Fréttablaðið - 02.03.2007, Qupperneq 1
mest lesna dagblað á íslandi Sími: 550 5000
FÖSTUDAGUR
2. mars 2007 — 60. tölublað — 7. árgangur
veðrið í dag
Hamingjusöm
„Hvers vegna eru Íslendingar ham-
ingjusamir? Í fyrsta lagi mælast
fámennar þjóðir jafnan hamingju-
samari en fjölmennar, meðal ann-
ars vegna þess að menn lenda þar
sjaldnar utangarðs,“ segir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson.
Í DAG 26
ingibjörg sólrún gísladóttir
Eldar öndvegis nagla-
súpu úr afgöngum
matur tilboð
í miðju blaðsins
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Allt550 5880
Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eldar stundum
súpu úr afgöngum sem hún finnur í ísskápn-
um hjá sér. Súpuna kallar hún naglasúpu.„Ég kalla súpuna naglasúpu því ég elda hana úr
því sem til fellur heima hjá mér þegar ég gleymi
að koma við í búðinni eða kemst ekki í búðina og
þarf að búa eitthvað til í snarhasti,“ segir Ingi-
björg.
Súpan er mjög einföld og fljótlegt að elda hana
að sögn Ingibjargar. „Allt sem ég þarf að eiga
heima hjá mér er svolítið pasta og afgangsgræn-
meti í ísskápnum. Ég tek grænmetið; gulrætur,
lauk, púrru, chili og hvítlauk eða það sem til er og
saxa það niður og steiki. Ég hræri einum pakka
af minestronesúpu saman við grænmetið og set
svona einn og hálfan lítra af vatni út í og svolítið
af tómatpúrru. Síðan bæti ég út í kjötkrafti, papr-
ikudufti og nýrri steinselju ef ég á hana. Ég set
gjarnan líka chili út í svo að súpan rífi svolítið í.
Að lokum set ég tvisvar handfylli af pasta og sýð
allt saman í tíu mínútur, korter. Þá er komin alveg
öndvegis súpa.“Ingibjörg segir að þegar hún vilji hafa súpuna
virkilega góða kaupi hún stundum eitthvað sér-
staklega í hana. „Stundum kaupi ég út í súpuna
svona ferskt pasta með fyllingu og ef ég á skinku
eða beikon set ég það út í. Það er því svolítið
breytilegt hvernig súpan er en yfirleitt notast ég
bara við það sem til er. Það verður samt náttúru-
lega alltaf að vera til eitthvert grænmeti svo ég
geti eldað hana.“Naglasúpan er mjög vinsæll réttur á heimili
Ingibjargar að hennar sögn. „Svona súpa er bara
alveg heil máltíð ef hún er borðuð með góðu brauði
og smjöri og osti. Svo tekur bara örskamman tíma
að elda hana þannig að þetta getur verið góð redd-
ing fyrir upptekið fólk.“
Öndvegis naglasúpa úr afgöngum
Borgartúni 33 • 105 Reykjavík • 563 6900 • www.tolvutek.is
STÓRI
BÓKAMARKAÐURINN
Perlunni 1. – 11. mars
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18
!
–HEL
M
IN
G
U
R
IN
N B
URT! –
LÆ
K
K
U
N
VSK
VERÐ-
HRUN!
Þú finnur alltaf
réttu bókina!
Samtök sprota-
fyrirtækja
Samtök íslenskra
líftæknifyrirtækja
Samtök upplýsinga-
tæknifyrirtækja
Ráðstefna
föstudaginn 9. mars:
Upplýsingar, dagskrá
og skráning
á www.si.is
Samskipti
fjárfesta og
frumkvöðla
Karl sigurbjörnsson
Húðskammar Kompás
í harðorðu bréfi
Kristinn Hrafnsson settur út af sakramenntinu
fólK 54
Nýtt verk í Urriðaholti
Gabríela Friðriksdóttir
vinnur með lista-
mannatvíeykinu
sem kennir sig við
M/M.
menninG 36
Óhefðbundin
fegurð vinsæl
Matthildur Helgadóttir
fær engan vinnufrið fyrir
erlendum fjölmiðlum.
Fólk 54
HlÝnAnDi VeÐUR - Í dag verður
allhvöss og sums staðar hvöss
austanátt sunnan og vestan til,
annars hægari. Víða snjókoma með
morgninum en skúrir eða slydduél
sunnan til þegar líður á daginn.
Frostlaust sunnan til í dag, annars
frost.
VeÐUR 4
�� ��
��
�
�
Ótrúleg velgengni
Alfreð Gíslason stýrir
liði Gummersbach sem
hefur komið allra liða
mest á óvart í þýsku
úrvalsdeildinni í
handbolta.
ÍþRóTTiR 46
FJÁRmÁl Nauðungarsölur á fast-
eignum, sem framkvæmdar eru á
vegum Sýslumannsins í Reykjavík,
eru orðnar þrjátíu það sem af er
þessu ári. Ef fram heldur sem horf-
ir missa tæplega tvö hundruð fjöl-
skyldur húsnæði sitt á þessu ári, en
þær voru tæplega hundrað í fyrra.
Því stefnir í að nauðungarsölur
tvöfaldist í ár.
Fjögur hundruð beiðnir um upp-
boð hafa borist sýslumanni í ár.
Hlutfall seldra fasteigna miðað við
mótteknar beiðnir er 7,5 prósent
en var 3,5 prósent í fyrra.
Þuríður Árnadóttir, deildar-
stjóri fullnustudeildar hjá Sýslu-
manninum í Reykjavík, segir að
nauðungarsölum hafi fjölgað í
Reykjavík. „Þetta bendir til þess
að færri geta staðið í skilum nú því
vanskil eru meiri. Fólk á líklega
erfiðara með að útvega lánsfé til að
greiða niður lán sín,“ segir hún og
bætir því við að þetta séu mun
fleiri nauðungarsölur en höfðu
verið framkvæmdar hjá embætt-
inu á sama tíma í fyrra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu aðstoðar Sýslumanninn í
Reykjavík þessa dagana við að
hafa uppi á 120 einstaklingum sem
sýslumaður þarf að gera fjárnám
hjá. Þá eru þeir sem ekki hafa sinnt
boðun sóttir af lögreglu hvar sem
til þeirra næst og færðir til sýslu-
manns.
Þuríður segir að tíu til fimmtán
af þeim hafi gefið sig fram við
embættið að tilstuðlan lögreglunn-
ar. Hún segir að flestir þeirra hafi
ekki átt eignir sem hægt var að
gera fjárnám í. Rassía lögreglunn-
ar mun halda áfram næstu daga,
segir Þuríður. - ifv / sþs
Tvöfalt fleiri missa
húsnæði vegna skulda
Þrjátíu fjölskyldur hafa misst húsnæði sitt vegna skulda það sem af er þessu ári. Með
þessu áframhaldi verða þær tæplega tvö hundruð í lok árs, tvöfalt fleiri en í fyrra.
WASHinGTon, AP Fulltrúar íbúa
nyrst í Kanada halda því fram
að Bandaríkin hafi brotið gegn
mannréttindum þeirra með því
að losa svo mikið af gróður-
húsalofttegundum út í and-
rúmsloftið að umtalsverð
röskun hefur orðið á lífsháttum
þeirra vegna hlýnunar.
Loftlagsbreytingarnar eru
að „eyðileggja rétt okkar til
lífs, heilbrigðis, eigna og
lífsviðurværis“, sagði Sheila
Watt-Cloutier, fulltrúi inúíta, á
fundi hjá mannréttindanefnd
Ameríkuríkja í gær.
Hlýnunin setur meðal
annars veiðimenn í hættu
vegna þess hve ísinn er orðinn
ótraustur. - gb
Frumbyggjar Kanada:
Hlýnun er brot
á réttindum
DAnmÖRk Stríðsástand ríkti í
Kaupmannahöfn í gær, þegar sló í
brýnu milli
mótmælenda
og lögreglu,
sem vildi rýma
Ungdómshúsið
á Norðurbrú.
Þúsundir
manna söfnuð-
ust saman og
mótmæltu
aðgerðum
lögreglu.
Múrsteinum
var kastað og
táragasi beitt.
Meira en 250
mótmælendur
voru hand-
teknir, en andstaðan hélst fram á
kvöld og dreifðist um borgina.
Mótmælendur gengu svo fylktu
liði að Ráðhústorgi í gærkvöld.
Ungdómshúsið var afhent ungu
fólki til afnota árið 1982.
Það var selt fríkirkjusöfnuði
fyrir sex árum, en ungmennin
hafa neitað að rýma húsið fyrr en
önnur aðstaða fæst.
- kóþ, /gb / sjá síðu 8
Rýming Ungdómshússins:
Stríðsástand á
Norðurbrúnni
grímuKlæddur
Þessi ungi mótmæl-
andi vildi ekki láta
bera kennsl á sig.
ung stúlKa yfirbuguð af laganna vörðum Minnst 225 mótmælendur voru færðir í fangageymslur eftir að í brýnu sló milli
lögreglunnar og mótmælenda á Norðurbrú. Óeirðirnar stóðu enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Fréttablaðið/Hari