Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. ágúst 1979.
3
ur oröiö til þess aö sundra fjöl-
skyldum og skapa sárindi.
Einnig má nefna, aö land i Aust-
ur-Asiu hefur neitaö öllum um
landvist nema þeim, sem tala
mál viðkomandi lands. — Viö
munum leggja áherslu á að taka
fólk af sama kynstofni og mun-
um leitast viö aö taka fáar, en
stórar fjölskyldur. Einnig
veröur fólki gert skylt að ganga
inn i fyrirhugað aölögunarpró-
gramm. Aður en við komum
veröur dreift upplýsingum um
Island og verður valiö úr þeim
hóp, sem sýnir áhuga á landinu.
Má þvi segja að valið sé gagn-
kvæmt. Landið er að visu fram-
andi, en margir flóttamannanna
hafa farið til Kanada og Noröur-
landa án þess aö kveinka sér
undan loftslagi eða öðru.
Hvað fáiö þið marga daga til
að velja?
— Þegar viðförum iflótta-
mannabúðirnar I Pulau-Bidong,
munum við veröa þar i tvo
daga. Sennilega héldum viö það
ekki út lengur, enda lifir fólkið
við svo ótrúlega slæm skilyrði.
Ég veit ekki, hvort ég á að vera
með samlikingar, en ég hugsa
að fyrir mann frá tslandi sé ver-
an þarna eitthvað lik þvi og aö
sitja uppi á reykháf sildarverk-
smiðju. Taki valiö hins vegar
lengri tima, sem ég geri ekki
ráð fyrir, förum við I land og
hvilum okkur og komum svo
aftur.
Það er svo malasiski rauði
hálfmáninn eða Hauði kross
þeirra þarna fyrir sunnan, sem
flytur fólkið til Kuála Lumpur,
þar sem dvalið veröur i „trans-
it” búðum I eina 10 daga. Að
þeim dögum liðnum ætti skrif-
stofuvinnunni að vera lokið, en
pappírar fólksins fara gegnum
flóttamannahjálp' Sameinuöu
þjóðanna og malasisk yfirvöld.
Er lifið I „transit” búðunum
ekki eitthvað skárra?
— Jú, það sem gerir lifiö á
Pulau-Bidong svo ömurlegt, er
það aö eyjan er einangruð aö
ýmsu leyti og vont að koma
matarbirgðum til fólksins.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna sér um aðdrætti, mat
og vatn, en sé eitthvað að veðri
^töðvast flutningarnir.
„Þrjátiu
þúsund manns
á eyjunni”
Hverju nærist fólkið á?
— Það fær send hrisgrjón, ör-
lltið hveiti og dálitið af oliu. Það
getur sem sagt bakað sér brauð
án gers, — nema þá aö þaö fái
geriðeftir sérstökum leiðum, og
eldaö sér hrisgrjón. Mjólkurduft
mun vera á boðstólum. Matar-
æðiö er eins fábreytt og þaö get-
ur orðið. A þessari litlu eyju,
sem er aöeins 6 km á lengd og
talsvert minna á breidd, hýrast
30 þúsund manns, allt að helm-
ingurinn börn og margir munn-
ar að metta. En þetta eru ekki
einu flóttamannabúðirnar á
þessu svæöi, þvi að flóttamenn
þarna i allt munu vera um 330-
360 þúsund. Og er sú tala helm-
ingi hærri en á sama tima i
fyrra.
Fólkið, sem flýr frá Vfetnam
sýnir mikiö hugrekki, þvl að
ekki eru taldar nema 40-50% llk-
ur á þvl að lifa flóttann af. Menn
leggja I haf á slæmuir bátum og
sjóræningjar hirða öll verð-
mæti, sem þeir komast yfir,
drepa fólkið og sökkva bátun-
um. Fyrir þá sem koma úr
suðurhlutanum, liggur beinast
við að fara á haf út, en gifurleg-
ur f jöldi flóttamanna hefur farið
beint til Kina oghafa Kínverjar
tekiö við þvl fólki, enda er þaö af
kinverskum uppruna. Sextlu
þúsund flóttamenn eru nú i
Hong Kong.
Skýringarnar á þvl, hvers
vegna fólkið flýr, eru tvær aö
þvi er ég best veit. 1 fyrsta lagi
hefur alltaf verið kalt milli Vlet-
nama og Kinverja I Vletnam, og
Kinverjarnir sem stundað hafa
verslun mann fram af manni og
vegnað vel, hafa verið litnir
hornauga. Og nú virðast stjórn-
völd ætla sér að útrýma þeim úr
Vietnam.
önnur ástæðan er sú, að eftir
að Vietnamstriðinu lauk hefur
þessum Kínverjum i suöri, sem
eru borgarbúar langt fram i
ættir, verið gert skylt aö fara út
I sveitir i pólitlskar endurhæf-
ingabúðir. Þessu hefur fólkið
ekki viljað una og hefur þá frek-
ar flúið, þó aö llfsmöguleikar
þess á flóttanum séu litlir.
Um leið og fólkið flýr sitt
heimaland er það réttindalaust,
þar til eitthvert land samþykkir
að veita þvl viðtöku. Fólkið,
sem hingað kemur, fær strax
full persónuleg réttindi, en ekki
rikisborgararétt.
„Mest orðið var
við jákvœð
viðbrögð”
Hefurðu kynnt þér viðbrögð
fólks við þvi að tslendingar taki
að sér þessa fióttamenn?
— Það er nú helst, að ég hafi
lesið um þau i blööum. Og mér
sýnist ýmsir á móti. Það vill oft
verða, þegar vandamálin nálg-
ast að renni á fólk tvær grímur.
Og þeir, sem eru að vinna i
kringum þetta með mér, hafa
ýmsar sögur á takteinum um
efasemdir og fordóma fólks.
Sjálfur hef ég mest orðið var við
jákvæð viðbrögð.
Viö höfum auglýst eftir sjálf-
boðaliðum. Það er eiginlega
nýtt fyrirkomulag hjá okkur,
þvi að við höfum alltaf haldið
okkur við visst net sjálfboöaliða
innan Rauða krossins. En I
Reykjavik eru rúmlega 12 þús-
und manns félagsbundnir og
höfum við áhuga á að ná til
margra, sem við höfum ekki
verið I beinu sambandi við. 1
dag er fyrirhugaöur fundur með
sjálfboðaliðum, þar sem menn
skrá nöfn sin og tilgreina um .
leið, hversu miklum tima þeir
geta variö I þágu vietnamska
flóttafólksins.
Verkefnin eru margs konar.
M.a. fer I þessari viku af stað
söfnun til hjálpar flóttamönnun-
um, sem enn veröa að dveljast I
flóttamannabúðunum, en söfn-
un þessi er sameiginlegt átak
þrettán landa i Vestur-Evrópu
og fer söfnunin fram I þeim öll-
um á sama tlma. Söfnun þessi
hefst með ávarpi forsætisráð-
herra i kvöld.
önnur verkefni, sem sjálf-
boðaliðarnir koma til með að
hafa undir höndum, er að taka á
móti gjöfum, fötum og húsbún-
aði, sem flóttamönnunum 30
berst. Ég er bjartsýnn á að fólk
komi til okkar með föt, sem það
þarf ekki á að halda, helst föt i
litlum númerum og barnaföt.
Einnig vantar allan húsbúnað,
þvi að fólk þetta kemur alls-
laust. Vonumst við til, að fólk
geti séð af einhverju, sem þaö er
hætt að nota. Móttökutiminn
veröur auglýstur I vikunni, sem
nú fer I hönd. Ég vil geta þess,
að nú þegar hefur okkur borist
margt góöra gjafa.
„Nokkrir túlkar
nú þegar”
En þá eru það túlkarnir?
— Já, við höföum strax sam-
band við þá.sem við vissum að
væru kinverskumælandi, þær
Astrid Hannesson, ekkju Jó-
hanns Hannessonar, en’hún var
við trúboösstörf I Kina um
margra ára skeiö, og Teng-Gee
Sigurðsson sem er frá Singa-
pore, en hefur búiö hér á landi I
ein tuttugu ár. Siðan hefur
námsfólk frá Klna boöið sig
fram og Klnverjinn Li, sem bú-
settur er hér á landi, og
Kambodiumaður, sem talar
vletnömsku. Flóttamennirnir
tala sitt á hvað mandarin- eða
kantonmállýskur.
Hvernig er þér innanbrjósts,
svona áður en þú leggur af staö?
— Það hefur verið svo mikiö
aö gera undanfariö, að ég hef
varla mátt vera að þvi að hugsa
um þaö. Verkefnið sjálft er
spennandi, en maöur veltir auð-
vitað fyrir sér, hvernig þetta
muni lukkast. Ef eitthvað fer úr
skoröum, verður maður kannski
flóttamaður á næsta ári (hlær).
Hvað gæti mistekist?
— Ef við værum t.d. svo ó-
heppnir að hitta á hóp, sem ekki
aðlagaði sig. — En sá möguleiki
er ekki stór miöað viö reynslu
annarra þjóða, þvi að fólk af
þessum kynstofni hefur alls
staöar sýnt aödáunarverðan
dugnað við að læra tungumál
viðkomandi þjóöar og setja sig
inn I framandi aöstæöur. Og það
fer þangað sem vinnan er og
skapar hana, sé hún ekki fyrir
hendi. Ég hef frekar trú á þvi,
að þetta flóttafólk, sem við
komum með, geti orðið dæmi-
gerðir íslendingar, áður en
langt um liöur. FI
Texti: Fanný
Myndir: Tryggvi
Frá Mýrarhúsaskóla
Skólinn tekur til starfa mánudaginn 3.
sept. Kennarar mæti kl. 9, þann dag og
nemendur 4.-6. bekkjar kl. 10.30.
Nemendur 1.—3. bekkjar mæti mánudag-
inn 10. sept. kl. 10 og nemendur forskóla
sama dag kl. 9 og 10.45. Skólastjóri.
TOPPURINN
i litsjónvarpstcBkjum
SJÓNVARPSBÚDIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099
Herrafataverslun
Óskum eftir að ráða ungan mann til fram-
búðarstarfa í herrafataverslun.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist starfs-
mannastjóra sem fyrst.
$ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Leysir .
stœrsta vandann
í minnsta baðherberginu
Flest baöherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og
þrengsli koma tíðum I veg fyrir uppsetningu sturtuklefa.
En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda.
Þeir opnast á horni með tveimur stórum rennihurðum, sem hafa
vatnsþétta segullokun, niöur og upp úr.
Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Einnig
eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrifið — komið og við
veitum allar nánari upplýsingar um stærð, gerð og veró fljótt og
örugglega.
Byggingavörur
Sambandsins
Suóurlandsbraut 32 ■ Simar82033-82180
Dl