Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 26. ágúst 1979. iiGöíllUJLÍ í 11 lagst upp aö og enn ber aö geta þess að við höfum okkar eigin sementsgeyma, þannig að sementsskip getur lagst hér upp að og dælt sementi I lausu frá hafnargarðinum”. Hve stóru svæði þjónar ykkar steypustöð? „Við þjónum hér öllum norðan- verðum Vestfjörðum, Bolungar- vik, Súðavik, Suðureyri, Flateyri og norðanverður Dýrafjörður kaupa héðan steypu, en næsta steypustöð er á Patreksfirði”. Hver er framleiðslugetan? „Hún er nægilega mikil. Verð- lagsstjóri hefur sagt að við séum með óþarflega mikið fjármagn i þessu bundið, en mitt svar er þá það að við hér úti á landsbyggð- inni verðum að geta framleitt fullkomna steypu eins og aðrir og eigum ekki að þurfa að fara aftur á eitthvert fortiðarstig i fram- leiðsluháttum. Of góð steypa er aldrei framleidd’. Hvað um byggingarstarfsemi ykkar? „Já, eins og ég sagði höfum við verið með verktakastarfsemi hér, en höfum nú heldur dregið okkur út úr henni, þar sem erfitt er að standa klofvega yfir borðið, — við þjónum verktökunum hér og vilj- um siður keppa við þá á þeirra markaði, en við höldum áfram að byggja og seljá, eftir þvi sem okkur hentar i hvert skipti. Við hyggjum á ýmsa hluti i þeim efnum nú, en það mun ráðast af undirtektum bæjaryfirvalda”. Hve margir starfa við fyrir tækið? „Starfsmenn munu vera um 22. Fyrirtækið er samsteypa nokkurra fyrirtækja sem sam- einast undir nafninu Grænigarður hf. Segja má að til langs tima hafi menn ekki haft trú á þvi að hægt væri að stunda byggingar hér nema á sumrin, en þetta er aö breytast og við notum veturinn nú til byggingastarfsemi, reynum að lengja byggingartimann. Nú er mikið byggt á Vestfjörðum. Þetta er nokkuð sveiflukennt, til dæmis er nú litið byggt i Súðavik af ibúðarbyggingum, en hins vegar mikið um að vera á Flateyri, en samdrátt er engan að sjá, þegar á heildina er litið”. Hvernig er aðstaða til að reka iðnfyrirtæki hér vestra? „Það er nú svo að hér snýst allt um fiskinn og þvi verða iðnfyrir- tæki allmikið útundan. Við eigum þvi i erfiðri samkeppni við fisk iðnaðinn um mannskap og mund um hafa hér fleira fólk, ef það stæði til boða. Ég vil einnig koma þvi að hér að endingu, að sambúðin við bæjaryfirvöldin hefur verið erfið og ég vildi ekki vera að byrja að hefja rekstur sem þennan hér nu á þessum dögum. Ég get ekk látið hjá liða að nefna að hefði það ekki verið fyrir sérlega góða fyrirgreiðslu og skilning útibús stjóra útvegsbankans hér, hefð margt orðið alveg ófram kvæmanlegt, en hann starfaði um hrið að bæjarmálefnum, áður en hann tók við starfinu við bankann og hafði þvi betri skilning en utanbæjarmaður á þvi, hverju þurfti að koma I framkvæmd.’ Texti og myndir: Atli Magnús- son Vestfirski flotinn treystir á trollin frá Grænagarði Rætt við feðgana og netagerðarmeistarana Guðmund Sveinsson og Magna Guðmundsson AM— Nýlega litum viö inn hjá Netagerð Vestf jaröa, þar sem Guðmundur Sveínsson, netagerðarmeistari, hefur ráðið rikjum um árabil og spurðum frétta af starfsem- inni. Sjálfsagt gætu Isfirðingar og aðrar verstöðvar vestra veriðán flestrar þjónustu fremur en netagerðar- innar, en Netagerð Vestfjarða hefur sérhæft sig í gerð botnvörpu. Þangað leita þvi hinir nafntoguðu togarar Vestfirðinga, sem mestan afla allra íslenskra togara færa að landi á ári hverju, og einnig rækjubátarnir. Hvenær tók netagerðin til starfa hér i Grænagaröi? „Netagerð Vestfjarða er nú orðin 25 ára, en áður var þetta Netagerðin Grænigarður og var þá I eigu Péturs Njarðvik. Það var hlutafélag sem keypti neta- gerðina árið 1954 og það rekur hana enn. Við störfum hér 12-14 I sumar og það eru ellefu togarar hér á Vestfjörðum sem við störfum fyrir. Þá framleiðum við mikið af rækjuvörpum og ég held að allir rækjubátar hér á Vestfjörðum séu með nætur frá okkur. En við sendum lika rækjunætur til Norð- lendinga, til Húsavikur og Kópa- skers og til Sunnlendinga og þeirra á Reykjanesi. Við fáum allt okkar efni frá Hampiðjunni, en sú framleiðsla er á heims- mælikvarða og þjónar islenskum sjávarútvegi sérlega vel.” Hvenær ársins er mest að gera hér? „Hér má heita að annir séu jafnar allt árið. Við vinnum hér að jafnaði tiu tima á dag, en ef eitthvað sérstakt ber upp á getur orðið næturvinna, en það er sjald- gæft. Við höfum stækkað vinnusalinn hjá okkur og aðstaðan hefur batnað hér stórum við það, en Magni Guömundsson, verkstjóri. húsnæðið er nú 700 fermetrar. Þegar ég tók við þessu var hús- næöið ekki nema 100 fermetrar.” Þið eruð kunnir fyrir trollin ykkar hér i Grænagarði. Hvað um loðnunæturnar? „Nei, hér höfum við ekki viljað eiga við loðnunæturnar. Þær eru orðnar svo stórar og þungar að við viljum ekki fást við þær. Ég er þeirrar skoðunar að loðnunæt- urnar þurfi sérstök verkstæði sem fást við þær og sérhæfa sig algerlega i þeim. Slikt verkstæði þyrfti að vera serstaklega hannað og þær þyrfti að vera hægt að taka beint af skipinu uppi á kanti og i gegn um stórar og miklar blokkir.” Nú hefur verið mikil framför i gerð á botnvörpum. „Já, og ekki sist efnunum. Þessi nýju polyethylenefni, sem nú eru komin til sögunnar eru þeim kosti búin að fljóta og eru þvi miklu léttari i drætti. Þau hafa valdið mikilli byltingu. En einnig hefur orðið breyting og framför i gerð trollanna sjálfra. Sonur minn hérna Magni sem er verkstjóri hér hjá mér, hefur nokkur kynni af þvi, en hann hefur unnið hér með náms- manni, Einari Hreinssyni, sem er við háskólann i Tromsö, og hefur haft að prófverkefni opnun á vörpum og toghraða báta. Hann hefur nú mælt upp troll hjá flestum rækjubátanna hér á Isa- firði.” Magni, megum viö spyrja þig um niðurstöður af þessum mæl- ingum? „Þvi verr var Einar óheppinn að þvi leyti að vertiðin hjá okkar I vetur varð styttri en hann ætlaði. Hann hafði hins vegar með sér mælitæki frá skólanum, sem gerði honum kleift að mæla tog- hraðann á trollið og togkraft báts- ins. Slikar athuganir hefur árlega vantað, þvi menn hafa viljað fá stærri og stærri troll en fiska svo ekkert, þar sem báturinn ræður ekki við vörpuna. Bæði mældi hann átakið á trollunum og hve Guðmundur Sveinsson, forstjóri Netagerðar Vestfjarða, hefur ellefu togara á sinum snærum og rækjutrollin frá þeim eru lands- þekkt. þung þau væru i drætti og einnig togkraft bátsins með þvi að láta hann toga i polla við bryggju.” Við hvað eruð þið að vinna þessa stundina? „Við erum hér að útbúa rækju- troll, en einnig höfum við búið til þorskveiðitroll fyrir nokkra báta hér, sem eru I sama formi og rækjuvarpan og þetta hefur gefist vel. Einn var að tala við okkur áðan og hann hefur fengið átta tonn á stuttum tima hér úti af. Þetta er alveg sama gerðin rækjuvarpan, aðeins ann möskvi, en hægt að nota sör bobbingalengju og á rækj trollinu, sömu hlera og annað. Þetta getur komið sér vel fyi þessa báta, eftir að þeir loku fyrir rækjuveiðina I Djúpinu sem vænta má ber okkar sta: semi svip af öllum breytingum sviftingum sem gerast i fis veiðum hér vestra, sama á hva sviði það er.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.