Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 26. ágúst 1979. 7 Asta Kristjánsdóttir: „Gott aö vera i Kina, en fegin aö vera komin heim”. Asta fræddi okkur á þvi, aö Island héti á kinversku „Bing-dao”. Ekki sem verst. Ætli komi ekki aö þvi, aö isiendingar taki upp töku- orö úr kinvcrsku innan skamms. Timamynd: Tryggvi. » . - 1 Texti: Fanney Myndir: Tryggvi Rætt við Ástu Kristjánsdóttur, sem verður einn af túlkunum, þegar víetnömsku flóttamennirnir koma „Lítil hætta á að þetta fólk verði uppá- þrengj- andi” Fl — Ein af þeim/ sem mun túlka fyrir víetnamska f lóttafólkið/ þegar það kemur hingað til lands, er Ásta Kristjánsdóttir, 23 ára gömul Reykjavíkurmær, en hún er nýkomin frá Peking eftir þriggja ára náms- dvöl þar. Við ræddum við hana á heimili foreldra hennar að Birkimel 8. „Ég kom heim i júni sl. frá Kina, þar sem ég las kinverska sögu, forna og nýja,” sagöi Asta, og sagöi hún aö kennslan heföi fariö fram i fyrirlestrar- formi. „Þaö tók mig um eitt ár aö læra aö fylgjast meö fyrir- lestrunum en lang erfiöast er aö læra aö skrifa máliö.” Asta sagöi aö taliö væri nauösynlegt aö kunna um 2 þúsund tákn til þess aö lesa blööin, en táknin eru um 20—30 þúsund. „Á meöan ég var þarna úti vorum viö fimm tslendingar viö nám, allir I Peking, en margir erlendir stúdentar eru einnig I Shanghai og Kanton.” Asta sagöist ekki vita, hvort hún gæti notfært sér kunnáttu sina mikiö á Islandi, en talaö væri um aö hefja kinverskukennslu i Hamrahliö og opnuöust þá leiöir fyrir þá fáu, sem kunna þetta mál. Fyrsta áriö, sem Asta var úti bjó hún á garöi viö málaskólann I Peking, en siöar á garöi viö háskólann. Erlendu stúdentarn- ir höföu kinverska herbergisfé- laga, sem aftur hjálpuöu þeim I málanáminu. Voru tveir og tveir á herbergi. „Ég varö ekk- ert aö breyta venjum minum i neinu, og reyndi ekkert sérstak- lega aö falla inn i umhverfiö, enda eru Kinverjar skilnings- rikir á venjur útlendinga.” Asta sagöi, aö sér heföi mætt mikil gestrisni og gaman væri aö sækja Kinverja heim. Margir réttir væru á boöstólum og gætti heimilisfólkið þess að boröa litiö viö boröiö, en talaði þeim mun meira. Gestir geta hins vegar ekki bragöaö siöustu réttina svo úttroðnir eru þeir orönir. Um daglegt mataræöi i Kina haföi Asta þaö að segja, aö mest væri af grænmeti á boröum, mjólkurvörur væru skammtaö- ar og mjólk aöeins fyrir börn og útlendinga. „Kinverjar drekka mest bjór og sterk vin og þaö eru einu drykkirnir á veitinga- húsum. En þeir eru langt frá þvi aö vera alkóhólistar, þvi aö þeir neyta áfengra drykkja aöeins meö mat”. t Kina er aöeins einn fridagur á viku, en fólk hvilir sig yfir miöjan daginn milli 12 og tvö. I Peking getur oröiö mjög kalt og getur kuldinn fariö niöur fyrir minus 20 stig. Kinverjar eru sagöir litlir dansmenn? (En sú spurning!) — Já, þaö eru engir dansstaö- ir, en fólk fer þeim mun oftar i kvikmyndahús og nú siðustu ár- in hefur kvikmyndagerö staöiö meö miklum blóma I Kina. bá er efnið oft sótt i gamla timann, eöa þá striöiö við Japani og frelsunina upp úr þvi. A allra siöustu árum hefur einnig verið boöiö upp á hasarmyndir. Þaö er stundum sagt, aö Kín- verjar séu rómantiskir? — Já, þeir eru afskaplega rómantiskir og þá á ég viö feg- uröarmat þeirra. Þeir eru ekki ánægöir fyrr en hlutirnir hafa náð vissri fullkomnun. Heidur þú aö viö vinnum Vi- etnömunum óbætanlegt tjón meö þvi aö flytja þá hingaö eins og margir hafa haft á oröi? — Nei, þaö get ég ekki Imynd- aö mér. Ég get ekki séö, aö þeir eigi aö veröa fyrir einhverju óbætanlegu tjóni, hvorki þeir né íslendingar. Þaö er ein grein dulins kynþáttahaturs að full- yröa aö fólki, sem lifaö hefur viö sult og seyru, sé geröur óleikur meö þvi aö flytja þaö i allsnægt- ir. Margir óttast, aö þetta fólk veröi uppáþrengjandi i vin- skap? — Ég held, að þaö sé litil hætta á þvi. Þeir sem óttast slikt, ættu ekkert aö vingast viö þetta fólk. Frá minum bæjar- dyrum séð er þetta vingjarnlegt og hógvært fólk. Aö hverju vildir þú helst vinna, þegar fióttafóikiö kem- ur? — Aö kenna fólkinu Islensku, svo aö þaö geti aölagað sig fljótt. Asta sagði aö lokum, aö hún heföi ekki haft fjármagn til þess aö koma meö mikiö frá Kina „annaö en tonn af bókum um kinverska sögu og skáldsagna- rit”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.