Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 46
BLS. 10 | sirkus | 2. marS 2007
Lítil og látlaus athöfn
„Við gengum í það heilaga um
verslunarmannahelgina,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, en hún
og eiginmaður hennar, Hjörleifur
Sveinbjörnsson, höfðu búið saman í
tólf ár áður en þau létu pússa sig
saman árið 1994. Athöfnin og veislan
fóru fram í gróðurskála í Grasagarð-
inum í Laugardalnum og samkvæmt
Ingibjörgu rigndi lítillega á brúð-
kaupsdaginn. Spurð um brúðkaups-
kjólinn segist Ingibjörg hafa keypt sér
tvískiptan kjól. „Ég ákvað að kaupa
mér kjól sem ég gæti notað við ýmis
tilefni enda hafði ég engan áhuga á
brúðarkjól sem ég myndi aldrei nota.
Þetta var falleg og látlaus athöfn,
spilað var á tvær þverflautur og
aðeins nánustu vinir og fjölskylda
viðstödd. Við fórum ekki í neina
brúðkaupsferð heldur aðeins út að
borða með okkar nánustu vinum um
kvöldið,“ segir Ingibjörg og bætir við
að séra Karl Sigurbjörnsson hafi gefið
þau saman. Ingibjörg segir þau
Hjörleif sjaldan hafa hugsað út í
brúðkaup öll árin sem þau bjuggu
saman ógift. „Við hugsuðum lítið um
að formfesta þessa sambúð okkar en
þegar þess var gætt að ég ráðlagði
öðrum konum að gifta sig svo
réttarstaða þeirra væri skýr varð hálf
öfugsnúið að ég væri ógift. Við
ákváðum að slá til enda vorum við
löngu búin að gera það upp við okkur
að við ætluðum að ganga saman
okkar æviveg og styðja hvort annað
og styrkja.“
Hafði beðið hennar tvisvar
„Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og
veislan á Kaffi Reykjavík,“ segir
Andrés Þór Björnsson, innanhúss-
arkitekt og fyrrverandi Herra Ísland,
sem gekk að eiga kærustuna sína,
Evu Ingimarsdóttur, sem einnig er
innanhússarkitekt, hinn 10. júní í
fyrra. Andrés hafði beðið Evu tvisvar
áður en þau létu pússa sig saman.
„Fyrra bónorðið kom fyrir átta árum
þegar við vorum á leiðinni til
Akureyrar en Eva er að norðan. Í
Borgarfirðinum stoppaði ég bílinn og
batt fyrir augu hennar en ég hafði
komið fyrir kampavíni, jarðarberjum
og hringunum á fallegum stað. Síðan
fórum við út í nám og ekkert varð að
brúðkaupinu svo ég skellti mér á
skeljarnar aftur í Mílanó og þá var
þetta skothelt,“ segir hann brosandi.
Andrés og Eva héldu partí í brúð-
kaupsveislunni og voru sjálf síðust til
að yfirgefa fjörið. „Þetta var frábær
endir á frábærum degi. Við höfðum
gist hvort í sínu lagi daginn fyrir
brúðkaupið svo ég sá Evu ekki í kjóln-
um fyrr en í kirkjunni og hún var
stórglæsileg. Um kvöldið leigðum við
hljómsveit og barinn var opinn alla
nóttina. Um fjögurleytið röltum við
svo á svítuna sem við höfðum leigt
okkur.“ Spurður um brúðkaupsferð
segir Andrés að öll fjölskyldan hafi
farið saman til Mallorka. „Við eigum
tvö börn, strák sem er tveggja ára og
sjö ára dóttur. Við tókum þau með
okkur í týpíska og notalega fjöl-
skylduferð til Mallorka.“ Andrés Þór Björnsson og Eva Ingimarsdóttir giftu sig í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hjörleifur
Sveinbjörnsson á brúðkaupsdaginn.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorkell Jóelsson.
Halldóra Björnsdóttir og dætur hennar á
brúðkaupsdaginn.
BrúðkaupSdagurinn
er einn aLLra
StærSti dagurinn í
Lífi fLeStra. SirkuS
ræddi við fjögur
áStfangin hjón og
Spurði út í Brúð-
kaupSdaginn. öLL
eru þau SammáLa
um að dagurinn
hafi verið
yndiSLegur.
DAGuR
óGLEymAnLEGuR
ynDISLEGuR
Hugsuðu málið í 13 ár
„Við hugsuðum okkur um í 13 ár
áður en við létum loks til skara
skríða,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona en hún og eiginmaður
hennar, Þorkell Jóelsson, gengu í það
heilaga hinn 20. júní árið 1987.
Sigrún og Þorkell ætluðu sér að
flytja búferlum til Ítalíu en þar gátu
aðeins hjón leigt íbúð. „Þetta hafði
þó staðið til lengi,“ segir hún og
bætir við að Ítalíuferðin hafi ýtt á
þau. „Dagurinn var ógleymanlegur
en athöfnin fór fram í Mosfellskirkju
í frábæru veðri sem spillti ekki fyrir.
Veislan fór svo fram í félagsheimil-
inu Fólkvangi á Kjalarnesi.“ Diddú
gifti sig í jakka sem saumaður var af
Maríu Lovísu en tengdamamma
hennar saumaði pilsið. Í tilefni
dagsins fór hún í hárgreiðslu og lét í
fyrsta skiptið á ævinni lakka neglur
sínar. „Hárgreiðslan var einföld þar
sem ég var með stutt hár en ég var
ofsalega fín með hárauðar neglurn-
ar,“ segir hún hlæjandi og bætir við
að þau hjónakornin hafi ekki setið á
altarinu eins og venjan sé. „Kirkjan
var troðfull af gestum og við urðum
að sitja á fremsta bekk ásamt
foreldrum okkar. Það var varla pláss
fyrir okkur,“ segir Diddú og hlær
dátt. „Mamma, tengdamamma og
systur mínar hjálpuðu mér að útbúa
pinnamat og snittur og svo var
sungið og dansað í veislunni enda
mikið af hæfileikaríku fólki í
kringum okkar. Um kvöldið fórum
við fínt út að borða en þangað komu
um 30 bestu vinir okkar svo veislan
hélt áfram. Þetta var yndislegur
dagur.“
Keypti brúðkaupskjólinn
mörgum árum áður
„Dagurinn var alveg yndislegur en
athöfnin fór fram í Háteigskirkju,“
segir Halldóra Björnsdóttir leikkona
sem giftist eiginmanni sínum, Úlfari
Lúðvíkssyni, 28. ágúst árið 1999. Um
litla og notalega athöfn var að ræða
þar sem aðeins nánustu fjölskyldu
var boðið. Spurð um bónorðið segir
Halldóra að Úlfar hafi ekki farið
niður á hnén. „Hann gaf mér hins
vegar svo fallega hálsfesti þegar hann
kom úr ferðalagi frá Kína um vorið
að ég ákvað að giftast honum,“ segir
hún en þau höfðu verið saman í tólf
ár áður en þau létu pússa sig saman.
Halldóra hafði fjárfest í brúðkaups-
kjólnum nokkrum árum áður og
hálsfestin smellpassaði við kjólinn.
„Ég sá kjólinn í búðarglugga á
Laugaveginum og fannst hann svo
fallegur. Ég greiddi mánaðarlega inn
á hann þangað til ég eignaðist hann
en svo var hann geymdur inni í skáp
þangað til við höfðum ákveðið
daginn. Úlfar vissi aldrei neitt um
kjólinn,“ segir Halldóra brosandi og
bætir við að dagurinn hafi verið
yndislegur. „Þrátt fyrir að athöfnin
hafi verið lítil var þetta allt svo
hátíðlegt og æðislegt.“
indiana@frettabladid.is