Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 77
heimilinu að sitja á mér og stríða
þessu hrukkulausa fólki ekki of
mikið. En það er skrítin lífsbar-
átta að hafa áhyggjur af því einu
hvernig maður lítur út.
Svanhildur: Svolítið góður
punktur. En ég held samt að við
séum ekkert sérstaklega upptek-
in af útliti okkar í dag. Við topp-
um aldrei tímann í kringum miðj-
an níunda áratuginn þegar Hófi
varð ungfrú heimur. Þá varstu
bara ekki neitt neitt nema vera í
álfafosspeysu, með aflitað hár og
ljósabrúnn. Konurnar bryðjandi
megrunarkaramellur og á hvít-
vínskúrnum. Það er viss heims-
ósómi að halda að þetta sé eitt-
hvað verra í dag.
Nú vinnur þú Didda í sorpinu. Ný-
lega var grein í Fréttablaðinu þar
sem fólk í sorphirðustörfum sagð-
ist finna fyrir fordómum hjá íbúum
borgarinnar í sinn garð. Finnur þú
fyrir slíkum fordómum? Og Svan-
hildur, nú ert þú á skjánum hvert
kvöld? Finnur þú fyrir því að fólki
finnist það þekkja þig – taki jafn-
vel út hvað þú ert með í innkaupa-
kerrunni í Hapkaupum?
Didda: Á meðan ég er í vinnugall-
anum, í aðvörunarlitunum, þá sér
fólk oft ekki að maður er mann-
eskja. Ég hef til dæmis lent í ein-
hverri kellingu sem hvæsti á mig
út um gluggann, segja mér til
hvernig átti að vinna vinnuna
mína og ég bað hana vinsamleg-
ast um að sýna mér kurteisi, ég
væri líka manneskja. Hún svaraði
því til að hún vissi nú ekkert um
það! En auðvitað finna margar at-
vinnustéttir fyrir fordómum. Fjöl-
miðlafólk verður vart við það að
einhverjir segja að allir fjölmiðla-
menn séu svona og svona.
Svanhildur: Ég finn nú lítið fyrir
því að vera fræga kellingin í búð-
inni. Ég held líka að ég komi mér
sjaldan í þær aðstæður að það
reyni á þetta og fer til dæmis lítið
út á lífið. Það er frekar að það sé
kallað í Loga enda skagar hann jú
upp úr mannfjöldanum eins há-
vaxinn og hann er. Svo er skrítið
að eftir klukkan 2 að nóttu til er
eins og eitthvað gerist. Fram að
því erum við frekar prúð og allir
í góðum fíling en svo verður allt
í einu allt stjörnuvitlaust og fólk
verður stjarnfræðilega ölvað. En
þó að fólk komi stundum og þurfi
að ræða eitthvað við mann þá er
það ekkert sérstakt vandamál,
maður lendir sjaldnast í því að
fólk sé dónalegt. Svo eru auðvit-
að allir frægir á Íslandi og engum
finnst í rauninni þessi eða hinn
neitt merkilegri.
Didda: Frægasti Íslendingurinn er
sá sem enginn veit hver er.
Svanhildur: En það er kannski
eitt sem maður finnur fyrir þegar
maður er alltaf á skjánum, en það
er það hvað útlit manns verður ein-
hvern veginn aðalatriðið. Ef maður
skiptir um háralit eða greiðslu eða
mætir í nýjum jakka er það frekar
rætt en það sem maður er að segja.
Fullt af fólki sem maður hittir,
sem maður þekkir eða þekkir ekki
telur sig hafa fullkominn rétt á því
að kommentera á það að jakkinn
sem maður hafi verið í gær hafi
verið hrikalega ljótur eða að hár-
liturinn klæði mann ekki. Eins og
það komi þeim við hvernig ég lít út
bara af því að ég er á skjánum.
Didda: Ó, já. Ég hef líka oft lent í
þessu og eitt sinn labbaði maður
að mér sem sagði: Ég veit hver þú
ert – geturðu ekki greitt þér? Eins
og hann gæti ráðið hárgreiðslunni
minni af því einu að hann vissi
hver ég er.
Svanhildur: Þetta er bara eins og
að labba að ókunnugri konu í röð-
inni í Melabúðinni og segja henni
að þessi háralitur sé bara engan
veginn að gera sig. En auðvitað er
þetta líka einhver tegund af um-
hyggju, fólk er almennt ekki að
segja þetta til að vera andstyggi-
legt.
Að lokum. Ef þið fenguð töfra-
sprotann og mættuð breyta ein-
hverju einu í íslensku samfélagi?
Hverju mynduð þið breyta?
Didda: Fleiri í bíl. Allir á gangi
og talandi saman. Hestvagnar
og lömb í Hlíðunum til að taka á
móti.
Svanhildur: Húmorsleysi er ákveð-
ið vandamál og vilji til að skilja
allt á versta veg. Ég myndi vilja að
fólk bæri virðingu fyrir skoðunum
annarra, hugsaði áður en það talar
eða skrifar, og hefði líka húmor
fyrir sjálfu sér og umhverfinu.
Við erum allt of viðkvæm, fljót-
fær og dómhörð.
pirraður