Fréttablaðið - 07.03.2007, Síða 38
Miss Hawaiian-Tropic
keppnin var haldin á Nasa
á laugardaginn en þar
kepptu tíu stúlkur um hylli
dómnefndar. Bikiní eins
keppandans vakti athygli
enda skrýddist hún íslenska
fánanum.
„Forsætisráðuneytið hefur ekki
gefið leyfi fyrir notkun fánans
með þessum hætti og gerir það
ekki nema með alveg sérstökum
undantekningum,“ segir Þórhall-
ur Vilhjálmsson í forsætisráðu-
neytinu um það atvik að einn
keppenda í Miss Hawaiian Tropic
síðasta laugardag, Anna Nicole
Grayson, kom fram í forláta-bik-
iníi sem hannað var í íslenska
fánanum. Engar kvartanir hafa
borist til forsætisráðuneytisins
en Þórhallur telur nokkuð víst að
þarna hafi fánalögin verið
brotin.
„Þetta ætti að vera
eitthvað sem fólk gæti
kært til lögreglu
enda varða brot á
fánalögum við
refsingu eða
fjársektum og
kemur til kasta
lögreglu,“
útskýrir Þór-
hallur.
Ásdís Rán
Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmda-
stjóri Hawaiian-Tropic, kom af
fjöllum þegar Fréttablaðið bar
undir hana þetta hugsanlega laga-
brot. „Stúlkurnar fengu það hlut-
verk að hanna bikiní með íslensku
þema og ég hafði ekki séð þau
áður en keppendurnir klæddust
þeim,“ útskýrir Ásdís sem þótti
það auðvitað miður ef þarna
hefðu einhver lög verið brotin.
„Hugmyndin kom bara af
sjálfu sér og ég vissi reyndar ekki
að þetta gæti brotið í bága við
lög,“ segir Anna Nicole Grayson
sem hannaði bikiníið og klæddist
því í keppninni. Hún segir að
engin þeirra sem saumuðu bikiní-
ið hafi gert athugasemdir við
notkunina á fánanum.
Íslensk fánalög eru ákaflega
ströng og skýr og eru fordæmi
fyrir því að hópar og einstakling-
ar hafi verið dæmdir fyrir að
virða reglur um notkun á honum
að vettugi. Í 12. grein fánalaga
stendur meðal annars að:
„Enginn má óvirða
þjóðfánann, hvorki í
orði né verki.
Óheimilt er að nota
þjóðfánann sem
einkamerki ein-
staklinga, félaga
eða stofnana eða
auðkennismerki
á aðgöngumið-
um, samskota-
merkjum eða
öðru þess hátt-
ar.“
Lindsay Lohan
fór út að
skemmta sér í
Los Angeles
um helgina,
aðeins nokkr-
um vikum
eftir að hún
kom úr með-
ferð. Leikkon-
an unga þótti
líta fremur
tuskulega út,
var óvenju
grönn og var
með risastór
sólgleraugu
til að hylja andlit sitt. Til Lindsay
sást á hóteli í LA eftir að hún kom
af skemmtistaðnum Teddy‘s sem
hún stundar reglulega. „Hún leit
ekki vel út en ég veit ekki hvort
hún var að drekka,“ sagði einn
hótelgestanna.
Lindsay á
djamminu
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
5
5
6
2
LAAAAAA