Fréttablaðið - 07.03.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.03.2007, Qupperneq 4
MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga Farbann varð gagn- lítið úrræði fyrir lögreglu þegar Íslendingar urðu þátttakendur í Schengen-samstarfinu árið 2001. Kerfið hefur ekki brugðist fylli- lega við þeim breytingum. Þetta segir Sigurgeir Ómar Sigmunds- son, lögreglufulltrúi alþjóðadeild- ar Ríkislögreglustjóra. Íslenska lögreglan lýsir eftir fjórum mönnum hjá Alþjóðalög- reglunni Interpol. Tveir mann- anna eiga eftir að afplána dóm Hæstaréttar, einn á eftir að afplána dóm héraðsdóms en sá fjórði stakk af eftir að hafa fengið úrskurð um að mæta fyrir héraðs- dóm. Sigurgeir bendir á að farbann sé ekki til þess fallið að tryggja það að fólk komist ekki af landi brott án vegabréfs til annars lands innan Schengen-svæðisins. Þörf sé fyrir að skoða beitingu gæslu- varðhalds í fleiri tilvikum, sér- staklega þegar fjallað er um saka- mál útlendinga sem lítil tengsl eða engin tengsl hafa hér á landi. „Okkur er í nöp við þetta úrræði vegna þess hversu gagnslítið það er,“ segir Sigurgeir. Brot þeirra manna sem íslenska lögreglan lýsir eftir eru alvarleg. Sá sem lengst hefur verið eftir- lýstur er Ali Zerbout, rúmlega fer- tugur Alsírbúi, sem var dæmdur í sex ára fangelsi í Hæstarétti í maí 2002 fyrir tilraun til manndráps. Hann hafði stungið mann tvisvar með hnífi og kastað hnífi að vitni. Davíð Garðarsson, tæplega fer- tugur Íslendingur, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti 1. desember 2005 fyrir að hafa nauðgað stúlku í nóvem- ber 2004. Samkvæmt dómsorði ógnaði Davíð stúlkunni með dúka- hníf til að koma fram vilja sínum. Hann átti að baki langan sakaferil en flúði land og hefur ekki afplán- að dóminn. Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasaid, 29 ára karlmaður frá Jórdaníu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot í maí á síðasta ári. Hann bað um frest til afplánunar og meðan hann sætti farbanni útvegaði hann sér far úr landi með skútu sem lagði frá Reykjavíkurhöfn í september. Sá fjórði af þeim eftirlýstu er Pap Ousman Kweko Secka, 33 ára karlmaður frá Gana. Sigurgeir segir að tvær ákærur hafi legið hjá ríkissaksóknara yfir honum. Önnur ákæran var vegna gruns um nauðgun, hin vegna gruns um misneytingu. Hann átti að mæta fyrir héraðsdóm í desember 2005 en gerði ekki. Farbann gagnslítið úrræði Fjórir menn eru eftirlýstir af íslenskum lögregluyfirvöldum hjá Interpol. Lögreglufulltrúi alþjóðadeildar Ríkis- lögreglustjóra segir kerfið ekki hafa brugðist við því hve farbann sé orðið gagnslítið úrræði fyrir lögreglu. Þörf sé að skoða beitingu gæsluvarðhalds í fleiri tilvikum, sérstaklega þegar fjallað er um sakamál útlendinga. Ísland hefur verið þátttakandi í Schengen-samstarfinu frá því í mars 2001. Hægt er að ferðast um á Schengen-svæðinu án þess að framvísa vegabréfum á landamærum. Þess er hins vegar krafist að þeir sem ferðast á svæðinu hafi meðferðis gild persónuskilríki til að þeir geti sannað á sér deili hvenær sem krafist er. Íslenskir ferðamenn þurfa þó ávallt að framvísa vegabréfum þar sem engin önnur raunveruleg persónuskilríki eru gefin út hér á landi. Fimmtán Evrópuríki eru fullir þátttakend- ur í Schengen-samstarfinu. Þetta eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Portúgal og Grikkland. Steinunn Guðbjarts- dóttir hæstaréttarlögmaður segir að erfitt geti reynst að tryggja að menn komist ekki úr landi þrátt fyrir farbann á Schengen- svæðinu. Hún segir mikilvægt að menn hefji afplánun sem fyrst eftir að dómur er fallinn til að koma í veg fyrir að þeir komi sér úr landi og frá refsingu. „Varðandi önnur úrræði [en farbann] til að tryggja að menn stingi ekki af þá kemur gæslu- varðhald helst til greina. Það eru hins vegar ströng skilyrði fyrir því að því sé beitt í þessu skyni,“ segir Steinunn og útskýrir að fyrir þurfi að liggja sönnun um að ætla megi að viðkomandi muni reyna að komast úr landi eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar. Erfitt að koma í veg fyrir flótta Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsár- ás, sem meðal annars leiddi til þess að fimm tennur brotnuðu í fórnarlambinu. Atvikið átti sér stað í janúar 2006 á veitingastað við Klappar- stíg í Reykjavík. Maðurinn sló konu í andlitið með glerglasi með fyrrgreindum afleiðingum, auk þess sem hún hlaut fjögur hruflsár á hálsi og sár og bólgu á neðri vör. Braut fimm tennur í konu Hópur ungmenna sem áður hélt til í Ungdómshúsinu á Norðurbrú krefst þess að yfirvöld láti þeim í té nýtt hús. Hópurinn, sem kallar sig Ungdómshús núna! ætlar að halda til á götum borgarinnar þangað til af því verður að því er talskona hópsins, Sune Andersen, tjáði fréttavef Nyhedsavisen. „Við erum þvinguð á götuna gegn okkar vilja. Þetta er val stjórnmálamannanna að við höfum ekki lengur sam- komustað. [...] Því sjáum við enga aðra leið en að halda til á götunni.“ Yfir þúsund manns mættu á götuhátíð sem hópurinn bauð til í gær. Heimta nýtt ungdómshús Verslunareigendur á Norðurbrú hafa tapað allt að einni milljón króna á degi hverjum frá því að óeirðaástand skapaðist þar eftir að mótmæli vegna rýmingar Ungdómshússins fóru úr böndun- um. Fréttavefur Politiken hefur þetta eftir Johnny Beyer, formanni verslunarmannafélags Norðurbrú- ar, sem segir skýringuna fyrst og fremst vera skort á viðskiptavin- um. „Ég hef heyrt um búðir sem hafa verið að selja 50 prósent minna en venjulega, en meðaltalið er í kringum þriðjungur af venjulegri veltu.“ Verslunareigendur hafa ekki enn gefið upp tjónskostnað vegna rúðna sem voru brotnar og annarra skemmdarverka. En það er aðeins brot af þeim kostnaði sem skortur á veltu veldur, að sögn Beyer, þar sem tryggingarnar nái ekki yfir það eins og skemmdir. Verslunarmannafélagið áætlar að það geti tekið átta til fjórtán daga fyrir verslun á svæðinu að komast í samt lag, að því gefnu að ekki verði meira um ólæti. Niðurrif Ungdómshússins hélt áfram í gær. Kveikt var í tveimur bílum sem fluttu brak og hafa fleiri fyrirtæki sem koma að verkinu til- kynnt um skemmdarverk á búnaði. Lögregla handtók nokkra mótmæl- endur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.