Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 80

Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 80
Árið 2002 átti ég heima í töfrabænum Hollywood. Þar sá ég margar frægar stjörnur og átti í ein- staka tilfellum orða- skipti við þessar yfir- náttúrulegu verur. Fyrst um sinn var þetta voðalega spenn- andi. Nánast jafn spenn- andi og fuglafræðingi finnst að sjá einhvern afvegaleiddan spörfugl á skrítnum stað en eftir að hafa barið m.a. Harvey Keitel, Geri Halliwell, Adam Sandler, Vinc- ent Gallo, John Cusack og James Gandolfini augum varð ég smátt og smátt dofin. Frægt eintak af homo sapiens sapiens gat auðveld- lega farið framhjá mér án þess að ég upplifði innri spennu og æsing. Þetta varð daglegt brauð. Ég fékk harðan frægðarskráp og fann nán- ast ekki neitt þar til dag nokkurn að Ewan McGregor tók sér sæti við hlið mín og vinkvenna minna á kaffihúsi Freds Segal. Við fórum allar á spinn. Ein okkar var önnum kafin í frásögn af því hvernig hún væri með svo viðkvæman enda- þarm að hún gæti vart stigið upp í bíl sem væri eldri en árgerð ´92 án þess að fá gyllinæð... og þá kom Ewan. Við tókum hljóðlát andköf. Vorum fegnar að hann kunni ekki íslensku. Hann var svo fallegur. Hann var svo yfirnáttúrulegur. Svo grúví í Trainspotting. Allt í einu sneri hann sér að mér og bað um eld. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Auðvitað mátti hann fá eld! Hann saug inn og sagði takk. Ég fann hjartsláttartruflanir. Rólega byrjuðum við vinkonurn- ar að jafna okkur. Ewan vandist. Við héldum áfram að ræða heilsu og heilsufarsvanda og Ewan fór að tala við konuna sína. Eftir þetta hef ég ekki upplifað það að verða „starstruck“ aftur. Ég hef meira að setja hitt Vigdísi og Dorrit og ekki fundið neitt. Ég held ég sé orðin ónæm fyrir frægð. Það fólk sem ég ber ómælda virð- ingu fyrir (Jung, Riefenstahl og Warhol) er dáið og ekki miklar líkur á að ég rekist á þau fyrr en á himnum. Hollywood gerði mig ónæma og ég er því ósköp fegin. KVENFRELSI ER LÍKA OKKAR MÁL Paul Nikolov 3. sæti Reykjavíkurkjördæmi Norður Ögmundur Jónasson 1. sæti Suðvesturkjördæmi Gestur Svavarsson 3. sæti Suðvesturkjördæmi Atli Gíslason 1. sæti í Suðurkjördæmi SMS LEIKUR BESTI PLAYSTATION 2 LEIKUR ALLRA TÍMA 11. HVER VINNUR! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . SENDU SMS BTC FGW Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU: GOD OF W AR 2 DVD MYNDIR, FULLT AF PEP SI, AÐRIR TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA STRANGLEGA BANNAÐUR INNAN 18 ÁRA! LENDIR 26. APR ÍL Í BT!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.