Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 10
Sunnudagur 26. ágúst 1979. Steypustoð Steiniöjunnar á tsafiröi. Fyrirtækiö hefur einnig rekiö byggingaverktakastarfsemi og röraog hellusteypu. Steiniðjan h.f. á Isafirði: Sér öllum norðanverðum Vestfjörðum fyrir steypu — Rætt við Jón Þórðarson, forstjóra AM— Steiniðjan hf. á isafirði er eitt blómlegasta iðn- fyrirtæki á Vestf jörðum og annast rekstur steypustöðv- ar sem framleiðir steypu fyrir öll byggðarlögin á norðanverðum Vestfjörðum, auk þess sem hún hefur á liðnum árum verið með fjölþætta byggingarverktaka- starfsemi og byggði meðal annars hina glæsilegu heima- vTst menntaskólans, þar sem rekið hefur verið Edduhótel og þeir kannast við, sem þar hafa gist, sem afburða og fagra og vandaða byggingu. Við ræddum nýlega við Jón Þórðarson, forstjóra Stein- iðjunnar, um upphaf fyrirtækisins og vöxt á einu mesta uppgangs og framfaraskeiði á Vestfjörðum, en óvíða er hérlendis að finna aðra eins uppbyggingu og þar. Hve langt er frá þvi þú hófst þina starfsemi hér i Grænagaröi, Jón? „Nú munu liöin ein 20 ár frá þvi viö byrjuðum hér i fjörunni. Við byrjuðum hér með holsteinagerö, sem svo þróaðist upp i steypu á rörum og hellum og á endanum færðum við út kviarnar og byrjuðum okkar byggingarstarf- semi. Vegna þess að viö vorum hér með ýmsar nýjungar i þeirrj grem, náðum við ekki samstarfi við trésmiði hér og komum þvi upp okkar eigin trésmiðaverk- stæöi. Ég verðað koma þvi hér að.að á þessum áfanga i starfsemi fyrir- tækisins gerðist atburður sem breytti miklu fyrir okkur, en hann var sá að 1969 lentum við i snjó- flóði hér ofan úr Eyrarfjallinu sem olli miklum skaða á húseign- um okkar. 1 þann tið var engan Viölagasjóð að hafa til þess að gráta framan i, en viö fengum lán úr Bjargráðasjóöi, sem sist skal vanþakkaö. Þá fórum við út I það aö byggja og selja og öfluðum okkur ýmissa tækja, fengum bæði býggingarkrana og hrærivél. En þessi tæki úreltust og þá fóru að heyrast raddir um að koma þyrfti upp steypustöð. öllum var aug- ljós þörf á slfku fyrirtæki, en meöalaldur húsa hér á Vestfjörð- um er hæstur á öllu landinu. Fjóröungssamband Vestfjarða stóö fyrir könnun vegna þessa máls og ritaði um það bil 40 aöilum, en þvl miður komu ekki svör nema frá fjórum. Sem fyrr segir voru tækin okkar orðin úrelt og nú sneri það að okkur að endurnýja þau með sams konar áhöldum eða koma sjálfir upp steypustöð. Vegna ágætrar fyrir- greiðslu og skilnings Útvegs- bankans hér tókst þetta og við réðumst i fyrirtækið. Rekstur steypustöövar hér vestra er þó miklu erfiöari en á Reykjavikursvæðinu og stafar þaö bæði af miklum flutnings- kostnaði og eins hinu.hve bygg- ingartimi hér er litill hluti af árinu en fastakostnaður mikill af dýrum tækjum sem þarf til þess að anna toppunum, og er miklu meiri en þetta markaðssvæði leyfir”. Jón Þóröarson, forstjóri. Fyrirtækiö á fimm steypubfla, sem sjást á myndinni fyrir aftan Jón. Hvaöan er aflaö byggingarefnis hér? „Hér hafa oröið með okkur nokkrar breytingar i sambandi við steypuframleiösluna, svo sem malaröflunina, en hér var allt efni uppurið, sem hægt var að fá á landi. Undanfarin ár höfum viö þvi dælt öllu efni úr sjó og hefur Björgun i Reykjavik annast það fyrir okkur. Núna siðast tókum viö um 20 þúsund rúmmetra af efni i einu, en augljóslega er það einn bagginn sem steypustöö úti á landi verður aö bera, að þurfa að liggja með svona mikið af efni. þvi þetta gæti stöö fyrir sunnan Keypt eftir hendinni.” Nú er mikiö rætt um gæöi bygg- ingarefnis. Hvernig er þetta efni, sem þiö fáiö hér úr sjó? „Jú, sá kostur er þó þessu fylgjandi, að við höfum betra efni en syðra. Það fær að rigna hér og hreinsast og alkalivirkni hér er sögð engin, eða vel fyrir neðan mörkin. Við erum hér með prufu, sem reyndar er aöeins sjö mánaöa, en þarf að vera tólf mánaöa, en hún lofar mjög góðu. Við höfum hér okkar eigin hafnargarð, sem dæluskipið getur r""1... ...... ................. DIESEL Getum útvegað nokkra Datswn diesel bila sem óttu að ffara til Belgiu. Upplýsingar um verð og ffl. geffur Stoffón Magnússon f sfma 25922 kl. 2.00 - 5.00 efftir hódegi mánudag og þriðjudag Innkaupasamband Bifreiðastjóra INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.