Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 12
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
„Lifðu lífi þínu með það að leiðar-
ljósi að breytni þín gæti orðið að
algildum lögum.“
Efnavopn kynnt til sögunnar
Eftir miklar umræður og yfirlegu hefur
verið ákveðið að skipta út orgelinu í
Hafnarfjarðarkirkju og verður gripur-
inn kvaddur með kurt og pí á tónleikum
í kvöld.
Þegar orgel þetta var keypt af stór-
hug og myndarskap um miðja síðustu
öld var það eitt stærsta orgel landsins
og markaði tímamót í þeirri tónlistar-
sögu Íslands. Hljóðfærið hefur þjón-
að Hafnfirðingum í gleði og sorg við
ýmsar kirkjulegar athafnir og á tón-
leikum. Guðmundur Sigurðsson, kantor
Hafnarfjarðarkirkju, útskýrir að orgel-
skiptin haldist í hendur við gagngerar
endurbætur á kirkjunni – byggingunni
verði lokað í haust en opni síðan aftur
fyrir næstu jól.
„Orgelið hefur þó svo gott sem runn-
ið sitt skeið á enda og það verður tekið
niður í sumar. Það þjáist af ýmsum al-
varlegum tæknilegum bilunum og
margar pípur þess eru einfaldlega ónýt-
ar,“ segir Guðmundur og bætir við að
færustu orgelsérfræðingar hér heima
og erlendis hafi kveðið upp þann dóm að
ekki væri forsvaranlegt að gera hljóð-
færið upp. Ástæðan er sú, að þó svo org-
elsmíði á eftirstríðsárunum hafi vissu-
lega borið merki um forna frægð og
mikla sögu, var efnahagurinn það slæm-
ur á þeim tíma að ógerningur var að fá
úrvalshráefni í pípugerð og tæknibún-
að. Því er líftími orgela frá þessum tíma
almennt styttri en þeirra orgela sem
smíðuð eru úr besta mögulega efni.
Sjálfur er Guðmundur nýtekinn við
kantorstöðunni og hefur því ekki náð að
bindast hljóðfærinu jafn sterkum bönd-
um og aðrir bæjarbúar. Hann segir að
viðeigandi sé að hafnfirskir listamenn
séu í öndvegi á kveðjutónleikunum og
efnisskráin verður fjölbreytt. Guð-
mundur leikur á orgelið og stýrir kór
kirkjunnar sem flytur messu eftir Schu-
bert í kveðjuskyni. Meðleikari kórsins
er Bjarni Þór Jónatansson. Barnakór
Hafnarfjarðarkirkju kemur fram undir
stjórn Helgu Loftsdóttur og með kórn-
um leikur Anna Magnúsdóttir á píanó.
Þá koma einnig fram Hafnfirðingarn-
ir Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ás-
geir Páll Ágústsson baritónsöngvari.
Ókeypis er inn á tónleikana sem hefj-
ast kl. 17 og eru Hafnfirðingar og aðrir
velunnarar kirkjunnar hvattir til að
mæta.
Sóknarnefndin leitar annars tilboða
í arftaka orgelsins og hefur augastað á
rómantísku hljóðfæri í þýskum stíl svo
haldið sé í horfinu í Hafnarfirðinum.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og
tengdafaðir,
Gísli Sigurður Guðjónsson
prentari, Ofanleiti 17,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
23. apríl kl. 13.00.
Auður Fanney Jóhannesdóttir
Reynir Sigurður Gíslason Sigríður Edda Hafberg
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
Unnur Runólfsdóttir
Kambaseli 85,
sem lést fimmtudaginn 12. apríl sl., verður jarðsungin
frá Seljakirkju mánudaginn 23. apríl kl. 15. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Birna Valgeirsdóttir Rúnar G. Guðjónsson
Víðir Valgeirsson
Guðrún Valgeirsdóttir Ásgeir Sigurðsson
Auður Valgeirsdóttir Sigurgeir Þráinn Jónsson
Stefanía Runólfsdóttir
Sigurður Runólfsson
Aðalheiður Runólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra
er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Gunnars Þ. Júlíussonar
Holtsgötu 13, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Guðmundsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Guðrún Arndal
K. Helgi Gunnarsson Sigrún Guðlaug Ragnarsdóttir
Björn V. Gunnarsson Guðrún Kr. Óladóttir
Margrét Gunnarsdóttir Sigurður V. Jónsson
Helga Gunnarsdóttir Jón Júlíusson
Gunnar J. Gunnarsson Ágústa Halldórsdóttir
Hulda Gunnarsdóttir Ísak J. Matthíasson
Unnur B. Gunnarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson
afabörn og langafabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Agnesar Auðunsdóttur
Guðni Auðunsson Alda Þorsteinsdóttir
Sonja Hilmarsdóttir Ómar Kristmannsson
Erna Hilmarsdóttir Kristinn Stefánsson
Auðunn Hilmarsson Guðbjörg Jóhanna Snorradóttir
Guðlaugur Hilmarsson Guðbjörg Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ingvi Brynjar Jakobsson
fyrrv. lögregluvarðstjóri á
Keflavíkurflugvelli,
sem lést þriðjudaginn 17. apríl sl., verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ragnheiður Elín Jónsdóttir
Eva Bryndís Ingvadóttir
Þórunn Elísabet Ingvadóttir
Eyrún Jóna Ingvadóttir
Aðalheiður Ingvadóttir
Anna Ingvadóttir
Erla Ingvadóttir
Brynjar Ragnar Ingvason
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðarþakkir færum við þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Einars Inga Siggeirssonar
dr. rer. hort.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á FB4 á Landspítala
Fossvogi fyrir frábæra umönnun.
Kristín Friðriksdóttir
Gylfi Magnús Einarsson Katrín Jónína Björgvinsdóttir
Valgarð Einarsson Linda María Stefánsdóttir
Margrét Ástrún Einarsdóttir Þórir Kristinsson
barnabörn og barnabarnabarn.
FÆDDUST ÞENNAN DAG