Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 53

Fréttablaðið - 23.01.2007, Side 53
[Hlutabréf] Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Útlán Íbúðalánasjóðs og banka- kerfisins jukust um rúm sex pró- sent í desember síðastliðnum frá fyrra mánuði. Alls námu lánin rúmum níu milljörðum króna. Að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings hélt Íbúðalánasjóður áfram að lána um ríflega helm- ing nýrra útlána, en útlán hjá sjóðnum námu 4,9 milljörðum króna. „Samhliða þessari útlána- aukningu jókst velta á fasteigna- markaðnum og má líklega að ein- hverju leyti rekja þennan viðsnúning til bættra verðbólgu- horfa og væntinga um aukinn kaupmátt í byrjun árs,“ segir greiningardeildin. Meðallánsfjárupphæð á hvern kaupsamning hækkaði um eina milljón milli nóvember og desem- ber, fór í um 13,9 milljónir króna miðað við höfuðborgarsvæðið og Akureyri. „Eftirspurn á fasteignamark- aði virðist því vera að aukast á nýjan leik þótt ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir af þessum tölum,“ segir greining- ardeild Kaupþings, en bendir um leið á að desember sé annar mán- uðurinn í röð sem útlán bank- anna aukist. „Og virðist því vera að birta til á fasteignamarkaði.“ Aukin bjartsýni er að hluta rakin til lækkunar virðisaukaskatts á matvæli og lækkunar tolla. Útlán til íbúðakaupa aukast Allar ávöxtunarleiðir Almenna líf- eyrissjóðsins skiluðu góðri ávöxt- un á síðasta ári vegna hækkana á innlendum og erlendum hlutabréf- um og veikingu íslensku krónunn- ar gagnvart Bandaríkjadal. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að heimsvísitala erlendra hlutabréfa hækkaði um 20,1 prósent í dölum í fyrra en um 36,6 prósent í íslenskum krónum þar sem krónan veiktist um 13,8 prósent gagnvart dal á árinu. Þá hækkaði vísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 15,2 prósent á sama tíma. Heildareignir Almenna lífeyris- sjóðsins námu 82,7 milljörðum króna við lok árs 2006 sem er 29 prósenta aukningu á milli ára. Góð ávöxtun- hjá Almenna Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust heildareignir lífeyrissjóð- anna um 219 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 og námu 1.439 milljörðum króna í nóvemberlok. Þetta sam- svarar átján prósenta aukningu frá ársbyrjun 2006, en eins pró- senta aukningu á milli mánaða. Erlend verðbréfaeign nam 404 milljörðum króna, um 28 prósent af heildareignum lífeyrissjóð- anna, og hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum. Til samanburðar námu erlendar eign- ir 24,5 prósentum af heildareign- um um áramótin 2005/06. Lífeyrissjóðirn- ir bæta við sig Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Hagnaður fyrir skatta nam 1,2 milljörðum króna, sem er 391 millj- ón króna meira en árið á undan. Arðsemi eigin fjár nam 28 pró- sentum samanborið við 22 prósent árið á undan en eigið fé Lýsingar nam rúmum 4,9 milljörðum króna í lok síðasta árs sem er rúmum 1,3 milljörðum krónum meira árið á undan. Í uppgjör Lýsingar kemur fram að árið hafi einkennst af miklum vexti en útlán Lýsingar jukust um 61,99 prósent á milli ára. Besta afkoma í sögu Lýsingar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.