Fréttablaðið - 07.03.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.03.2007, Qupperneq 12
 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að „hugleiðing“ eða „skilaboð vegna verðlagningar 2006“ sem minnst er á í fundargerðum SAF hafi aldrei verið send til félagsmanna í fréttabréfi. Þess í stað hafi verið ákveðið að halda námskeið í tekjustýringu og gengistryggingu fyrir hótel innan samtakanna. „Síðan höfum við ugglaust spjallað um þetta á fundum, ég man þetta ekki, þetta er fyrir svo löngu síðan,“ segir Erna. Í fundargerð frá apríl 2005 kemur fram að stjórnarformaður SAF hafi haft áhyggjur af gengis- þróun og fáum bókunum og „ræddi hvort ekki þyrfti að senda félags- mönnum einhver skilaboð vegna verðlagningar 2006. Tóku stjórn- armenn undir það. Var ákveðið að senda hugleiðingu í fréttabréfi.“ Erna segist hafa leitað í frétta- bréfum að téðri hugleiðingu, en ekkert fundið. „Enda færum við aldrei að senda eitthvað sem brýt- ur í bága við lög, í fréttabréfi sem fer inn á alla fjölmiðla, allar ríkis- stofnanir, ráðuneyti og Neytenda- samtökin.“ Húsleit Samkeppnisstofnunar kom Ernu mjög á óvart, „því hér erum við löghlýðin eins og félög kappkosta að vera yfirleitt“. Erna segir starfsemi SAF mið- ast við að gera fyrirtækin hæfari til að keppa á alþjóðamarkaði. Það sé meðal annars gert með fyrr- greindu fræðslustarfi. Hugleiðingin var aldrei send Endurskoðandi sem kom að stofnun einkahlutafélags- ins Fjárfars gagnrýndi Tryggva Jónsson, einn ákærðu í málinu, harðlega þegar hann bar vitni í Baugsmálinu í gær. Hann sagði að settur hefði verið á svið leik- þáttur sem hann hefði ekki ímyndað sér að hann væri að taka þátt í. Margt virðist á huldu með Fjárfar, en nokkuð rofaði til þegar fyrrum stjórnarformaður, end- urskoðandi og hluthaf- ar voru leiddir fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur sem vitni í Baugsmálinu í gær. Fjárfar kemur við sögu í þremur ákæruliðum þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er meðal annars ákærður fyrir ólög- mætar lánveitingar frá Baugi. Sækjandi í málinu heldur því fram að Jón Ásgeir hafi í raun stjórnað Fjárfari. „Það er eins og þetta hafi allt verið sviðsett,“ sagði Aðalsteinn Hákonarson, fyrrverandi endur- skoðandi hjá KPMG. Hann kom að stofnun Fjárfars árið 1998 að beiðni Tryggva Jónssonar, sem var aðstoð- arforstjóri Baugs. Aðalsteinn sagði að hann hefði treyst Tryggva, sem var á þeim tíma stjórnarformaður Fjármála- eftirlitsins, til að sjá til þess að hlutafé í Fjárfari yrði greitt. Það hefði ekki gengið eftir. Spurður um eigendur fyrirtæk- isins, sem hann hélt að væru hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísla- dóttir, sagðist Aðalsteinn eingöngu hafa verið í sambandi við Tryggva. „Hann sagði mér að ekki þýddi að ræða við formlega stofnendur, þeir væru bara leppar í þessu,“ sagði Aðalsteinn. Helgi Jóhannesson lögmaður var stjórnarformaður Fjárfars frá árslokum 1999 til byrjunar árs 2002. Hann sagði í gær að í ljós hefði komið að raunverulegur eig- andi hluta þess hlutafjár sem Fjár- far var skráð fyrir hefði verið Ingi- björg Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs, og talsverð vinna hefði farið í að aðskilja þau bréf frá raunverulegum eignum Fjárfars. Fram kom í máli Helga að öll hans sam- skipti vegna Fjár- fars hefðu verið við Kristínu Jóhannes- dóttur, fram- kvæmdastjóra Fjárfestinga- félagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs. Hún hefði sagt sér að upplýsingar hennar væru komnar frá Jóni Ásgeiri, sem hefði einnig tekið ákvarðanir fyrir félagið. Helgi sagði að hann hefði ekki vitað hverjir voru hluthafar í upphafi, en það hefði komið í ljós síðar. Í ársreikningi Fjárfars fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 hafi eigandi yfir 90% hlutafjár í Fjárfari verið Helga Gísladóttir, sem átti 10-11 verslanakeðjuna til ársins 1999 ásamt eiginmanni sínum. Helgi sagðist hafa fengið staðfestingu Helgu um það. Helga og Eiríkur komu einnig fyrir dóminn í gær. Helga sagðist ekki skilja hvers vegna hún hefði verið sögð eiga yfir 90% hlut í Fjár- fari, hún hafi aldrei átt hlut í félag- inu. Eiríkur sagði þó að í árslok 2000 hefðu þau gert Jóni Ásgeiri þann greiða að leyfa honum að skrá þau sem eigendur Fjárfars í um það bil þrjár vikur, en á máli hans mátti skilja að það hafi verið sýndargjörningur. Leppar stofn- uðu Fjárfar Settur var á svið leikþáttur við stofnun einkahluta- félagsins Fjárfars, og eigendur þess voru aðeins leppar, samkvæmt endurskoðanda félagsins. BAUGS M Á L I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.