fjölsóttustu sýningar á Íslandi, yfir 260 sýning- ar voru á verkinu og dró dilk á eftir sér: framleiðendur keyptu sér bar – Prikið – og síðan sjón- varpsstöð – Skjá einn. En það er önnur saga. Bjarni Haukur lagði svo fyrir sig sjónvarpsleik á Skjá einum, fór síðan til Noregs og lagðist í víking, framleiddi og samdi sjónvarps- þætti fyrir norskar og sænskar sjónvarpsstöðvar, leikstýrði leik- ritum og söngleikjum. Hann var um tíma aðili að framleiðslufyrir- tækinu 3 sagas en dró sig út úr því, stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem stendur að leiksýningunni sem á fimmtudag verður frumsýnd í Iðnó. Bjarni segir Pabbann eiga sér rætur í þeim tíma þegar hann var langdvölum erlendis. Það eru nú þrjú ár síðan hann tók að vinna texta fyrir svið um föðurhlutverk- ið og hvernig það hefur breyst á síðustu árum. Hann segir þá Sig- urð Sigurjónsson leikstjóra hafa legið yfir verkinu síðustu misseri: „Föðurhlutverkið hefur breyst svo mikið á síðustu tveimur áratugum. Verkið er raunar bara hugleiðing um það: það er ungt par að fara að búa saman, það er meðganga og fæðing, og það breytist allt.“ Leikritið Pabbinn verður heims- frumsýnt í Iðnó á fimmtudag: það er einleikur eða „one-man-show“ þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi: „Pabbinn er drepfyndið og hjart- næmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu,“ segir í til- kynningu framleiðandans svo nærri má geta að hér er slegið á ýmsa strengi. Auk þeirra Sigurðar Sigurjóns- sonar leikstjóra og Bjarna koma að sýningunni Egill Eðvarðsson sem gerir leikmynd, Árni Bald- vinsson sem lýsir og Þórir Úlfars- son sem gerir tónlist. Sýningar verða í Iðnó. Og hvernig þykir Bjarna að vera kominn þar á svið frammi fyrir 160 áhorfenda sal? „Það er náttúrlega bara „dream come true“ gamall draumur sem rætist. Hér var maður að sniglast sem krakki, kom hingað og fékk leigða búninga hjá Áróru Hall- dórsdóttur. Það er eitthvað seið- magnað hér í loftinu og maður andar að sér sögu allan tímann. Það verður spennandi að leika fyrir áhorfendur í þessu húsi.“ 20 21 22 23 24 25 26 Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistar- sjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu. Áttatíu og tvær umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um ríflega 80 milljónir. Úthlutað er 21 milljón sem deilist á rúm 53 verkefni. Stærsta styrkinn, 5 milljónir, fær Samtónn, en það eru heildarsam- tök tónlistarinnar í landinu og rennur hann til reksturs Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar sem hefur hönd í bagga með utan- ferðum íslenskra tónlistarmanna. Raunar eru margir styrkjanna vegna utanfara og líka vegna vinnslu hljóðritana og útgáfu. Annar stærsti styrkurinn, 2 millj- ónir, rennur til þeirrar miklu hátíð- ar sem Tónskáldafélagið stendur fyrir þessa dagana, Myrkra músík- daga. Sigur Rós fær milljón í styrk vegna ferða og kynningar, sömu upphæð þiggur Kirkjulistahátíðin sem Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir um langt árabil. Styrki til útgáfu fá nokkrir ein- staklingar og tónlistarhópar: Aton, Sumartónleikar í Skálholti, Védís Hervör, Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Kristján Orri Sigur- leifsson, Haraldur Leví Gunnars- son, Gestur Guðnason og þau Kenya Kristín Emilíudóttir og Jason Nemor Harden. Flestir styrkjanna eru 100 þúsund. Tónleikahald af ýmsu tagi er betur styrkt: Tónlistarhátíðin Við Djúpið sem haldið hefur til við Ísa- fjarðardjúp fær 800 þúsund, Sumartónleikar við Mývatn 400 þúsund, Tónvinafélag Laugaborgar sem hefur verið duglegt við tón- leikahald í Eyjafirði fær 500 þús- und, Reykholtshátíðin annað eins, sem og Þjóðlagahátíðin á Siglu- firði. Múlinn fær 400 þúsund, Kammersveitin Ísafold 200 þúsund til að koma á fót tónlistarhátíð og Adapter og Isnord sömuleiðis. Að ógleymdu Aton með hátíðina frum. Kammermúsíkklúbburinn er enn upp á árleg tillegg kominn en hann fær 500 þúsund. Mörg stök verkefni eru styrkt: Trabant fær ferðastyrk, Sumartón- leikar í Skálholti fá styrk til nótna- útgáfu og tónlistarsmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir fær 300 þúsund til að vinna við íslenska miðalda- og endurreisnar- tónlist og Hörður Áskelsson 200 þúsund vegna Hallgrímspassíu. Hér eru á garði svokallaðir klass- ískir tónlistarmenn með poppinu: Gunnar Kvaran og Mammút, KK og Maggi Eiríks sitja við sama borð og Hnúkaþeyr - blásaraoktettinn. Fræg er saga formannsins sem stóð við bátinn í naustinu og sagði við áhöfn sína: Eigum við að setja? Svo stóðu allir og biðu. Tónlistar- sjóður veitir mönnum styrk til að setja fleyið á sjó. Þá er að sigla. Tónlistarpeningar NLP Námskeið Neuro - Linguistic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem þú vilt vinna bug á? - Finnst þér að öðrum gangi betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á? - Finnst þér erfitt að höndla gagnrýni? Með NLP aðferðum getur þú auðveldlega breytt lífi þínu og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP Námskeið verður haldið 9.-11. og 16.-18. febrúar. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma: 894-2992 Netfang: kari@ckari.com Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.