Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 9
MlM'Ull! Sunnudagur 26. ágúst 1979. 9 Jón Sigurðsson: Hnekkj um áró ðursherf er ðinni SENNILEGA kemur þaö besta i manninum þá helst fram þegar hann lifir við bjargálnir og verður talsvert fyrir tryggri af- komu að hafa. Þeir sem til þekkja eru á einu máli um að örbirgð sé niðurlægjandi á flest- an hátt, og allir þekkja dæmin um þá spillingu sem leitt getur af auðæfum. Eitt af þvi sem oft fylgir of miklum efnum er iðju- leysi, en þá vill það bera við að fólk fari að leita sér afþreyingar i afkáraskap. Og stundum er sá afkáraskapur skaðlegur, ýmist þeim sem I hlut á eða öðrum sem ekkert illt hafa til unnið. Eitt dæmið um þetta eru þær öfgahreyfingar iðjulauss fólks sem um þessar mundir hamast hvað mest að þvi að brjóta niður sjálfsbjargarviðleitni annarra við veiðiskap. Þetta fólk lifir við dágóða afkomu i menningar- stórborgum og hefur ekki minnstu hugmynd um það lif sem lifað er i sjávarplássum eða sveitum i fjarlægum lönd- um. Þetta auðuga og yfirleitt menntaða fólk litur á það sem sjálfsagðan hlut að veiðimenn, sjómenn eða bændur séu skiln- ingslitlir og menningarsnauðir dýradráparar sem aldrei skeyti hið minnsta um skynsamlega og hóflega nýtingu dýrastofnanna og aldrei láti sig neinu varða mannúðlegar aðfarir við veiðar. Af þessum ástæðum gengur þetta hugsjónalið hömlulaust fram og án nokkurs tillits til staðreynda. Ef þvi er bent á að hvalveiðar Islendinga hafi um áratugaskeið farið fram meö samvinnu við visindamenn og undir opinberri stjórnun og eft- irliti, þá látast þeir ekki heyra. Ef þeim er bent á, að selurinn tekur til sin álika mikið af þorski eins og maðurinn með tæknibúnum flota sinum, þá vilja þeir hvorki heyra slikt né sjá. Og ef þeim er bent á þá stað- reynd að fjöldi fólks hefur alla afkomu sina af veiðum þá yppta þeir öxlum og láta sig engu skipta. I hugarheimi þeirra er vist ekkert sjálfsagðara en þetta fólk fái sér atvinnu við git- arleik, gardinusöng, leiklist, bókmenntir, — eða þá tisku sem gengur undir nafninu þjóðfé- lagsfræði, sálarfræði eða upp- eldisfræði. Þessi afstaða til vinnandi al- þýðu er út af fyrir sig ekkert einkennileg, þvi að vitleysan lif- ir og nærist á vitleysunni. Selurinn Gott dæmi um þetta fólk er franska drósin Brigitte Bardot. Þegar hún þroskaðist og varð loks á miðjum aldri hin vænsta kona álitum fann hún að nýja- brumið var horfið af skrokknum eftir viðfræga brúkun. Þá lenti veiðir af þorski, né heldur hve margir á byggðu bóli kynnu að hafa viðurværi sitt af selveið- um. Slikar hugleiðingar komu auðvitað ekki til mála, vegna nóg fjár, tima, aðstöðu og ekki vantar þá gorgeirinn. Stoltið sést best af þvi að þeir hamast að Islendingum en láta Sovét- menn og Japani i friöi. Hvalur hf. hefur um áratugaskeið verið til hreinnar fyrirmyndar um nána samvinnu við visindamenn og stjórnvöld til að tryggja hófiega og skynsamlega nýtingu hvalastofnanna. húnenn I slagtogi með strákum, sem ekki er umtalsvert eða að- finnsluvert út af fyrir sig, en i þetta skiptið voru það hugsjóna- þyrlar og angurgapar sem hún lagði lag sitt við, þvi að sækjast sér um likir. Dellan sem nú var upp tekin til þess að hljóta af nokkra frið- þægingu og afþreyingu I senn er sú að ekki megi veiða sel. Og aldeilis bar vel I veiði hjá hugsjónamönnunum þegar þeir höfðu gómað svo áhrifa- mikla tiskudrós. Með sniðugri auglýsingamennsku var frú Bardot nú brúkuð til þess að eyðileggja sem allra flesta markaði fyrir selskinn. Ekki datt þessu liöi i hug að kynna sér hvfllk ósköp selurinn þess að hópurinn ákvaö aö selur mætti veiða þorsk, en maður ekki sel. Hvalurínn Grænfriðungar þeir sem hafa að undanförnu verið að koma ó- orði á Islendinga eru annað dæmi um þetta uppþemda ill- þýði sem allt þykist mega og geta. Þeir hafa að þvi er virðist Grænfriðarhyskið brýtur hér öll lög og allar reglur sem það nennir. Og það nennir ýmsu á þvi sviði. Hinu nenna grænfrið- ungar ekki, og það er að kynna sér hvernig tslendingar hafa staðið að hvalveiðum allt frá þvi að þær hófust að nýju skömmu eftir siðari heimsstyrjöldina. Þeir hafa engan áhuga á að vita af þvi að tslendingar eru frumkvöðlar i hvalvernd og hóf- legri og skynsamlegri nýtingu hvalastofnanna. Þeir hafa eng- an áhuga á þeirri staðreynd að opinberir aðilar hafa haft stjórnun og eftirlit, svo sem áður sagði, með hvalveiðum og meðferð aflans um áratuga- skeið. Þeir hafa engan tima til menn og málefni að kynna sér þá starfsemi Hvals hf., sem um langt skeið hefur beinst að stuðningi við visinda- legar rannsóknir og fyrir- greiðslu við fræðimenn á þessu sviði. Aftur á móti hafa grænfriðar- menn nægan tima og fé til þess að ófrægja tslendinga i erlend- um sjónvarpsstöðvum, þvi að þessi hópur kann að koma fram i fjölmiðlum. Sýndarmennskan er honum i blóð borin. I þessu stórborgarliði er ekkert ekta, heldur allt saman uppblásið glamúr. Og það er alveg eins og menningardótið i öllum löndum, upp fullt með tillitsleysi viö al- múgann og fyrirlitningu á hög- um hans. Það vill peninga og það vill styrki og það vill alls konar verndun, en hugsar aldrei nokkra hugsun um allan kostn- aðinn eða þá sem þurfa að vinna fyrir öllu draslinu og kosta það með sköttum sinum. Það gildir einu hvort talað er um húskumbalda,selieða hvali, — eða hvað annað það sem þetta fólk þarf að finna sér til dundurs i iðjuleysinu. Ný sókn tslendingar verða að hefja öfluga kynningarsókn til þess að hrinda atlögum af þessu tagi af höndum sér. Við verðum að mæta grænfriðarliðinu með þeim einu vopnum sem okkur eru gefin, rökum og staðreynd- um. Ef okkur hafa orðið á mis- tök verðum við að viðurkenna þauog bæta fyrir þau. Hvað það varðar gildir einu hvort um er að ræða dýrastofna eða menn- ingarleg verðmæti. tslendingar eiga allt undir skynsamlegri nýtingu dýrastofnanna sem við lifum á, og undir þvi að vel sé búið að menningarlegum verð- mætum. En það verður þá að sýna fram á að um mistök hafi verið aðræða. Og það er fráleitt aö ts- lendingar fari að láta einhverja gikki segja sér fyrir verkum á þvi sviði. Nú stendur yfir á erlendri grund áróðursherferð á hendur okkur og þvi er haldið fram að við séum frekir og óbilgjarnir, fullir af drápsfýsn og fantaskap. Með markvissri kynningarher- ferð verðum við að snúa þessari sókn á undanhald. Við eigum ekki að láta neina útlendinga sitja yfir okkar hlut, hvorki i þessum málum né öðr- um. Við höfum hreinan skjöld, að þvi er færustu og fróðustu visindamenn telja, og þess vegna á ekkert hik að verða á okkur að finna. JS Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavik Eg undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift Q heila Q hálfa á mánuði Nafn ’ ___________________________________ Heimilisf.----------------------------------- Sfmi Alternatorar 1 Ford Bronco, Maverick, Chevrolet Nova, Blaser, Dodge Dart, Play mouth. Wagoneer Land-Rover, Ford Cortina, Sunbeam, Fiat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Verð frá 19.800.- Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Bendixar, Segulrofar, M iðstöAvamótorar ofl. i margar teg. bifreifta. Póstsendum. Bilaraf h.f. S. 24700 Borgartúni 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.