Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 20
M
óðir Svanhild-
ar veit hvaða
dag hún var
getin og móðir
hennar Diddu
veit hvar hún
var stödd. Sjálfar eru þær báðar
tveggja barna mæður. Elsta barn
beggja er tíu árum eldra en það
yngsta og á milli þeirra sjálfra eru
svo tíu ár: Svanildur er fædd árið
1974 og Didda árið 1964. Skemmti-
legar tilviljanir eða hvað, sem þó
hafa ekki dugað til að láta leiðir
þeirra liggja saman áður?
Svanhildur: Við höfum sést í mý-
flugumynd á Eddunni eitt sinn
þegar ég var að veita verðlaun
og Didda að taka við einum. Ann-
ars er Didda bara eins og Björg-
vin Halldórsson, hún hefur alltaf
verið til.
Didda: Ég tengi Svanhildi að sjálf-
sögðu við sjónvarpið og get því
ekki alveg staðsett hana einhvers
staðar á upphafsreit.
Svanhildur: Þú hefur sem sagt
ekki vaknað klukkan sex til að
hlusta á mig í morgunútvarpinu?
Didda: Kannski ég hafi einhvern
tímann náð því, en mig minnti
endilega að þú værir ljóshærð?
Svanhildur: Jú, ég var það. Ég datt
í strípupakkann í nokkur ár eins
og flestar íslenskar konur, þar til í
fyrra þegar ég varð ólétt. Þá áttaði
ég mig á því að ég myndi svo inni-
lega vilja gera eitthvað allt annað
við þessa fimm klukkutíma sem
ég sat með álpappírinn í hárinu á
hárgreiðslustofu.
Talandi um breytingar. Nokkrum
klukkutímum áður en Svanhildur
og Didda settust niður á Vínbarinn
logaði miðborgin og nú lítur allt út
fyrir að þarna hafi Reykvíkingar
misst gömul og merk hús. Eru þær
á brunabömmer?
Svanhildur: Maður hugsar út í
hvaða starfsemi er búin að vera
þarna. Sjoppa, kebabstaður og alls
konar missorglegir skemmtistað-
ir. Þetta eru ein elstu timburhús
landsins, Trampe greifi bjó þarna
og meira til þannig að maður
hugsar með sjálfum sér: Ef mönn-
um var svona annt um þessi hús –
af hverju var þá ekki hugsað al-
mennilega um þau og af hverju
voru þau ekki lögð undir einhverja
starfsemi sem auðveldara var að
fylgjast með? Að vera með stand-
andi sjoppurekstur þarna, heita
potta og sígarettur á skemmtistað
er auðvitað bara fáránlegt.
Didda: Auðvitað átti þetta horn að
vera flottara, öllu betur viðhaldið
og það er búið að vera erfitt fyrir
veitingamenn að reka þarna veit-
ingahús og halda þessum gömlu
spýtum við í leiðinni. Ég er alveg
viss um að eigendur hefðu alveg
verið til í að selja ríkinu þessar
eignir ef ríkið hefði haft almenni-
legan áhuga á þessu. Þetta er eitt
af þessum hornum sem öllum
þykir vænt um: Allir hafa kysst
þarna á 17. júní.
Svanhildur: Og óteljandi héraðs-
dómarar hlaupið yfir torgið og
fengið sér pylsu. Bruninn býður
upp á ákveðna endurnýjun þarna
sem hefði kannski annars ekki
orðið. En ég er mikið fyrir gamla
hluti og mun sakna bygginganna.
Ég er íhaldssöm og helst vildi ég
fá gömlu bláu og hvítu mjólkur-
fernurnar aftur með Auðhumlu
framan á.
Næst skal vikið að umræðuefni
sem Svanhildur tekur strax fram
að hún nenni varla að ræða. Hana
langi helst til að gubba þegar hún
heyri þá umræðu. Það er hin sívin-
sæla spurning um markaðssetn-
ingu á íslenskum konum. Við höld-
um því fram að íslenskar konur
séu gáfaðar og vel menntaðar en
oftar en ekki eru þær markaðssett-
ar sem sætar og lauslátar hórur.
Finna þær fyrir þessari markaðs-
setningu?
Didda: Ég skil Svanhildi svo sem
vel. En mín skoðun er sú að þær
eyjar sem fá flestu heimsóknirn-
ar eru þær sem búa yfir bestu goð-
sögnunum. Þannig að hugmyndin
um sprækar stelpur hafa alltaf
laðað skip að landi. Á Kúbu segj-
ast þeir eiga sætustu stelpurnar og
gröðustu mennina. Á Íslandi eru
það sætustu stelpurnar og sterk-
ustu mennirnir. Og á meðan fólk
kaupir miða til að koma og tékka
á þessu; þá erum við ekki að tapa,
þó að þetta sé ekki einu sinni satt.
Það þarf svo aldrei neitt að fjöl-
yrða um það að menn eru miklu
fjölþreifnari en konur og vilja því
fremur koma í svona ferðir.
Svanhildur: Er það? Ég hef séð
konur taka svoleiðis atriði að
maður hugsar með sér: Ó, já,
svona er líka hægt að gera. Og
verður svo á einhvern undarlegan
hátt samt glaður í hjarta sínu því
þarna sér maður líklega jafnrétt-
ið í verki.
Didda: Ég verð samt meira vör
við lauslæti hjá karlmönnum. Þess
vegna ef auglýsa skal eyju, þá þýðir
ekkert að auglýsa að hér vaði allt
uppi í lauslátum karlmönnum. Og
þetta er líka gömul saga og byggist
allt á gömlum merg. Skipin hér á
öldum áður voru ekki full af kven-
fólki að leita að hressum gaurum.
Þar var að finna karlmenn í leit að
höfnum fullum af píum.
Svanhildur: Ég held þetta hafi
byrjað þannig að einhver erlendur
lúðablaðamaður hafi komið hing-
að til lands, einhver kona aumkvað
sig yfir hann og hann skrifað um
það. Hugsið ykkur líka hvað það
er ósanngjarnt að tala til dæmis
um ástandið. Spáið í það hvernig
íslenskir karlmenn hefðu látið
ef vel baðaðar, útlenskar konur í
flottum einkennisbúningum hefðu
komið hingað á þessum tíma. Og
jafnvel síðar. Hver man ekki eftir
látunum út af ítölsku sjóliðunum?
Það hefur bara ekkert verið í boði
að hingað kæmu full herskip af
ítölskum gellum.
Didda: Það má kannski ráða bót á
því. En ég held að það sé líka svo-
lítið á okkar eigin ábyrgð að snúa
þessu þannig að markaðssetningin
sé orðuð öðruvísi. Það að fólkið
viti að hér séu sjálfstæðar konur
er jafngóð markaðssetning.
Svanhildur: Það búa rúmlega 6
milljarðar manna í heiminum.
Ég held að lítill hluti þess fólks
sé raunverulega eitthvað að spá
í því hvort íslenskar konur hafi
einhvern tímann verið markaðs-
settar. Ekki frekar en fólk er að
sniðganga íslenskar vörur vegna
hvalveiða eða að Ísland sé orðið
skotmark al-Kaída. Við þurfum
bara að fara að finna eitthvað al-
mennilegt og nýtt til að nota sem
gulrót. Ekki bara fallegt kvenfólk,
hvali og sterka menn.
Didda: Já, við getum líka notað að
við eigum líka feita karlmenn og ...
Fyrst við erum að ræða um hvernig
Íslendingar eru hér í boði. Hvernig
kemur Íslendingurinn ykkur sjálf-
um fyrir sjónir?
Didda: Hann er aleinn inni í bíl.
Einhvers staðar pirraður í um-
ferð.
Svanhildur: Já. Það var allavega
ég í dag. Að reyna að komast suður
í Hafnarfjörð.
Didda: Ég geng mikið og ég sé því
vel hvað það eru fáir sem fjöl-
menna í bílana. Og það er merki-
legt en það er ekki ein einasta
manneskja sem býður manni
far. Hér áður fyrr komst maður
varla milli gatna án þess að ein-
hver stoppaði og spyrði maður
hvert maður væri að fara. Þannig
að já, við erum ein og afskipt.
Íslendingurinn fyrir mér er líka
svo sem mjög merkilegt fyrir-
bæri: Við erum hreinlega alls stað-
ar. Það stoppar okkur ekkert.
Svanhildur: Einmitt! Íslendingur-
inn er alltaf einhvern veginn á rétt-
um tíma og á réttum stað. Þú finnur
pottþétt Íslending í ábyrgðarstöðu
í stórfyrirtæki í Bandaríkjunum
og hann er svo auðvitað á staðnum
þegar einhver brjálæðingur geng-
ur um og skýtur fólk vestanhafs.
Þetta er bara alveg ótrúlegt því
við erum ekki nema 300.000. Við
erum ekki dvergríki – við erum
örríki. Örríkið Ísland er samt með
allt til alls.
Föstur, detox, lýtaaðgerðir og
stólpípur – að vísu í Póllandi.
Hvernig kemur þessi útlitsdýrkun
þeim fyrir sjónir?
Svanhildur: Ég held ég sé ekki
rétta manneskjan til að spyrja um
þetta (segir Svanhildur meðan hún
gæðir sér á sykurmola).
Didda: Ég hef bara eina skoðun
á þessu. Ég held að ef fólk hefur
svona mikinn tíma til að pæla í
útlitinu, að þá hafi það alls ekki
nægileg vandamál í lífinu til að
glíma við og bara alls ekki nóg að
gera. Mér er svo sem alveg sama,
ég þarf bara að passa mig á elli-
Ókunnugur maður hefur undið sér upp að
Diddu Jónsdóttur og spurt hana af hverju hún
greiði sér ekki. Svanhildur Hólm Valsdóttir
hefur verið spurð af hverju hún hafi verið í svona
ljótum jakka í sjónvarpinu í gær. Júlía Margrét
Alexandersdóttir dró þær stöllur á rökstóla og
þær segja Íslendinginn eins og góðan fréttaritara:
Ætíð staddan á réttum stað.
Íslendingurinn er aleinn og