Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 4

Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 4
Lið Rimaskóla bar sigur úr býtum í fyrstu kokka- keppni grunnskólanna sem fram fór í Menntaskólanum í Kópavogi í gær. Lið Álftamýrarskóla hreppti annað sætið en Hamraskóli það þriðja. Tíu grunnskólar tóku þátt. Áslaug Traustadóttir, heimilis- fræðakennari í Rimaskóla, er upp- hafsmaður og umsjónarmaður keppninnar, en Gestgjafinn, Menntaskólinn í Kópavogi og Fiskisaga/Gallerý kjöt eru aðal- bakhjarlar hennar. Síðustu fjögur ár hefur Áslaug staðið fyrir kokkakeppni í Rima- skóla. „Draumurinn var að gera úr þessu Reykjavíkurkeppni, sem gerðist í fyrsta skipti núna. Ég á von á því að á næsta ári verði margfaldur fjöldi þátttakenda,“ sagði Áslaug, sem stefnir á keppni á landsvísu. Hún segist finna fyrir miklum áhuga hjá nemendum. „Fagið hefur líka breyst mikið. Á síðustu fimm árum hefur komið út nýtt kennsluefni fyrir alla aldurs- hópa,” sagði Áslaug. Lið Rimaskóla fékk í verðlaun ferð til London, ásamt 8.000 króna peningagjöf á liðsmann frá Kaup- þingi. Fyrir annað sæti var í verð- laun veislumáltíð á Silfrinu og 5.000 króna peningagjöf, en veislumáltíð á Galíleó og 3.000 króna peninga- gjöf var fyrir þriðja sætið. Rimaskóli vann Aðeins dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar frá síðustu helgi, er þessir tveir flokkar héldu lands- fundi sína, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Mun- urinn er þó innan skekkjumarka. 41,2 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, í stað 43,4 prósenta fyrir viku. Skekkju- mörk eru 4,3 prósentustig, sem þýðir að fylgið er á bilinu 36,9 til 45,5 prósent. Ef Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 41,2 prósent í alþingis- kosningum nú, í stað 33,7 prósenta í síðustu kosningum, myndi þing- mönnum flokksins fjölga um sjö, úr 22 í 29. 44,1 prósent karla segist nú myndu kjósa flokkinn, en 37,6 pró- sent kvenna. Fylgi flokksins meðal kvenna dalar því um 5,3 prósentu- stig á milli vikna. Fylgi Samfylkingar dalar einnig aðeins þessa vikuna. 20,3 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, í stað 22,3 prósenta í síðustu viku. Vikmörk eru 3,5 prósentustig. Ef þetta væru niðurstöður kosn- inga myndi kjörfylgi flokksins dala um 10,6 prósentustig og þing- mönnum fækka um sex; verða nú fjórtán í stað tuttugu. Fylgi meðal karla dalar nokkuð, um 4,6 prósentustig og er nú 16,7 prósent. Fylgi meðal kvenna eykst hins vegar lítillega og mælist nú 24,9 prósent. Fylgi Vinstri grænna eykst aðeins á milli kannana, en er samt innan vikmarka. Nú segjast 19,7 prósent myndu kjósa flokkinn, en í síðustu viku mældist fylgi hans 16,7 prósent. Vikmörk reiknast 3,5 prósentustig. Ef þetta yrðu niðurstöður kosn- inga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kjörna, átta fleirum en í síðustu kosningum þegar 8,8 pró- sent kusu flokkinn. Jafn margir íbúar höfuðborgarsvæðisins segj- ast nú myndu kjósa Vinstri græn og Samfylkingu eða 22,0 prósent. 16,0 prósent íbúa landsbyggðar- kjördæmanna segjast nú myndu kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir aðeins við sig frá síðustu viku og í fyrsta sinn, frá því ágúst á síðasta ári mælist fylgi flokkins yfir tíu prósent. 10,4 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokk- inn, í stað 8,6 prósenta í síðustu viku og myndi flokkurinn sam- kvæmt því fá sjö þingmenn kjörna, í stað þeirra tólf sem þeir hlutu kjörna eftir síðustu kosningar. Vikmörk eru 2,7 prósentustig. Karlar eru heldur spenntari fyrir Framsóknarflokknum en konur og segjast 12,5 prósent karla myndu kjósa flokkinn, en 7,7 prósent kvenna. Þá er fylgi flokks- ins 14,9 prósent á landsbyggðinni, en 7,6 prósent á höfuðborgarsvæð- inu. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Það er, miðað við heildarfylgi myndu flokkarnir ekki fá jöfnunarmanni úthlutað, þótt ekki sé loku fyrir það skotið að í einhverju kjördæmanna verði einhver kjördæmakjörinn. Íslandshreyfingin mælist með mest fylgi litlu flokkanna þriggja og segjast nú 4,0 prósent myndu kjósa hana, í stað 2,3 prósenta í síðustu viku. Vikmörk eru 1,7 pró- sentustig og ná því efri mörkin yfir fimm prósenta markið. 3,2 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem hlaut 7,4 prósent í síðustu kosn- ingum og fjóra menn kjörna. Vik- mörk eru nú 1,5 prósentustig. Í síðustu viku mældist fylgi flokks- ins 5,8 prósent. Þá segjast nú 1,2 prósent myndu kjósa Baráttusamtök eldri borg- ara og öryrkja, en 0,8 prósent sögðust í síðustu viku myndu kjósa samtökin. Vikmörk eru 1,0 pró- sentustig. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 21. apríl og skiptust kjósendur jafnt eftir kyni og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið væri nú til kosninga? 62,8 prósent tóku afstöðu til spurn- ingarinnar, sem er aðeins hærra hlutfall en hefur verið í könnun- um Fréttablaðsins að undanförnu. 28,2 prósent segjast enn óákveðin. Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, fengju alls 36 þingmenn, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylking og Vinstri græn fengju 27 þingmenn. Aðrir flokk- ar myndu ekki ná manni á þing. Samanlagt fylgi litlu flokkanna þriggja er 8,4 prósent. Landbúnaðarráðu- neytið hefur úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á kjöti frá mars og fram í desember á þessu ári. Tuttugu og fimm tilboð bárust í samtals tæp 3.700 þúsund kíló af kjöti. Hæsta boð var 900 krónur á kílóið og lægsta 10 krónur. Meðalverðið var því 308 krónur á kílóið. Sláturhúsið Hellu fékk langmest af tollkvótum, eða 50 þúsund kíló af frystu nautgripakjöti, 100 þúsund kíló af frystu svínakjöti og tæp 169 þúsund kíló af frystu alifuglakjöti. Dreifing fékk 48 þúsund kíló af frystu nautgripakjöti, 60 þúsund kíló af frystu svínakjöti og 15 þúsund kíló af kjöti og ætum hlutum af dýrum. Sláturhúsið Hellu fékk mest Um helmingur þjóðarinn- ar, eða 50,9 prósent, er hlynntur því að koma á fót varaliði lögreglu sem þætti í vörnum Íslands, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblað- ið. Fjörutíu prósent eru andvíg. Konur eru mun hlynntari stofnun slíks varaliðs. 58 prósent þeirra segjast hlynnt því en 33 prósent andvíg. Á móti eru 43,7 prósent karla hlynnt varaliði en 46,9 prósent andvíg. Andstaðan er mest meðal fylgismanna Vinstri grænna, en stuðningur mest hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum. Helmingur vill varalið lögreglu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.