Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 14
Texti: Eiríkur Sumir þessara manna — sérstaklega A-Evrópubúarnir hafa verið í tónlistarskól- um frá blautu barnsbeini. ■I 11! Sunnudagur 26. ágúst 1979. Sunnudagur 26. ágúst 1979. „Samkeppnin í Svíþjóð Myndir: G.E. A Við sendum væntanlega frá okkur hljómplötu í haust. er geysihörð </Nei# ég er ekkert á leiðinni heim, enda kann ég al- veg ágætlega við mig í Svíþjóð. Þetta er að vísu ansi óviss „bransi" og erfitt að lifa alveg 100% af spila- mennskunni, en ég tel mig þó vera kominn það vel inn í hlutina þarna, að mig fýsir ekki að breyta til, ekki í bráð a.m.k. Maður má heldur ekki gieyma því að hvar sem maður fer, er allt fullt af hljóðfæraleikurum — ekki síst atvinnulausum hljóðfæraleikurum." — Það er Halldór Pálsson, hinn góðkunni saxófón- leikari, sem hefur orðið, en hann hefur að undanförnu dvalist í Svíþjóð, þar sem hann hefur leikið á hljóðfæri sitt við ágætar undirtektir. Halldór var staddur hér heima á dögunum og notuðum við þá tækifærið og ræddum stuttlega við hann. „Gerðum stormandi lukku" — Hvernig stóö á þvi aö þú fórst til Sviþjóöar? „Upphaflega fór ég utan til þess aö taka þátt i tónlistarhá- tiö, sem haldin var i Stokkhólmi i tengslum viö Anti Eurovision keppnina, en hún var sem kunn- ugt er haldin til þess að mót- mæla Eurovision söngvakeppn- inni, sem haldin var i Stokk- hólmi um þær mundir. Ég spil- aöi þarna ásamt Gunnari Þóröarsyni, Asgeiri Óskarssyni, Jakobi Magnússyni, Pálma Gunnarssyni og Ara Jónssyni og þaö er skemmst frá þvi aö segja aö við geröum þarna alveg stormandi lukku og fengum mjög lofsamlega gagnrýni I blööunum. Viö spiluöum aöal- lega „instrumental” lög i jazz- rock stn og mér var sagt þaö siðar aö fólk heföi hringt i is- lenska sendiráöiö í Stokkhólmi i marga mánuöi á eftir til þess aö forvitnast um þessa hljómsveit. Trúlega heföi hún átt töluverða framtiö fyrir sér, ef grundvöll- inn fyrir þessu samstarfi heföi ekki vantaö. Gunnar Þóröarson var þá með öll sin tæki heima á tslandi, Jakob var búsettur i Bretlandi og viö hinir vorum svo misjafnlega mikiö á kafi i ein- hverju öðru. Þaö varö siöan úr aö ég ilengdist þarna i Stokkhólmi, eftir aö hinir voru farnir heim — fékk méf bara hótelherbergi og freistaöi siöan gæfunnar”. „Spila « Folkan leikhúsinu í vetur" — Hvernig gekk þér að fá vinnu? „Þaö gekk sæmilega. Ég kynntist strax ágætis fólki þarna i Stokkhólmi og nægir þar aö nefna Hjörleif Björnsson, bassaleikara, og Jón Pál Bjarnason gitarleikara, en við þrir höfum gert töluvert af þvi að spila saman. Reyndar þekkti ég Jón Pál héöan að heiman og ég haföi einnig spilaö meö hon- um áöur. Viö munum spila sam- an i Folkan leikhúsinu i Stokk- hólmi I haust I söngleiknum „Annie”, sem hefur gert þaö mjög gott aö undanförnu I Bret- landi. Vib munum spila þarna i stórri hljómsveit og þaö er reiknaö með þvi aö þessi söng- leikur geti gengið i a.m.k. tvö ár þannig aö viö ættum að vera nokkurn veginn öruggir meö vinnu þann tima. Eins og ég gat um áðan, þá er erfitt að lifa ein- göngu af spilamennskunni I Svi- þjóð og þvi verður maður að gripa allt það sem býðst. Ég hef t.a.m. unniö nokkuö i stúdióum og spilaö inn á plötur fyrir hina og þessa. Þetta er ágætt starf, en samkeppnin er lika mikil. Þarna fær maður ekki borgað fyrir þær klukkustundir sem maður er aö, heldur er borgað ákveðiö fyrir hvert lag, þannig að þeir sem eru fljótastir aö vinna og vinna vel eru eftir- sókna r v er öa stir. ” Hljómsveitin Vision — Ég hef heyrt aö þú sért meðlimur I hljómsveit þarna i Sviþjóö, er það rétt? „Já, ég spila með átta manna hljómsveit sem við stofnuðum nokkrir saman. Þessi hljóm- sveit, sem heitir Vision, er aö nokkru leyti stofnuð utan um söngvarann Björn Skifs, sem er ein helsta poppstjarna Svia, en henni er þó ekki ætlað að hampa honum neitt sérstaklega — eiginlega þvert á móti, þvi að með þvi að koma fram með þessari hljómsveit gefst Birni tækifæri á að koma fram á miklu minni stööum en hann er vanur. Við fórum i einstaklega vel heppnaða hljómleikaferð I vor, sem stóö i 3 mánuði og spil- uöum við aðallega á litlum stöð- um. Hugmyndin hjá okkur meö stofnun þessarar hljómsveitar er sú að spila með henni þetta 3—5 mánuði á ári, en nota tim- ann þess á milli til að sinna okk- ar málum. Viö erum einmitt i frii þessa dagana, en hljóm- sveitin mun síöan koma aftur saman i haust og fara þá í aöra hljómleikaferö. Um svipað leyti er einnig væntanleg á markað stór hljómplata með hljóm- sveitinni, sem tekin var upp á hljómleikum i örebro i vor, auk þess sem i ráði er aö gefa út litla plötu með diskó lagi um svipaö leyti.” — Hvernig tónlist spiliö þiö? „Við byrjuðum á þvi að spila nær eingöngu jazz-rock, en meö tlmanum fórum viö meira út i hreint popp. Fólk hreinlega geröi þá kröfu til okkar aö viö spiluðum eitthvað iéttara. Það komu margir til þess aö sjá Björn Skifs með þessari nýju hljómsveit og þvi var ekki óeðli- legt aö það yrði fyrir nokkrum vonbrigöum meö að heyra hann syngja lög sem voru gjörólik þeim sem það átti að venjast. Viö vonumst þó til þess aö viö gerum sem flestum tii hæfis með þeirri tegund tónlistar sem viö spilum nú, og eins bindum við vonir við að litla platan verði fólki að skapi — og ekki myndi það spilla fyrir þó aö hún seldist eitthvað.” — Nú heitir þessi hljómsveit Vision. Er einhver sérstök ástæöa fyrir þeirri nafngift? „Já, ímgmyndin að þessu nafni er fengin frá Björn Skifs, en siöasta sólóplata hans hét „Split Visions”. Okkur fannst þetta ágætt nafn, og þannig er nafniö á hljómsveitinni tilkom- ið”. Spilamennska með ABBA — Nú spilaðir þú i titillaginu á nýjustu ABBA plötunni „Voul- ez-Vouz”. Hvernig atvikaöist þaö að þú varst fenginn til þess? „Það atvikaðist nú þannig að þau úr ABBA heyröu i okkur fyrsta kvöldið sem viö komum fram meö Vision. Þetta var i skföastaðnum Are i Norður Svi- þjóð og fyrir tilviljun voru ABBA þarna á skiðum. Þau urðu það hrifin af hljómsveit- inni aö þau vildu ólm fá okkur blásarana til þess aö leika i þessu lagi. Reyndar voru ABBA ekki beint ókunnug liðsmönnum Vision, þvi að a.m.k. fjórir úr hljómsveitinni hafa leikið tölu- vert meö ABBA og t.d. fara tveir úr Vision meö ABBA til Bandarikjanna á næstunni.” — Hvernig var að vinna með ABBA? „Það var mjög gott og þetta er ákaflega elskulegt fólk. Þeir Björn og Benny vissu auðsjáan- lega alveg upp á hár hvaö þeir vildu fá fram á plötunni, þannig að þetta gekk allt saman fljótt og vel fyrir sig”. — Er mikið um góða hljóð- færaleikara i Sviþjóö? „Já, ég hygg að óhætt sé að fullyrða að svo sé, a.m.k. eru flestir þeirra sem eru i hinum eiginlega „tónlistarbransa” þarna mjög góðir. Þaö er mikið um erlenda tónlistarmenn i Svi- þjóð i dag, og þetta eru flest allt mjög menntaöir menn i sinu fagi — sérstaklega þó Austur- Evrópubúarnir, sem margir hverjir hafa veriö i tónlistar- skólum frá blautu barnsbeini”. Hljóðriti á alla möguleika — Hvernig eru sænsk stúdió miðaö við það sem þú áttir að venjast héðan aö heiman? „Stúdióin eru yfirleitt öll 24 rása og flest ágæt og vel búin tækjum. Mér hefur alltaf þótt ákaflega þægilegt að vinna i Hljóörita i Hafnarfirði og reyndar er ég þess fullviss aö þaö stúdió á alla möguleika á að ná lengra. Hijómgæðin á plötun- um sem teknar eru upp i Hljóð- rita eru yfirleitt mjög góð og eins er starfsliöinu alltaf að fara fram, þannig aö ég tel mögu- leika Hljóðrita i framtiðinni mjög góða”. — Að lokum, er mikib um islenska hljóðfæraleikara i Svi- þjóð? „Já, þeir eru þó nokkrir. Eins og ég minntist á, þá eru þeir Jón Páll Bjarnason og Hjörleif- ur Björnsson, báðir búsettir þarna og aörir sem þarna eru, eru Erlendur Svavarsson og Hannes Jón og svo má ekki gleyma Pétri östlund. Við Jón, Hjörleifur og Pétur spiluðum allir saman á jazzhátiðinni i Umeá fyrir nokkru, ásamt sænskum pianóleikara, og þó viö gætum litið æft fyrir þessa hljómleika þá var reglulega garnan aö koma þarna fram, ekki sist með Pétri östlund, en hann verður sifellt betri og betri. A þessari hátiö kom fram fjöldi frægra listamanna og ég held aö við höfum bara staðið okkur vel, þrátt fyrir litla sam- æfingu”. -ESE Rætt við hinn kunna hljóðfæraleikara Halldór Pálsson, sem starfar nú 1 Svíþjóð, en Halldór lék m.a. á síðustu ABBA plötunni Þaö væri gaman^ð geta komið með hljómsveitina hingað upp til Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.