Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 8
Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á
menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að
mannréttinda- og líknarmálum.
Það verður m.a. gert með framlögum til stofn-
ana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa
framangreind málefni sem aðaltilgang sinn.
Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en aðrir stjórnarmenn eru
Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir.
Ritari stjórnar sjóðsins er Soffía Lárusdóttir.
Áhugasamir aðilar sem uppfylla ofangreind skilyrði eru
hvattir til að senda inn umsókn. Lengd umsóknar skal
takmarkast við eina vélritaða síðu (A4).
Umsóknarey›ublö› má finna á heimasí›u Baugs Group hf.,
www.baugurgroup.com.
Umsóknum skal skila› fyrir 11.maí á
styrktarsjodur@baugurgroup.com
Einnig má skila umsóknum til:
Styrktarsjóðs Baugs Group hf.,
Túngötu 6, 101 Reykjavík
Úthlutun fer fram í júní.
STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF.
AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM.
hz
et
a
eh
f
Fjórða úthlutun
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 7
0
5
38
>>Kennaraháskóli Íslands
sími 563 3800 >www.khi.is
Í samræmi við ákvæði 3. gr. reglugerðar um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla, nr. 327/1999
og samstarfssamning Kennaraháskóla Íslands og Umferðarstofu um ökukennaranám auglýsir Kennara-
háskóli Íslands eftir umsækjendum um nám fyrir verðandi ökukennara á vegum sérstakrar stofnunar
innan skólans Símenntunar – rannsókna – ráðgjafar. Fáist næg þátttaka er að því stefnt að námið hefjist
á komandi hausti og ljúki í maí árið 2009. Námið er skilgreint sem 30 eininga nám á háskólastigi.
> Inntökuskilyrði eru þessi:
Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
Að hafa ekið bifreið (bifhjóli) að staðaldri síðustu þrjú árin
Líkamlegt og andlegt heilbrigði fyrir ökumenn í hópi 2, sbr. reglugerð nr. 501/1997
Að hafa ekki hlotið dóm skv. ákvæðum 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga
Við inntöku í námið verður auk þessa litið til starfsreynslu umsækjenda, einkum á sviði uppeldis- og
kennslumála, ökuferils en umsækjendur mega ekki hafa fengið refsipunkta vegna brota á umferðarlögum
undanfarin þrjú ár. Lögð er áhersla á að konur jafnt og karlar sæki um námið.
Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð sem má nálgast á vef stofnunarinnar, http://srr.khi.is/. Þar er
ennfremur að finna ýmsar upplýsingar um námið, s.s. námskrá og kennsluskrá ásamt nánari upplýsingum
um hvenær kennsla fer fram.
> Nauðsynlegt er að afrit prófskírteina fylgi umsókn.
Ökukennaranám til b-réttinda
Umsóknarfrestur er til 6. maí 2007.
Námskostnaður er kr. 990.000 (sjá nánar í kennsluskrá).
Allar frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri ökukennaranáms,
Arnaldur Árnason, í síma 5634888 milli kl. 9 og 12 virka daga og
utan þess í síma 8925213. Einnig má senda tölvupóst á netfangið
arnarnas@khi.is.
Árni Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Flugfélags
Íslands, segist hlakka til að kom-
ast með starf-
semi fyrirtækis-
ins í Reykjavík
í betra hús-
næði. Með
öðrum orðum
fagnar hann
áformum um
byggingu sam-
göngumið-
stöðvar í Vatns-
mýri. „Og ekki
vanþörf á,“
segir hann.
Núverandi
flugstöð félagsins var reist á
stríðsárunum og er löngu úr sér
gengin.
Til stendur að reisa samgöngu-
miðstöðina í einkaframkvæmd
og eiga framkvæmd og rekstur
að standa undir sér. Árni segir
mikilvægt að það verði gert á
sem hagkvæmastan hátt svo mið-
stöðin íþyngi ekki farþegum með
þeim hætti að fargjöld hækki. Og
hann er bjartsýnn á að það sé
hægt enda margvísleg starfsemi
fyrirhuguð í miðstöðinni sem
styrki stoðir hennar og dreifi
kostnaði.
Á það beri einnig að líta að far-
þegar félagsins standi í dag
straum af rekstri núverandi flug-
stöðvar. „Þó hún sé frekar lítil og
úr sér gengin kostar viðhald
óheyrilega mikið enda húsið
gamalt. Sá kostnaður hefur aukist
á síðustu árum en hann myndi
falla niður. Þetta þarf því ekki að
verða dýrara fyrir okkur.“
Árni er hlynntur því að sam-
göngumiðstöðin verði byggð þó
að flugvöllurinn kunni að flytjast
úr Vatnsmýri; Reykjavík þurfi
miðstöð samgangna til og frá
borginni hvort sem er í flugi eða
með öðrum leiðum. En hann efast
reyndar stórlega um að flug-
völlurinn fari. „Það á eftir að
gera veðurathuganir á Hólms-
heiði og í skýrslu starfshóps um
Reykjavíkurflugvöll kemur
ekkert fram um hvort nýtingar-
hlutfall vallar þar sé ásættanlegt.
Ég held að vegna veðurs verði
nýting hans mun verri og þegar
allt er tekið til hljótist mikill
kostnaður af að vera þar upp frá
vegna mikillar niðurfellingar á
flugi. Og um Löngusker er það að
segja að sú framkvæmd er dýr
og henni fylgir mikil röskun á
landslagi. Ég hef því fulla trú á
að flugvöllurinn verði áfram í
Vatnsmýrinni þegar allt hefur
verið skoðað.“
Vill aðhald
svo fargjöld
hækki ekki
Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands fagnar áform-
um um byggingu samgöngumiðstöðvar en hvetur til
aðhalds svo ekki þurfi að hækka fargjöld. Hann efast
um flugskilyrði á Hólmsheiði.
Eldvarnir í Lækjargötu 2 og
Austurstræti 22 voru fullnægj-
andi miðað við aldur húsanna. Svo
virðist sem reykskynjari og
slökkvitæki hafi ekki verið til
staðar í söluturninum Fröken
Reykjavík þar sem eldsins varð
fyrst vart. Bjarni Kjartansson,
sviðsstjóri forvarnasviðs hjá
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu, segir að slík tæki hefðu haft
lítið að segja í brunanum.
„Nú var ég ekki á staðnum sjálf-
ur en miðað við lýsingarnar hugsa
ég að handslökkvitæki hefði mátt
sín lítils í þessum bruna. Eldurinn
virðist hafa byrjað að loga innan
þilja og er orðinn að báli þegar
menn verða varir við reykinn,“
segir Bjarni.
Í gömlum húsum er erfitt að
uppfylla nútíma reglugerðir um
brunavarnir. Í báðum húsunum
höfðu verið settar gifsplötur í loft
í eldvarnarskyni og að sögn eig-
anda Lækjargötu 2 voru einnig
slíkar plötur í lofti Fröken Reykja-
víkur. „Brunavarnir miða auðvit-
að fyrst og fremst að því að vernda
líf og limi þeirra sem eru í húsinu.
Gifsplötur hindra að eldur nái að
breiðast út en þær gera lítið gagn
þegar upptök eldsins eru á bak við
þær eins og virðist vera í þessu til-
felli,“ segir Bjarni.
Ekki reykskynjari