Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 26. ágúst 1979. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: >ór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ölafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr. 3.500 á mánuði. Biaðaprent. Erlent yfirlit r Haraldur Olafsson: Hvernig sjáum við heiminn? Oflug kynningarsókn Það er ekki auðvelt fyrir Islendinga af augljósum ástæðum að búa svo um hnútana að réttur og hags- munir þjóðarinnar njóti skilnings eða velvildar á erlendri grund. Og þegar i odda skerst hafa íslend- ingar ekki bolmagn til að fylgja eftir rétti sinum eða þörf, nema með afli röksemda og staðreynda. Þetta hefur hingað til verið úrræði fslendinga þegar þeir hafa átt i deilum við aðrar þjóðir. 1 land- helgisdeilunni tókst okkur að heyja árangursrikt áróðurs- og kynningarstrið sem hafði mikil áhrif erlendis og átti drjúgan þátt i þvi að knýja máttuga andstæðinga til undanhalds. 1 þeim deilum sem við eigum nú við Norðmenn höfum við ekki þá aðstöðu litilmagnans til að vekja samúð og velvild sem var i átökunum við Breta á sinni tið. Þeim mun fremur verðum við að herða róðurinn i kynningu á okkar málstað. öfl erlendis reyna að lýsa okkur sem útþenslusinnaðri og óbil- gjamri frekjuþjóð sem engu getur eirt i kringum sig. Þessum rakalausa óhróðri verðum við að visa á bug með þvi að benda á sögulegar staðreyndir, þró- un alþjóðaréttar, hagsmuni þjóðarinnar og lifsþörf ogalmenna sanngirni. Rétturinn er okkar, og þegar litið er til yfirlýsinga og tilboða islenskra stjórn- valda kemur i ljós að íslendingar hafa viljað samn- inga sem byggðust á fullri sanngirni og gagn- kvæmri tillitssemi. Að undan förnu hafa verið i heimsókn á íslands- miðum nokkrir hugsjónaafglapar sem ekki hafa komið auga á þá staðreynd að íslendingar eru frumkvöðlar i hvalavernd og visindalegri stjórnun hvalveiða. Þessir hlaupamenn reyna ekki siður en sumar frændþjóðir okkar að koma þvi orði á að ís- lendingurinn fái aldrei nóg af ástriðufullu drápi og fantaskap. Nýlega glöddu þeir breska áhorfendur með sjónvarpsdagskrá þar i landi um óhemjuskap okkar. Hér heima fara þessir menn þvi fram að virða engin lög sem nokkru nafni nefnast og hunsa allar öryggis- og siglingareglur. Allt er þetta náttúrlega gert undir yfirskini guðhræðslunnar. Þessum öflum verðum við að mæta einarðlega með rökum og staðreyndum. Við verðum að hefja kynningarsókn erlendis og sýna fram á það hvernig visindamenn, stjórnvöld og Hvalur hf. hafa starfað saman um langt árabil. Þeir sem best þekkja til álita að þetta samstarf hafi verið með ágætum og visindamenn hafa rómað jákvæða afstöðu og frum- kvæði Hvals hf., svo að áratugum skiptir, i rann- sóknum á hvalastofnum og i skynsamlegri nýtingu þeirra. Grænfriðungar og aðrir sjálfskipaðir verndunar- menn hafa almenningsálitið viða á sinu bandi. Með skynsamlegum rökum og réttum málflutningi verður okkur að takast að fletta ofan af öfgum þeirra og benda á ótrúlega heimskulegt framferði þeirra hér við land. Engir hafa meiri hag af skynsamlegri og hóflegri nýtingu auðlinda hafsins sem einmitt fslendingar. Engir eiga meira á hættu ef gengið er of nærri stofn- unum. Þess vegna hafa fáir betri skilning á nauðsyn verndaraðgerða en einmitt fslendingar. Þetta verðum við að sýna með öflugri kynningar- sókn og markvissum málflutningi erlendis, og við megum engan tima missa. JS bæta þetta upp aö hluta, en fréttamat þeirra er hiö „haröa” mat vestrænna fjölmiöl'a. Stundum koma áhugamenn um viss svæöi og fylla i skörð, sem fréttaritaranetiö fyllir ekki i. Þeir, sem „hugsa rétt” eiga oft auövelt meö aö komast inn I ákveðin riki. Dæmi um þaö er hópur áá, sem undir forystu Jan Myrdal fór til Kampútseu i fyrra og kom siðan oft fram I útvarpi og sjón- varpi. Þetta fólk hélt þvi hik- laust fram, aö allt tal um ógnar- öld i landinu væri ekkert annaö en fjandsamlegur áróöur. Sex mánuöum siöar fóru tveir fréttamenn frá sænska sjón- varpinu til Kampútseu. Þeir skýrðu ekkiaðeins frá ógnaröld, heldur lika fjöldamoröum, þjóöarmoröum. Sama land, sama þjóö, sami tími. Munurinn var sá, aö hópur Jan Myrdals var vinveittur stjórn Pol Pots, en fréttamenn- irnir komu þegar þeirri stjórn haföi veriö steypt af Vietnöm- um. Þetta ætti aö vekja menn til umhugsunar, —og ekki bara Jan Myrdal. Látum „vinina” segja sitt. Líka þegar raunverulegir fréttamenn geta ekki stundaö starf sitt. En þéir ættu að gefa yfirlýsingu um innihald „vörunnar”. Af hverju fengu þeir aö koma til landsins? Hver túlkaöi fyrir þá? Hver flutti þá milli staöa? Viö hverja var talað. Þaö er mikilvægt aö fá upp- lýsingar um þetta. Margir fyrir- gefa fréttamiölum, aö erlendar fregnir eru ófullkomnar og mörg auö svæöi á landakortinu. En þeir, sem eru svo umburöar- lyndir, eiga a.m.k. heimtingu á aö vita á hvaö þeir eru aö horfa eöa hlusta. Reyndir fréttamenn ættu llka aö segja oftar frá hvernig þeir starfa og hverju þeir geta ekki sagt frá. Sé getiö um gæði vörunnar er auöveldara fyrir neytendurna aö gagnrýna hana. Ög þaö er full þörf á þvl. Hér á eftir fer slöari hluti greinar Thomas Hammerberg um heimsmynd fjölmiöla. Geta veröur einnar ástæöu, er veldur þvi, aö fjölmiölar gefa ekki gleggri mynd af um- heiminum en raun ber vitni. Starfsmenn þeirra fá einfald- lega ekki aö fylgjast meö þvi, sem er aö gerast. Mörg rlki I þriöja heiminum og í Austur-Evrópu líta á frétta- menn eins og hverja aöra ó- væru. Þetta á einkum viö um stjórnir, sem kefla eigin fjöl- miöla. Þær þola ekki heimsókn- ir erlendra fréttamanna, sem koma og gera þaö, sem innlend- um fréttamönnum er bannaö. Dæmi um þetta er t.d. frá Malawi. Dr. Hastings Banda, forseti Malawi, ákvaö fyrir hálfu ári, aö banna erlendum fréttamönnum aö koma til landsins. Astæöan var sú, aö nokkrir fréttamenn höföu sagt, —meö réttu, aö kosningarnar I landinu I júnl 1978, heföu ekki veriö lýöræðislegar. Hin nýju stjórnvöld I Iran hafa þegar hrakiö brott alla er- lenda fréttamenn „sem reyna á þolinmæöi stjórnarinnar”. Og stjórnvöld I Austur-Þýskalandi ákváöu nýlega, aö erlendir fréttamenn mættu ekki taka viötöl viö almenna borgara I landinu. Þaö er sem sagt svo, aö kalli maöur reku reku, þá er bannað aö koma til landsins. Eöa ef maöur fer I taugarnar á stjórn- inni. Eða ef maöur vill þynna á- róöurinn út meö ummælum „mannsins á götunni”. Malawi, íran og Austur- Þýskaland eru engar undan- tekningar. Þetta er vlöa svona: I Afríku, Asiu og Austur-Evrópu eiga fréttamenn erfiöa daga. Margar rikisstjórnir velja úr viö landamærin, eöa réttara sagt I sendiráöunum: Sovétrlk- in, Tékkóslóvakla, Albanla, Suöur-Afrlka, Guinea, Eþíópfa, Nígería, Burma, Vietnam, Klna, "Noröur-Kórea, og mörg fleiri lönd. Komist fréttamaður inn I landiö þá er nær ógerlegt aö fá aö ræöa viö nokkurn valdamann. Menn eru eltir, símtöl þeirra hleruö og þeir, sem talað er viö af landsmönn- um skapasérhættu. Dæmi: rlk- in I Austur-Evrópu, Chile, Arg- entlna, Suöur-Kórea, og fleiri. Fréttamönnum er vlsaö úr landi. Þegar Olle Stenholm frá sænska útvarpinu haföi rætt viö Andrej Sakarov I Moskvu, var hann rekinn úr landi. ... A árunum 1976—78 voru 80 er- lendir fréttamenn handteknir er þeir voru aö störfum, og meira en helmingur þeirra var I haldi lengur en I fjóra daga. Sumir voru pyndaðir. TIu var rænt, og þrlr voru myrtir. 70 var visaö úr landi eöa neitaö um framleng- ingu á vegabréfsáritun. Þetta kemur fram I skýrslum Amnesty International og I tlmaritinu Index. SIBasta talan er vafalaust i lægra lagi þar eö margir fjöl- miölar vilja ekki gera neitt veö- ur út af slíkum áföllum. Þetta hefur haft þau áhrif, aö sænskir fjölmiölar hafa ekki fréttamenn eins viöa og áöur. Enginn sænskur fréttamaöur er nú I Austur-Evrópu, og I Afriku aöeins tveir. 1 Suöur-Ameriku er einn einasti sænskur frétta- ritari. Hinar alþjóölegu fréttastofur Hvernig sjáum við heiminn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.