Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 6
www.xf.is FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN VILL AFNEMA NÚGILDANDI KVÓTAKERFI SEM ER ÓRÉTTLÁTT OG FJANDSAMLEGT BYGGÐUM LANDSINS AFNÁM KVÓTA-KERFISINSER KOSNINGAMÁL Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553-6061 Annað sætið skipar Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur. Ásgerður er framkvæmdarstjóri í Reykjavík og er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands og fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar. Fiskifræðingurinn og alþingismaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þau bjóða ykkur öll velkomin á kosningaskrifstofu flokksins að Skeifunni 7 Opið er frá 10.00 til 18.00 alla daga og alltaf heitt á könnunni. Frakkar ganga í dag að kjörborðinu til að kjósa sér forseta, sem taka á við af Jacques Chirac sem kveður Elysée-höll í maí eftir tólf ára setu þar. Nicolas Sarkozy, flokksbróðir Chiracs og fyrrverandi innanríkisráðherra, er nánast öruggur um að komast áfram í úrslitaumferðina. Hann var með fáeinna prósentustiga forskot á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista sem sækist eftir því að verða fyrsta konan á forsetastóli í Frakklandi, í nær öllum skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar. En franskir kjósendur hafa ítrekað áður komið kosningaspámönnum á óvart og skoðanakannanir sýndu að milljónir kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Það getur því allt gerst, þótt sennilegast þyki að það verði þau Sarkozy og Royal sem takist á í úrslita- umferðinni. Sá sem helst er talinn líklegur til að geta skotist upp fyrir Royal er miðjumaðurinn Francois Bayrou. Að minnsta kosti er talið mjög ólíklegt að hinum 78 ára gamla þjóðernissinna Jean-Marie Le Pen takist í þetta sinn að endurtaka leikinn frá því í síðustu forsetakosningum árið 2002, þegar hann hlaut næstflest atkvæði allra frambjóðenda í fyrri umferðinni og mætti Chirac, sitjandi forseta, í úrslitaumferðinni. Le Pen hefur þó verið spáð minnst fjórtán prósenta fylgi. Allir aðrir hinna alls tólf frambjóðenda eru ólíklegir til að ná til sín meiru en í mesta lagi fáeinna prósenta fylgi, en samanlagt gætu vinstri- jaðarframbjóðendurnir sex náð til sín nógu miklu til að spilla fyrir möguleikum sósíalistans Royal á að komast í seinni umferðina. Úrslitaumferðin fer fram hinn 6. maí. Tvísýnar kosningar Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy er sá eini af tólf frambjóðendum í fyrri umferð frönsku forstakosninganna í dag sem er nánast öruggur um að komast í þá seinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræði- prófessor flutti á þriðjudag fyrir- lestur um beitarréttindi á íslensk- um afréttum, veiðiréttindi í laxveiðiám og aflaheimildir á Íslandsmiðum á ráðstefnu um eignarréttindi til að stuðla að framförum í Porto Alegre í Bras- ilíu. Meðal annarra fyrirlesara voru José María Aznar, sem var forsætisráðherra Spánar á árun- um 1994 til 2004, og Fernando Henrique Cardoso, sem var for- seti Brasilíu árin 1995 til 2003. Í fyrirlestrinum ræddi Hannes hvernig mynda má einkaeignar- rétt á gæðum sem eðlis þeirra vegna verður að samnýta, til dæmis fiskistofnum, afréttum og útvarpsrásum. Ritgerð upp úr fyrirlestri Hann- esar er prentuð í portúgalskri þýðingu í brasilíska ritinu Eignar- rétti og framförum, sem gefið var út í kjölfar ráðstefnunnar. Alls voru átján fyrirlesarar á ráðstefnunni, sem haldin var í kaþólskum háskóla í Porto Alegre. Fræddi fólk um beitarréttindi Þjónustuhús með salernisaðstöðu á golfvell- inum í Grafarholti gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö og var kamarinn, sem stendur á teig tíu og er í eigu Golfklúbbs Grafarholts, í ljósum logum þegar lögregla kom á staðinn. Slökkvilið kom skömmu síðar og slökkti eldinn. Eldsupptök eru ókunn en að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Talið er að tjónið sé í kringum tug milljóna, en mikið hafði verið lagt í húsið. Þrjár vikur eru þar til völlurinn verður opnaður á ný og óljóst er hvort tekst að koma húsinu í lag fyrir þann tíma. Útflutningsráð stendur fyrir fimm daga fræðslu- og kynnisferð til Kasakstans um miðjan maí og er skráning í ferðina hafin. Dagskráin verður kynnt fljótlega en áhersla er lögð á að fá kynningu á við- skiptatækifærum, fjárfestinga- tækifærum og viðskiptaum- hverfi landsins. Á vef Útflutningsráðs kemur fram að fræðslu- og kynnisferð- in er unnin í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu og mun viðskiptafulltrúi sendiráð- ins, Yuri Korolev, taka þátt í ferðinni. Skráningarfestur rennur út 26. apríl. Kynnisferð til Kasakstans Á að koma á eðlilegum sam- skiptum við þjóðstjórn Palest- ínu? Á Reykjavíkurborg að kaupa lóðir eignanna sem brunnu í vikunni sem leið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.