Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 26. ágúst 1979. Tímamynd: Tryggvi Björn Þorle^sson: „Viljum ná til þeirra, sem viö höfum ekki verið i beinu sambandi viö áöur". „Ég vona að ekkert mistakist svo að maður verði ekki orðinn flóttamaður Er fulltrúar frá Rauöa krossi tslands fara utan nk. miövikudag til þess að sækja víetnamska flóttafólkið til eyjunnar Pulau-Bidong í Suður-Kínahafi, veröa nokkur tímamót í f lóttamannahjálp okkar, því að aldrei fyrr í sögunni höfum við tekið við flóttafólki af svo f jarlægum og framandi slóðum. Þeir sem bera hita og þunga af framkvæmd hjálparinnar í þetta sinn eru séra Sigurður H. Guðmundsson, stjórn- armaður í Rauða krossi Islands og Björn Þorleifsson félagsráðgjafi. Við fengum Björn til þess að segja okkur frá helstu skipulagsatriðum og hvað fyrirætlað er að bíði f lóttafólksins við komuna til Islands. En fyrst var Björn spurður að því, hvern- ig staðið hefði veriðað vali manna í framkvæmdanefndina. á næsta ári... ff Stœrsta félagslega verkefnið” • — Þaö þótti ekki óeölilegt aö fela okkur framkvæmd þessa máls. Séra Siguröur er i stjórn RKl og sérstakur áhugamaöur um félagsleg verkefni. Sjálfur hef ég starfaö siöustu þrjú árin hjá Rauöa krossinum og hef verið við heilbrigðis- og félags- máladeild. Þaö sem til þurfti var einmitt þekking á starfsemi Rauöa krossins almennt og fé- lagsleg þekking. Ég get ekki annað sagt, en aö ég sé glaöur yfir að fá aö annast komu flótta- fólksins, enda er þetta stærsta félagslega verkefniö, sem RKÍ hefur tekið aö sér siöan i Vest- mannaeyjagosinu. Þú getur kannski rakiö upp- haf málsins? — Þaö kom beiöni til Rauöa krossins frá rikisstjórninni um að Rauöi krossinn veldi og skipulegði komu 30 flóttamanna frá Vietnam. Beiöni þessi var samþykkt á stjórnarfundi og fórum við strax að vinna viö á- ætlanagerð. M.a. var séra SigUrði falið að fara til Kaup- mannahafnar og kynna sér, hvernig Danir stæöu aö slikri hjálp. Kom i ljós, að áætlunum okkar var i mörgu ábótavant og var þá bætt um betur. Einnig hafði þessi ferð til Danmerkur mjög góð áhrif, hvaö varöaöi samskipti okkar viö dönsku flótlamannahjálpina og danska Rauða krossinn, en Danir hafa mikla reynslu á þessu sviöi. ff Fáum sömu meðhöndlun og flóttamennirnir*9 ' Hvað var það aðallega, sem þið höfðuð ekki séð fyrir? — Það var margt smávegis, en lika mikilvægir hlutir. — Þegar fólkiö kemur úr flótta- mannabúöunum, er það þjáö af langvarandi næringarskorti. Þvi veröur að fara mjög varlega i matargjafir og börnin mega t.d. ekki fá mjólk fyrst i stað. Annað mikilvægt atriöi i mót- tökunni er læknisskoöunin og einangrun, sem getur staöiö i um þrjá til sjö daga. Veröur þess vandlega gætt að fólkið beri ekki með sér smitsjúkdóma af neinu tæi og þessa fyrstu daga fær þaö almenna aöhlynn- ingu og mat. Siöan er ætlunin að koma öllum fjölskyldunum fyrir i einu rúmgóðu húsi og eftir það geta þær séö að miklu leyti um sig sjálfar. — Það þarf ekki aö taka fram, aö viö fylgdarmenn- irnir, — en meö mér fer Björn Friðfinnsson f jármálastjóri Reykjavikurborgar, — fáum sömu meðhöndlun i móttöku- stöðinni og flóttamennirnir. Þegar byrjunarörðugleikarn- ir hafa verið yfirstignir, hvaö tekur þá við? — Fyrstu móttökuatriðin eru erfiöust og þau þarf aö skipu- leggja best. En þegar fólkiö veröur komiö i öruggt húsnæði hér á landi og hefur fengið fæöi og klæöi, hefst strangt mála- nám. Viö veröum að dengja i fólkið eins mikilli islensku og það þolir og einnig verður aö kenna þvi „átthagafræöi” og leiöa þaö i allan sannleika um þaö, hvernig hlutir ganga fyrir sig hér. Þaö þarf að kenna þvi aö fara i verslanir og gera mat- arinnkaup og viö þaö verkefni væntum viö aðstoöar sjálfboða- liöa, sem myndu hjálpa fólkinu fyrstu skrefin. Aölögunartimi er áætlaður eitt ár og nær starf mitt a.m.k. fram á næsta sum- ar. En eftir árið er meiningin, að þeir, sem geta, fari út i at- vinnulifiö. Börnin fara auövitað eins fljótt og auöiö er i skóla og þau allra yngstu i leikskóla. Börn eru nú yfirleitt fljót að gripa mál og eru þá vis með að hjálpa upp á nám foreldranna. — Viö vitum ekki enn, hvort þetta fólk hefur haldbæra reynsluJeða menntun, sem það kæmi til með aö geta notfært sér. Otrúlega slœm skilyrði á Pulau-Bidong Verður valiö erfitt? — Það skilyröi,, sem utan- rikisráöuneytiö hefur sett, eru væg, en tilhneiging þjóöa til þessa hefur verið aö setja flótta- mönnunum ströng skilyrði um menntun og aldur, og hefur aft- Rætt við Björn Þorleifsson félagsráðgjafa, sem verður aðaltengiliður víetnamska flóttafólksins sem kemur í næsta mánuði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.