Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 62
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðv-
arinnar FM 957 verða haldin í sjö-
unda sinn í Borgarleikhúsinu í
kvöld. Hátíðin verður jafnframt
send út í heild sinni í beinni útsend-
ingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus.
„Við höfum aldrei verið með
hátíðina svona stóra og fjöl-
breytta,“ segir Svali hjá FM 957.
„Íslensk popptónlist hefur þróast
og breyst. Þetta er ekki bara hefð-
bundin sveitaballamúsík, þetta er
orðið meira rokk og meira dans og
melódískt rómanspopp. Ég held að
þetta endurspegli hvað tónlistar-
smekkur fólks er fjölbreyttur.“
Alls verða tíu verðlaun veitt,
þar á meðal fyrir plötu ársins,
hljómsveit ársins og fyrir tónleika
ársins. Hljómsveitin Jeff Who?,
sem er tilnefnd til sex verðlauna,
mun koma fram ásamt m.a. Tra-
bant, Nylon, Ampop, Togga,
Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Sil-
víu Nótt, sem mun frumflytja nýtt
lag. Kynnir verður Auðunn Blön-
dal.
Að sögn Svala hefur undirbún-
ingurinn verið nokkuð frábrugðinn
því sem verið hefur. „Við settum
Saga film í framleiðsluna á þessu
en við höfum oftast verið að vesen-
ast í þessu sjálfir,“ segir hann.
Bætir hann því við að kosningin
hafi gengið mjög vel og um tuttugu
þúsund atkvæði séu komin á bak
við sigurvegarana. Í verðlaun verð-
ur síðan tveggja kílóa járnklump-
ur sem var sérsmíðaður fyrir
keppnina.
Stór og fjölbreytt
Ekki verður annað sagt en að sam-
starf leikstjórans Alejandro Gonz-
ález Iñárritu og handritshöfundar-
ins Guillermo Arriaga hafi hingað
til verið farsælt. Í Babel leiða þeir
saman hesta sína í þriðja sinn en
að baki liggja gæðamyndirnar
Amores Perros og 21 Grams. Sem
fyrr eru sagan og efnistökin krefj-
andi; að þessu sinni gera tvímenn-
ingarnir samskipti – eða öllu held-
ur samskiptaleysi – fólks að
þungamiðju myndarinnar og vefja
sögur ókunnugra manneskja í
fjarlægum heimshlutum saman í
atburðarás sem á eftir að breyta
lífi þeirra fyrir fullt og allt.
Ungir bræður hrinda af stað
framvindu sem teygir sig yfir
landamæri og milli heimsálfa
þegar þeir skjóta úr riffli að ferða-
mannarútu í eyðimörk Marokkó.
Skotið hittir og særir bandaríska
konu, sem er á ferðalagi ásamt
eiginmanni sínum, og upphefst
kapphlaup upp á líf á dauða. Heima
í Bandaríkjunum bíður mexíkósk
húshjálp þeirra hjóna eftir að ein-
hver leysi sig af og gæti barna
þeirra á meðan hún bregður sér
suður yfir landamærin í brúðkaup
sonar síns en þegar enginn getur
hlaupið í skarðið tekur hún afdrifa-
ríka ákvörðun. Í Japan kemst
heyrnarlaus og ráðvillt unglings-
stúlka að því að lögreglan leitar að
föður hennar, vegna atburða sem
kemur á daginn að tengjast skot-
árásinni í Norður-Afríku.
Iñárritu og Arriaga eru svo sem
ekki á nýjum slóðum að því leyti að
myndir þeirra fjalla allar með
einum eða öðrum hætti um sam-
skipti/samskiptaleysi fólks. Hins
vegar hafa þær ekki snúist jafn
markvisst um það og nú; landa-
mæri gegna lykilhlutverki í Babel,
milli landa, menningarheima,
tungumála og fólks. Þá skiptir
breytt heimsmynd eftir 11. sept-
ember miklu máli; voðaskot í Mar-
okkó verður að hryðjuverkaárás
vegna þess að fórnarlambið er
bandarískt. Fyrir vikið eru allar
reglubundnar boðleiðir ræstar með
þeim afleiðingum að heimsbyggðin
öll hefur frétt af skotárásinni en
jafnframt er komið í veg fyrir að
hinni særðu sé komið til hjálpar.
Iñárritu virðist hafa náð
traustataki á stíl sínum og nýtir
umhverfið vel, allt frá hrjóstrugri
auðninni í Marokkó til litadýrðar
og mannmergðar Tókýó. Fram-
vindan er hæg en keyrð áfram af
undirliggjandi þunga, sögurnar
brotakenndar en fléttast þó
áreynslulaust saman. Allt virðist
bera að sama brunni og hver og
einn stendur á sínum vendipunkti;
sumum til heilla en öðrum reynist
það ógæfuspor.
Babel er á köflum erfið mynd
og ein af þeim sem hreinlega dugir
ekki að sjá einu sinni. Sem er sam-
nefnari á öllum merkilegri mynd-
um.
Landamærin liggja víða
Tónlistarmaðurinn Pétur
Ben heldur sína fyrstu tón-
leika í Danmörku í byrjun
febrúar. Fyrst spilar hann
í Álaborg hinn 6. og daginn
eftir heldur hann tvenna
tónleika í Kaupmannahöfn.
Fyrri tónleikarnir í Kaupmanna-
höfn verða í verslun 12 Tóna og
þeir síðari í Loppen. Pétur er
nýkominn frá Hollandi þar sem
hann spilaði á tónlistarhátíðinni
Eurosonic ásamt hljómsveit sinni.
„Það gekk rosavel og var æðislega
gaman,“ segir Pétur. „Það var
mesta furða hvað það var vel tekið
í þetta og það var líka gaman hvað
það mættu margir því tónleikarnir
voru snemma um kvöldið.“
Fyrsta og eina plata Péturs Ben,
Wine for My Weakness, hefur
verið gefin út af 12 Tónum í Dan-
mörku og fengið þar góða dóma.
Fékk hún fimm stjörnur af sex
mögulegum í Politiken og einnig
fimm af sex í tónlistarblaðinu
Soundvenue þar sem sagði m.a.
„Dæmigert! Hæfileikaríkt og per-
sónulegt söngvaskáld á íslenskri
frumraun“. Að auki fékk platan
fjórar stjörnur af sex í tónlistar-
blaðinu GAFFA.
Platan, sem var ofarlega á list-
um íslenskra gagnrýnenda yfir
bestu plötur síðasta árs, hefur
verið tilnefnd sem plata ársins á
Íslensku tónlistaverðlaununum
sem verða afhent í lok janúar, auk
þess sem Pétur er tilnefndur sem
söngvari og nýliði ársins.
Pétur segist vera alveg í skýjunum
yfir viðtökunum við plötunni. „Þetta
er búið að vera alveg ótrúlegt. Ég
hefði aldrei trúað því áður en platan
kom út að hún fengi svona mikla
athygli. Það hefur verið rosalega
mikið fjallað um hana og það er
ekki hægt að fara fram á meira.“
Pétur mun hafa í nógu að snúast á
næstunni. Auk þess að fylgja plöt-
unni eftir erlendis hyggur hann á
tónleika á Akureyri í byrjun febrú-
ar og ferðar í kringum landið með
Lay Low og Rás 2 í mars. Einnig
samdi hann tónlistina við kvik-
myndina Foreldra sem var nýverið
frumsýnd hér á landi.
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S k
lú
bb
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
FRUMS Ý ND 19. JA NÚA R
ÞA Ð I Ð A R A LLT A F L Í F I!
SENDU SMS JA NMF Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO!
V INNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR F YRIR T VO, DV D MYNDIR OG M ARGT FLE IR A!
9
HVER
VINNU
R
3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA!
FYRST
A
STÓRM
YND
ÁRSIN
S!
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 6, 8.20 og 10.40
APOCALYPTO kl. 6 og 9 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
APOCALYPTO kl. 5, 8 og 10.55 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50 B.I. 7 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3.40
ERAGON kl. 3.40 B.I. 10 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 8 B.I. 12 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.50, 8 og 10.10
APOCALYPTO kl. 8 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 6 B.I. 12 ÁRA
ATH: Ekkert hlé á sýningunni og miðasölu lýkur þegar sýning hefst.
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Gagnrýni. baggalútur.is
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings
ef greitt er með korti frá Kaupþingi
Ég var mjög ánægð með þessa mynd. Þetta er
einfaldlega góð spennusaga, handritið er gott, þétt
flétta með óvæntum snúningum. Blanda af spennu
reimleikum og rómantík. Ekki missa af henni.
Rokkland á rás 2
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ BEN STILLER OG ROBIN WILLIAMS