Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 24
2. mars 2007 FÖSTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
icex-15 7.370 +0,91% Fjöldi viðskipta: 1059
Velta: 12.508 milljónir
HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: 365 3,72 -0,54% ... Actavis 68,20
+1,04% ... Alfesca 4,77 +1,49% ... Atlantic Petroleum 590,00
+0,00% ... Atorka 7,34 -0,54% ... Bakkavör 62,40 +0,65% ...
Eimskipafélagið 36,90 -1,34% ... FL Group 30,20 +0,33% ... Glitnir
27,30 +0,37% ... Kaupþing 1.003 +1,72% ... Landsbankinn 31,90
+0,00% ... Marel 75,00 +1,35% ... Mosaic Fashions 15,70 +3,97%
... Straumur-Burðarás 20,20 +0,00% ... Össur 118,00 +0,86%
MEStA hæKKUn
Mosaic 3,97%
Kaupþing 1,72%
Alfesca 1,49%
MEStA LæKKUn
teymi 1,62%
eimskipafélagið 1,34%
Atorka 0,54%
Stuart Rose, forstjóri Marks &
Spencer, segir að fyrirtækið íhugi
að leggja fram tilboð í Sainsbury,
þriðju stærstu stórmarkaðakeðju
Bretlands. „Eignir sem þessar
koma ekki oft inn á markaðinn,“
sagði hann á miðvikudaginn og
bætti við að eigendur M&S myndu
álíta hann vera fífl ef hann skoð-
aði ekki málið.
Hlutabréf í Sainsbury hækk-
uðu um tæp átján prósent í febrú-
ar eftir að þrír fjárfestingasjóðir
undir forystu CVC Capital Partn-
ers sögðust vera að íhuga að taka
Sainsbury yfir. Það myndu verða
stærstu skuldsettu fyrirtækja-
kaup í evrópskri sögu.
Styrkur M&S liggur í fatnaði en
Sainsbury hefur sterka stöðu í
matvörunni. Ef félögin færu í eina
sæng mætti ná fram hagstæðari
samningum við birgja og spara
tugir milljónir punda í stjórnunar-
kostnað. Samanlögð velta félag-
anna yrði 25 milljarðar punda á
ári samanborið við 30 milljarða
punda hjá Tesco, stærstu stór-
markaðakeðju Bretlands.
Stjórnendur M&S ætla ekki að
svo stöddu að leggja fram form-
legt tilboð en áskilja sér rétt til
þess ef stjórn Sainsbury óskar
eftir slíku eða CVC Capital Partn-
ers setur fram formlegt yfir-
tökutilboð. - eþa
M&S fylgist grannt með Sainsbury
Sparisjóður Vestfirðinga skilaði
801 milljón króna í hagnað í fyrra
sem er 276,6 prósenta aukning á
milli ára. Þar af var tekjufærsla
skatta upp á 193 milljónir. Arð-
semi eigin fjár var 80 prósent.
Gengishagnaður skýrir þenn-
an mikla hagnað að mestu en
hann nam 944 milljónum króna.
SPVF átti eignarhlut í fjármála-
þjónustufyrirtækinu Existu
þegar það fór á hlutabréfamark-
að í haust og er enn meðal eig-
enda.
Athygli vekur að hreinar
vaxtatekjur voru 163 milljónir og
drógust saman um fjörutíu pró-
sent á milli ára.
Eignir sparisjóðsins námu
9.657 milljónum króna í árslok.
Eigið fé var 1.805 og óx um 80,5
prósent á nýliðnu ári. - eþa
Mikill gengishagn-
aður á Vestfjörðum
Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir.
Handhæg stafræn framköllun
Síminn og hans Petersen hafa skrifað undir
samning um stafræna framköllun í kjölfar þess
að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í
fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn
gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða
bæði í tölvu og á
sjónvarpsskjá auk
fleiri möguleika. Safn-
ið er sagt uppfylla
framtíðarsýn Símans
um stafræna tilveru
þar sem aukið virði
fyrir viðskiptavini
fyrirtækisins felist í að
hafa öruggan aðgang
að eigin gögnum í
þeirri gátt sem best hentar hverju sinni. Með
samstarfinu við hans Petersen verður eftir-
leiðis hægt að senda stafrænu ljósmyndirnar
í framköllun beint úr Safninu, ásamt því að fá
þær sendar heim eða sækja í næsta útibú hans
Petersen.
Fleiri kostir í stöðunni
Í kynningu Símans á samstarfinu í gær segir að
það muni auka enn gæði og þjón-
ustu við viðskiptavini fyrirtækisins
í gegnum Safnið. Margir kannast
hins vegar við og nota jafnvel
aðra vinsæla vistunarkosti fyrir
ljósmyndir á netinu. Má þar nefna
netsamfélag á borð við Flickr, sem
er í eigu Yahoo, eða Picasa ljós-
myndavef Google. Á þeim bæjum
hafa viðlíka samningar og Síminn
gerði við hans Petersen verið
gerðir við framköllunarstofur í Bandaríkjunum
og spurning hvort hans Petersen gæti ekki líka
hugað að því.
Peningaskápurinn ... MArKAðSPUNKtArActavis hefur gert samstarfssamning
við þýska sjúkrasamlagið Allgemeine
Ortskrankenkassen (AOK). Í samningn-
um felst að AOK mælir með að læknar
í Þýskalandi ávísi tilteknum lyfjum frá
Actavis í þeim tilgangi að lækka kostnað
í þýska heilbrigðiskerfinu.
Gengi Mosaic Fashions hækkaði um
tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í gær
eftir að Landsbankinn birti nýtt verðmat
þess. Í matinu er vænt verð bréfa 22,9
krónur á hlut en til samanburðar stóð
það í 15,70 við lokun markaðar í gær.
Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka
á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu
í gær. Mest lækkaði gengi frönsku
CAC-vísitölunnar, sem fór niður um 2,1
prósent.
Uppgjör Actavis
á pari við spár
Hagnaður Actavis árið
2006 nam níu milljörðum
króna. Vöxtur félagsins á
síðasta ársfjórðungi var
mestur í Mið- og Austur-
Evrópu og Bandaríkjun-
um.
Actavis skilaði tæplega 102,7
milljóna evra hagnaði á árinu
2006, sem nemur rúmlega níu
milljörðum króna. Hagnaðurinn
á fjórða ársfjórðungi nam 32,5
milljónum evra, um 2,9 milljörð-
um íslenskra króna.
Tekjur félagsins rúmlega tvö-
földuðust á árinu og námu 1.379
milljónum evra, 121 milljarði
íslenskra króna. EBITDA-fram-
legðarstig, hlutfall rekstrarhagn-
aðar fyrir skatta af rekstrartekj-
um, var 20,8 prósent. Tekjur á
síðasta fjórðungi jukust um átta-
tíu prósent í 350,2 milljónir evra.
EBITDA-framlegð á fjórðungn-
um nam 19,9 prósentum.
Hagnaður Actavis var að
mestu leyti í takti við spár grein-
ingardeilda Glitnis og Lands-
bankans. Tekjur og framlegð
voru hins vegar undir vænting-
um þeirra. Greiningardeild Kaup-
þings gerði ráð fyrir minni hagn-
aði á fjórðungnum, eða 23,5
milljónum króna. Skýrist það
meðal annars af því að gengis-
hagnaður ársins var mun hærri
en gert var ráð fyrir.
Vöxtur Actavis á fjórðungnum
var mestur í Mið- og Austur-Evr-
ópu og Asíu. Þar jókst sala um
31,3 prósent og nam 148,6 millj-
ónum evra. Þá var vöxtur einnig
góður í Bandaríkjunum. Salan
jókst einnig í Vestur-Evrópu,
Mið-Austurlöndum og Afríku.
Þar stóðu tekjur hins vegar í stað
vegna áhrifa af miklum verð-
lækkunum í Þýskalandi. Af sömu
ástæðu varð samdráttur í sölu til
þriðja aðila um 25,5 prósent.
Á kynningarfundi uppgjörsins
í gær kom fram að bandaríska
lyfjaeftirlitið hefði veitt Actavis
viðvörun í kjölfar skoðunar á
starfsemi félagsins í Little Falls í
New Jersey. Segjast stjórnendur
hafa brugðist við henni. Hún
muni engin fjárhagsleg áhrif
hafa á árinu 2007. - hhs
Fær hálfsárseinkasölu-
leyfi í Bandaríkjunum
Actavis hefur fengið sam-
þykki bandarísku mat-
væla- og lyfjastofnunar-
innar til að markaðssetja
meltingarfæralyfið
Ranitidine mixtúru
þar í landi.
Í tilkynningu Actavis
til Kauphallar Íslands
um málið kemur fram
að þar sem fyrirtækið
sé fyrst til að sækja
um markaðsleyfi á lyf-
inu hafi það fengið 180
daga einkarétt á sölu
þess. Lyfið er sagt
munu fara í dreifingu
á næstu vikum.
Róbert Wessman, for-
stjóri Actavis, fagnar einkarétt-
inum og segir þetta í fyrsta
sinn í sögu félagsins sem slíkur
áfangi náist. Hann segir vonir
standa til að lyfið verði á
meðal þeirra söluhæstu í
Bandaríkjunum á árinu.
Ranitidine mixtúra er
samheitalyf frumlyfsins
Zantac Syrup frá Glaxo-
SmithKline og er þriðja
lyfið sem Actavis markaðs-
setur í Bandaríkjunum á
árinu. Actavis segir að í
fyrra hafi sala lyfsins í
Bandaríkjunum numið um
121 milljón Bandaríkjadala,
sem nemur um átta millj-
örðum króna. - óká
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn
fimmtudaginn 15. mars 2007 kl. 16.00
í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
6. Tillögur um eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins:
a. Breyting á 3. gr. um starfssvæði félagsins.
b. Breyting á 6. gr. um að engin sérstök réttindi fylgi hlutum né að hluthafar
verði skyldaðir til að sæta innlausn.
c. Breyting á 15. gr. um að á dagskrá aðalfundar skuli vera ákvæði um að
ákvörðun skuli tekin um ráðstöfun tekjuafgangs og hvernig mæta skuli
rekstrarhalla, svo og að á dagskrá aðalfundar skuli vera tillaga um
starfskjarastefnu félagsins.
d. Um breytingu á 25. gr. þess efnis að félagsstjórn skuli leggja fyrir aðalfund
tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs og hvernig mæta skuli halla.
e. Ákvæði um að 26. gr. samþykktanna eigi ekki við þegar breyta skal 10. gr.
þeirra.
f. Endurskoðun á 27. gr. varðandi ákvörðun um slit á félaginu.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags).
9. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á hlutum í félaginu.
10. Önnur mál löglega fram borin.
Vakin er sérstök athygli á því að framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til
félagsstjórnar, Aðalstræti 6, Reykjavík, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn.
Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar
um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu,
hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og
hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.
Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Aðalfundur 2007
Aðalfundur TM
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
M
I
36
48
1
03
.2
0
0
7