Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 23.01.2007, Blaðsíða 53
[Hlutabréf] Margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði AÐEINS 0,7% FITA Léttreykta kjúklingaáleggið frá Holtakjúklingi er margverðlaunað fyrir hollustu og bragðgæði. Þú finnur vart fituminna álegg. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 5 2 1 8 Útlán Íbúðalánasjóðs og banka- kerfisins jukust um rúm sex pró- sent í desember síðastliðnum frá fyrra mánuði. Alls námu lánin rúmum níu milljörðum króna. Að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings hélt Íbúðalánasjóður áfram að lána um ríflega helm- ing nýrra útlána, en útlán hjá sjóðnum námu 4,9 milljörðum króna. „Samhliða þessari útlána- aukningu jókst velta á fasteigna- markaðnum og má líklega að ein- hverju leyti rekja þennan viðsnúning til bættra verðbólgu- horfa og væntinga um aukinn kaupmátt í byrjun árs,“ segir greiningardeildin. Meðallánsfjárupphæð á hvern kaupsamning hækkaði um eina milljón milli nóvember og desem- ber, fór í um 13,9 milljónir króna miðað við höfuðborgarsvæðið og Akureyri. „Eftirspurn á fasteignamark- aði virðist því vera að aukast á nýjan leik þótt ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir af þessum tölum,“ segir greining- ardeild Kaupþings, en bendir um leið á að desember sé annar mán- uðurinn í röð sem útlán bank- anna aukist. „Og virðist því vera að birta til á fasteignamarkaði.“ Aukin bjartsýni er að hluta rakin til lækkunar virðisaukaskatts á matvæli og lækkunar tolla. Útlán til íbúðakaupa aukast Allar ávöxtunarleiðir Almenna líf- eyrissjóðsins skiluðu góðri ávöxt- un á síðasta ári vegna hækkana á innlendum og erlendum hlutabréf- um og veikingu íslensku krónunn- ar gagnvart Bandaríkjadal. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að heimsvísitala erlendra hlutabréfa hækkaði um 20,1 prósent í dölum í fyrra en um 36,6 prósent í íslenskum krónum þar sem krónan veiktist um 13,8 prósent gagnvart dal á árinu. Þá hækkaði vísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 15,2 prósent á sama tíma. Heildareignir Almenna lífeyris- sjóðsins námu 82,7 milljörðum króna við lok árs 2006 sem er 29 prósenta aukningu á milli ára. Góð ávöxtun- hjá Almenna Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust heildareignir lífeyrissjóð- anna um 219 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 og námu 1.439 milljörðum króna í nóvemberlok. Þetta sam- svarar átján prósenta aukningu frá ársbyrjun 2006, en eins pró- senta aukningu á milli mánaða. Erlend verðbréfaeign nam 404 milljörðum króna, um 28 prósent af heildareignum lífeyrissjóð- anna, og hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum. Til samanburðar námu erlendar eign- ir 24,5 prósentum af heildareign- um um áramótin 2005/06. Lífeyrissjóðirn- ir bæta við sig Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Hagnaður fyrir skatta nam 1,2 milljörðum króna, sem er 391 millj- ón króna meira en árið á undan. Arðsemi eigin fjár nam 28 pró- sentum samanborið við 22 prósent árið á undan en eigið fé Lýsingar nam rúmum 4,9 milljörðum króna í lok síðasta árs sem er rúmum 1,3 milljörðum krónum meira árið á undan. Í uppgjör Lýsingar kemur fram að árið hafi einkennst af miklum vexti en útlán Lýsingar jukust um 61,99 prósent á milli ára. Besta afkoma í sögu Lýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.