Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 12
12
Sunnudagur 26. ágúst 1979.
Kristinn Friðbjörnsson
til að taka
eigubíl suður
Kristinn Friöbjörnsson er einn sextán leigubilstjóra á tsafiröi.
rir 180 þús.
AM- Þegar yngri bæjarbúar á ísaf irði éiga frí og þurfa
að skreppa á ball» — kannske út í Hníf sdal eða Bolungar-
vík eða inn í Súðavík/ já meira að segja til Suðureyrar og
Flateyrar, fer þeim alveg eins og jafnöldrum þeirra í
þéttbýlinu syðra, — þeir ,,skvera sig af" og hringja á
leigubíl.
árgerð Skoda Amigo
á gamla verðinu.
Aðeins 50 bílar til ráðstöfunar. Tilboð
sem aðeins stendur skamma stund og
verður ekki endurtekið. Grípið tœkifœrið og
tryggið ykkur nýjan Skoda Amigo strax
Verð frá kr. 2.195.000.
JÖFUR hf.
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI
Þótt leigubilstjórar á ísafirði
sinni fleiri verkefnum en þeim að
aka fólki á böll, setja helgarnar
og þessar feröir þó verulegan
svip á starfið eins og kom i ljós,
þegar við fengum Kristin Friö-
björnsson leigubilstjóra á Fólks-
bflastöðinni til þess að spjalla við
okkur um aksturinn.
Hve margir eru leigubilstjórar á
isafirði?
,,Hér eru gefin út 16 leyfi, en
liklega er það ekki nema
helmingurinn sem hefur þetta að
aðalstarfi. Hinir bætast i hópinn
um helgarnar.
Þá er liklega enginn skortur á
verkefnum?
,,Nei, um helgar er meira en
nóg að gera og ekið fram á
morgun. í Bolungarvik eru lika
einir fjórir eða fimm leigubll-
stjórar og þeir eru mest á ferðinni
um helgar. Leiðin liggur þá til
allra átta, Súgandafjarðar, Bol-
ungarvikur og Súðavikur og
viðar, auk ferða hér um bæjnn.”
Getur þú nefnt okkur dæmi um
fargjöldin?
,,1 dagvinnu kostar túrinn hér
út I Bolungarvik 4500 krónur, en
um 6000 á kvöldin. Til Suöureyrar
og Flateyrar er verðið 6700 I dag-
vinnu og um 10.000 i næturvinnu.
Og fólk sér ekki i þennan aur?
„Nei, okkur heiflur ekki sýnst
það, enda held ég að fólk hafi flest
all rúm fjárráð hér. Fólk fer
héðan á böll alla leið til Flateyrar
en oftar á Suðureyri. Hins vegar
er dýrt aö gera út bfl hér og þvi
eiga vegirnir sök á og þegar snjór
er, verður bensinkostnaöurinn
hár. Eins er ekki fritt við að fólk
noti sér leigubila fremur, þegar
snjór er á jörð, bæði vegna þess
að það vill ekki leggja eigin bila I
tvisýnu, eða þá að þeir eru ekki
til mikils aksturs I snjó búnir”.
Hvert fariö þiö lengst?
,,Nú, fólk fer héðan alla leið til
Reykjavikur með leigubil.
Þannig túr kostar 180 þúsund á
næturtaxta. Þvl miður veit ég
ekki hvað kostar að leigja flugvél
þessa leið, en giska á að það séu
um 90-100 þúsund. En þetta
kemur fyrir samt.
Hve gömul er Fólksbilastöðin?
„Hún er stofnuð 1958, en áður
voru hér starfandi leigubilastöðv-
ar, Þórir Bjarnason kom hér með
sina stöð um 1942 og áður voru
menn hér með leiguakstur, svo
sem Sigmundur Sæmundsson,
sem var byrjaður 1928.”
Hvernig er afkoma leigubilstjóra
hér?
„Ég held að hún geti varla
kallast góð, sé litiö á það að menn
verða hér aö leggja sig vel fram,
til þess að ná saman endum. En
þaö er ef til vill svo hjá leigubif-
reiðastjórum viðar en hér.”
Þú hefur stundað ökukennslu
jafnframt.
„Já, ég hef gert það undanfarin
ár og alltaf eru einhverjir nem-
endur, stundum fimm eða sex, en
stundum færri, núna eru þeir aö-
eins tveir.”
Nú byrja menn ungir að vinna á
tsafiröi margir hverjir og þéna
snemma vel. Eru nemendurnir
ekki fljótir aö eignast eigin bil?
„Jú, ég held að það sé óhætt að
segja. Ungir menn eru fljótt
komnir á eigin bila hér. Ætli
annar þeirra sem ég er að kenna
núna sé ekki gott dæmi um þaö.
Hann er þegar búinn aö kaupa
bflinn, áður en hann hefur fengið
prófið.”