Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. ágiist 1979. 23 Robert Palmer — Secrets Island/Fálkinn ★ ★ ★ + Nýlega sendi bandariski blús- rokkarinn J.J. Cale frá sér sina fimmtu sóióplötu og til þess aö gera ekki einfalt mál flókiö, þá nefnir hann hana einfaldlega „5”. t>ó aö J.J. Cale hafi um langt árabil veriö viöurkenndur sem frábær tónlistarmaöur, þá hefur frægð hans ekki veriö mikil aö sama skapi. Þessi staöreynd er e.t.v. enn kaldhæönislegri, ef tillit er til þess tekiö aö bæöi Eric Clapton og hljómsveitin Dire Straits hafa aö undanförnu hlotiö heimsfrægö fyrir tónlist sina, blús — rokk, sem runnin er undan rifjum J.J. Cale. A plötunni „5” er m.a. lagiö „I’ll make love to you any- time”, sem Eric Clapton geröi heimsfrægt á hinni frábæru plötu sinni „Backless”, en þetta lag er eftir J.J. Cale. Þaö er reyndar óþarfi aö hafa mörg orö um þessa plötu. Hún er ekki siöri, en báöar Dire Straits plöturnar og ekki verri en „Backless” meö Clapton. Ef eitthvaö er þá er hún fviö betri, en þessar plötur, hvort sem þaö mun koma J.J. Cale aö ein- hverju gagni eöa ekki. —ESE J.J. Cale - 5 Ariola/Fálkinn ★ ★ ★ ★ ★ Einn þeirra popptóniistar- manna, sem segja má aö staðiö hafi á þröskuldi frægöarinnar undanfarin ár, er Bandarikja- maöurinn Robert Palmer. Hann hóf feril sinn með hljóm- sveitinni Alan Bowl Set og eftir aö hafa leikið f nokkrum minni- háttar hljómsveitum ákvaö hann áriö 1973 aö einbeita sér aö þvi aö gefa út sinar eigin plötur. Siöan þá hafa komiö út nokkrar plötur meö honum, sem flestar hafa hlotiö náö fyrir augum gagnrýnenda, en hylli almennings hefur látiö á sér standa. Nýjasta plata Robert Palmer heitir „Secrets” og ekki er ég frá þvi aö meö henni muni hann ná betur til almennings en fyrr. A plötunni eru 11 lög, þar af 6 eftir Palmer sjálfan. Besta lag plötunnarer tvimælalaust „Can we still be friends”, hiö frábæra lag Todd Rundgren, en lagiö „Bad case of loving you” kemur þar skammt á eftir. Sjálfur viröist Palmer eiga i nokkrum erfiöleikum með aö semja grípandi lög, en ef litiö er á plötuna i heild verður ekki annað sagt en aö hún sé vel yfir meöallagi hvaö gæði snertir. Um tónlistarstil Palmers er það að segja, að hann viröist feta hinn gullna meöalveg rokk- tónlistarinnar, engu siöur en t.d. Cheap Trick,- munurinn er bara sá að tónlist Palmers er mjúkt og áferðarfallegt rokk á meðan Cheap Trick halda sig við þunga rokkiö. Allur hljóðfæraleikur á plötunni er hnökralaus og það eru útsetningar og upptöku- stjórn einnig og greinilegt er að Robert Palmer á ekki siður framtiðina fyrir sér sem upp- tökustjóri. -ESE. Cheap Trick — At Budokan Epic/Karnabær ★ ★ ★ ★ Þvi hefur oft veriö haidiö fram og e.t.v. meö nokkrum sanni, aö japanskir hljómleika- gestir séu þeir bestu sem heim- urinn hefur aliö. Nær undan- tekningarlaus hafa vestrænar rokkhljómsveitir náö sinu besta fram á japanskri grund og þær plötur sem hljóöritaöar hafa veriö á hijómleikum i Japan hafa yfirleitt veriö mjög góöar. Hægt er aö nefna plötur eins og „Deep Purple in Japan”, „Bob Dylan — Live at Budokan” og nú siöast „Cheap Trick — At Budokan”, en aliar þessar plötur hafa endurspeglað þá gifurlegu stemmningu sem veriö hefur á viökomandi hljómleikum. Plata bandarisku rokkhljóm- sveitarinnar Cheap Trick, „At Budokan” verður að teljast i hópi eftirminnilegustu hljóm- leikaplatna síðari tima. Eins og nafnið bendir til, var hún tekin upp '1 Budokan hljómleikahöll- inni I Japan og i upphafi var hún aöeins gefin út i Japan. Platan barst samt sem áöur til Bandarikjanna, þar sem út- varpsmenn komust yfir hana og eftir dágóöa spilun i banda- riskum útvarpsstöövum var eftirspurnin eftir plötunni orðin svo mikil aö brugöiö var á þaö ráö aö flytja hana inn beint frá Japan. Platan seldist siöan upp i öllum verslunum og á örskammri stund var hún orðin söluhæsta innflutta plata i Bandarikjunum. Þá sáu for- ráöamenn Epic hljómleika- plötuútgáfunnar sér ekki annaö fært en aö gefa plötuna út i Bandarikjunum og varla hafa þeir þurft að naga sig i handa- bökin, þvi platan var fyrir skömmu fjórða söluhæsta LP platan I Bandarikjunum. En hverjir eru svo Cheap Trick? Þar vandast málið, en það er þó vitað aö meölimir hljómsveitarinnar heita Rick Neilsen, Bun E. Carlos, Robin Zander og Tom Peterson. Þeir hafa veriö heldur fáoröir um uppruna sinn og þvi viröist engu likara en aö þeir hafi stokkið fullskapaöir upp á stjörnuhimininn. Tónlist Cheap Trick er þungt rokk, meö léttu ivafi þó, og sannast sagna held ég aö fáum hljómsveitum hafi betur tekist aö feta hinn gullna meðalveg rokksins en enmitt þeim. Besta lag plötunnar er lagiö „I want you to want me”, sem eins og flest önnur lög plöt- unnar er eftir Rick Nielsen — hinn furöulega gitarleikara hljómsveitarinnar, en furöuleg- heit hans eru fólgin i fremur afkáralegum klæöaburöi upp á gamla móöinn. Reyndar má segja aö þaö skipti alveg i tvö horn um klæðaburö I hljóm- sveitinni þvi aö þeir Nielsen og Carlos, trommuleikari, eru i mjög afalegum fötum á meöan Zander og Peterson eru klæddir eins og rokkstjörnur, — sem þeir svo sannarlega eru orönir með þessari plötu. — ESE kaupfélag Dýrfirðinga ÞINGEYRI Veitir yður bestu og öruggustu þjónustu í öllum viðskiptum Kaupfélagið kappkostar að hafa ó boðstólnum flestar þær vörur sem yður kann að vanhaga um. Það er hagur að beina öllum viðskiptum yðar til Kaupfélagsins Kaupfélagið rekur m.a. Hraðfrystihús — Útgerð Fiskimjölsverksmiðju Sláturhús — Margs konar viðgerðarþjónustu auk annars. Kaupfélagið hefur m.a. umboð fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið Andvöku. Verið velkomin á félagssvæði okkar Kaupfélag Dýrfirðinga Þingeyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.