Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 21

Fréttablaðið - 07.03.2007, Page 21
Samkvæmt áreiðanleikarann- sókn breska tryggingafyrirtæk- isins Warranty Direct er Skoda bestu kaupin í notuðum bílum. Jeep kemur hins vegar verst út. Warranty Direct selur ábyrgðar- tryggingar fyrir allt að tíu ára gamla bíla. Þeir safna saman töl- fræði yfir hversu oft bílar á þeirra skrá bila, og hvað kostar að gera við þá. Þúsundir bíla eru á skrá fyrirtækisins og árlega fær það bótakröfur upp á milljarða króna. Á síðunni www.reliabilityind- ex.co.uk er listi yfir hversu áreið- anlegir framleiðend- ur og einstakir bílar eru þegar kemur að bil- anatíðni og viðgerðar- kostnaði. Áreiðanleiki bíla er reiknaður út frá því hversu stór prósenta eigenda setti fram bóta- kröfu og hversu há krafan var. Sú bílategund sem best kemur út er Skoda. Uppgangur Tékk- anna (ætti kannski að segja Þjóð- verjanna þar sem Skoda er í eigu Volkswagen) virðist engan endi ætla að taka og nú bæta þeir titl- inum „áreiðanlegasti notaði bíll- inn“ í safnið. Fast á hæla Skoda fylgir Mazda, en fyrirtækið hefur í áratugi framleitt bíla sem end- ast og endast. Athygli vekur að sportbíllinn Mazda MX-5 er einn af áreiðanlegustu bílunum en tveggja sæta sportbíll sem sjald- an bilar er eins og gott Evróvi- sjón-lag. Afar sjaldgæft. Í þriðja sæti er Honda, en Honda Accord er áreiðanlegasti notaði bíllinn samkvæmt listan- um. Svo kemur Suzuki, síðan Ford og í sjötta sæti situr Lexus, sem lengi vel vermdi toppsætið (IS200 er og hefur alltaf verið afar áreið- anlegur bíll). Porsche kemur mjög illa út á listanum. Ekki vegna þess að þeir bili oft heldur vegna þess hversu dýrt er að gera við þá. Sá bíll er kemur hins vegar verst út er Jeep. Bílar frá fyrirtækinu bila oft og er viðgerðarkostnaðurinn mikill. Þar fór ameríski draumur- inn fyrir lítið. Áreiðanleiki notaðra bíla Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu sei’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Vasta hux’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.