Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 14
Vinstrihreyfingin -
grænt framboð, VG, stóð fyrir
opnum fundi á Ásvöllum í fyrra-
kvöld. Frummælendur voru for-
maðurinn Steingrímur J. Sigfússon,
Ögmundur Jónasson, efsti maður
VG í kjördæminu, og Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir sem skipar
annað sætið.
Steingrímur ræddi meðal annars
samstarfið við hina stjórnarand-
stöðuflokkana og sagði „fáfengi-
lega“ umræðu um stólaskipti hafa
komið upp, „ekki beint í okkar
anda“. Í sínum huga væru stóla-
skiptin aukaatriði en þó væri þetta
ekki neglt niður fyrir kosningar. Ef
niðurstaðan sýndi tvo jafnstóra
flokka þá hlyti framhaldið að mark-
ast af því.
Ögmundur sagði frá því að ríkis-
stjórnin legði ofurkapp á að fá frum-
varpið um Ríkisútvarpið lögfest sem
fyrst þó að innan stjórnarliðsins
væru efasemdir. Stjórnarandstaðan
reyndi hins vegar að fá gildistökunni
frestað fram yfir kosningar. Hann
taldi „uggvænlegt“ að ráðuneyti
breyttust í kosningaskrifstofur fyrir
kosningar og velti fyrir sér hvort
hægt væri að semja um að fram-
kvæmdavaldinu væri óleyfilegt að
lofa upp í ermarnar á sér síðustu
metrana fyrir kosningar.
Guðfríður Lilja sagðist full til-
hlökkunar og baráttuvilja.
Fáfengilegt stólatal
„Við segjum hingað og
ekki lengra,“ segir Karl Hjalte-
sted, sem ásamt bróður sínum Sig-
urði Hjaltested hefur krafist þess
að Vatnsendajörðinni verði skipt
milli allra afkomenda föður þeirra,
Sigurðar Kristjáns Hjaltested.
Sonur hálfbróður Karls, Þor-
steinn Hjaltested, hefur samið við
Kópavogsbæ
um að bærinn
taki nær alla
jörðina eignar-
námi.
Magnús Ein-
arsson Hjalte-
sted, sem lést
barnlaus árið
1940, erfði Sig-
urð Kristján að
Vatnsenda. Afi
Sigurðar Kristjáns var bróðir
Magnúsar.
Sigurður Kristján eignaðist
fimm börn, þarf af synina Karl og
Sigurð með síðari konu sinni
Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir
að Sigurður Kristján lést árið 1966
hófust málaferli sem enduðu árið
1968 með því að Hæstaréttur
dæmdi í samræmi við erfðaskrá
Magnúsar að elsti sonur Sigurðar
Kristjáns, Magnús Hjaltested,
skyldi erfa jörðina og sitja hana
einn. Árið 1969 var Margét borin
út af Vatnsenda ásamt sonum
sínum. Þá var Karl Hjaltested sex
ára og Sigurður bróðir hans sjö
ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú
Þorsteinn Hjaltested, sonur þess
Magnúsar sem jörðin var dæmd.
Karl segir að í erfðaskrá Magn-
úsar Einarssonar Hjaltested hafi
verið ákvæði um að ekki mætti
selja jörðina og að þær ætti að
vera búrekstur. Ekki mætti heldur
veðsetja jörðina nema til nauðsyn-
legra endurbóta. Að sögn Karls
hafa þessi ákvæði ekki verið virt.
„Við bendum sýslumanni á að
það er búið að brjóta allt sem
hægt er að brjóta í erfðaskránni,“
segir Karl sem vill að erfðaskrá
Magnúsar verði felld úr gildi að
undanskildu ákvæðinu um að Sig-
urður Kristján Hjaltested erfi
allar eigur Magnúsar: „Við förum
fram á að eignunum verði skipt
eftir almennum skiptum erfða-
laga enda séu forsendur fyrir
framkvæmd erfðaskrárinnar
brostnar.“
Kópavogsbær hefur fengið
heimild umhverfisráðherra til að
taka 863 hektara af Vatnsenda-
jörðinni eignarnámi. Áður hafa
nærri eitt þúsund hektarar verið
teknir af jörðinni. Síðast tók Kópa-
vogsbær 90,5 hektara árið 2000.
Ef nýjasta eignarnámið gengur
eftir munu aðeins um 40 hektarar
teljast eftir af Vatnsendajörðinni.
Eins og Fréttablaðið hefur sagt
frá hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi
þegar gert samning við Þorstein
Hjaltetsed um að bærinn eignist
áðurnefnda 863 hektara og samið
hefur verið um greiðslur. Hins
vegar sé eignarnámsleiðin farin
þar sem erfðaskráin leyfi ekki
beina sölu. Upphæð samningsins
er enn trúnaðarmál en er sögð
hlaupa á milljörðum króna.
„Það er verið að fara gegn
erfðaskránni með klækjum og
krókaleiðum. Við hin börn Sigurð-
ar sitjum bara eftir og fáum ekki
neitt. Nú er komið nóg,“ segir Karl
Hjaltested.
Heimta sinn hlut í
Vatnsendajörðinni
Föðurbræður Þorsteins Hjaltested á Vatnsenda krefjast þess að Vatnsendajörð-
inni verði skipt milli fjölskyldunnar enda hafi Þorsteinn brotið ákvæði erfða-
skrár. Eignarnám á Vatnsenda er á dagskrá bæjarstjórnar Kópavogs í dag.
„Ákvæðin eru öll upp-
fyllt og meira en það,“ segir Þor-
steinn Hjaltested á Vatnsenda um
þær fullyrðingar föðurbræðra
sinna að hann hafi ekki haldið
ákvæði erfðaskrár um Vatnsenda-
jörðina og því beri að skipta jörð-
inni upp milli fjölskyldunnar.
Föðurbræður Þorsteins, Karl
og Sigurður Hjaltested, hafa leitað
til sýslumanns með málið. „Ef þeir
hafa eitthvað til síns máls verður
hlustað á þá,“ segir Þorsteinn, sem
kveðst byggja búskap sinni á sauð-
fé og veiðiréttindum í Elliðavatni.
Eignarnám Kópavogsbæjar á
863 hekturum af Vatnsendajörð-
inni stendur fyrir dyrum. Þegar
mun hafa verið samið um greiðslu
fyrir landið sem ná á með svokall-
aðri eignarnámssátt. Andvirði
samningsins er enn trúnaðarmál.
Því hefur heyrst fleygt að upp-
hæðin sé níu milljarðar króna, en
Þorsteinn segir að það sé fjarri
raunveruleikanum.
Hann segir það reyndar alls
ekki vera ósk sína að landið fari úr
eigu hans.
„Ég hef búið hérna nánast frá
því ég fæddist og er svona gamal-
dags bóndi. Ég vil eiga land og
helst ekki láta fermetra af því. En
það þarf að fylgja þróuninni og
maður er ekkert að berjast á móti
því sem er óumflýjanlegt. En ég
er bara að reyna halda mínu, vatn-
inu og einhverju fyrir rollurnar,“
segir Þorsteinn.
Segir ákvæðin öll uppfyllt
Viku til tíu daga
töf varð á því að rafmagn væri
tengt inn á nýbyggingarsvæði í
Áslandi 3 í Hafnarfirði. Þrír
lóðarhafar þurftu á rafmagni að
halda og leysti Hafnarfjarðarbær
það þá með því að taka þátt í
kostnaði með þeim sem vildu
leigja sér rafstöðvar til að geta
notað rafmagn á verkfæri sín.
Jón Gestur Hermannsson hjá
Hitaveitu Suðurnesja segir að
aðeins hafi dregist í nokkra daga
að koma með rafmagn á svæðið.
Hitaveitan hafi ekki verið tilbúin
með spennustöðina á svæðinu
þegar „húsbyggingum var hleypt
inn á svæðið“, segir hann.
„Venjulega er reynt að hafa þetta
klárt þegar menn byrja en það er
allur gangur á því.“
Rafmagnið er komið í lag á
svæðinu núna.
Leigðu raf-
stöðvar fyrir
íbúa í Áslandi
Ísbjörninn Hringur, sem
reglulega gleður börnin á
Barnaspítala Hringsins, hefur
fengið glaðning. Bankinn Glitnir,
sem styrkti ísbjörninn um 600
þúsund krónur fyrir jól, stofnaði
söfnunarreikning fyrir Hring og
gefst almenningi tækifæri á að
styrkja þennan góðvin Hringsins.
Í vikunni fékk Hringur afhentan
sparibauk með 593 þúsund
krónum.
Ísbjörninn er hugarsmíð
hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirs-
dóttur og Ingólfs Arnar Guð-
mundssonar. Pétur Þorsteinn
Óskarsson, talsmaður Glitnis,
afhenti Hringi sparibaukinn á
leikstofu Barnaspítalans og sagði
mikið ánægjuefni að styrkja
verkefni einstaklinga sem vildu
láta gott af sér leiða.
Ísbjörninn fékk
sparibauk
Gunnar Pálsson, doktor í
stjórnmálafræði, afhenti forseta
Indlands, Abdul Kalam, trúnaðar-
bréf sitt sem sendiherra Íslands á
Indlandi, síðasta fimmtudag.
Athöfnin fór fram í Rashtrapati
Bhavan, forsetahöllinni í Delí.
Sendiráð Íslands á Indlandi var
stofnað í febrúar 2006.
Trúnaðarbréfið er staðfesting
á því að hann hafi formlega tekið
við embætti sendiherra á
Indlandi. Gunnar er kvæntur
Elínu Snorradóttur og eiga þau
þrjú börn.
Afhenti trúnað-
arbréf sitt
Háttsettur rússnesk-
ur hershöfðingi lét hafa eftir sér í
gær að uppsetning búnaðar fyrir
bandarískt eldflaugavarnakerfi í
fyrrverandi Varsjárbandalags-
löndum væri „skýr ógn“ við
Rússland.
Hershöfðinginn, Vladimír
Popovkín, sem er yfirmaður
geimvarnadeildar Rússlandshers,
var með þessum orðum sínum að
bregðast við tilkynningu tékk-
neska forsætisráðherrans frá því
um helgina um að Tékkland
myndi hýsa ratsjárstöð sem yrði
liður í nýju eldflaugavarnarkerfi
Bandaríkjanna.
Bandarísk stjórnvöld hafa
einnig farið þess á leit við
Póllandsstjórn að hefja viðræður
um sams konar samstarf.
Þetta er liður í áætlun Banda-
ríkjanna um að koma upp
varnarkerfi í háloftunum til að
verjast hvers kyns árásum.
Áætlunina má rekja til tilrauna
Ronald Reagan sem kenndar eru
við stjörnustríð.
Rússar segja sér
vera ógnað