Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 30
Snæbjörn Ragnarsson
tónlistamaður var
sendur í sveit tólf ára
gamall. Síðan þá hefur
hann átt mikilli lukku
að fagna, enda fann
hann tugi fjögurra laufa
smára úti á túni.
Snæbjörn er einn af mönn-
unum á bak við Stund-
ina okkar, en handtökin
þar eru töluvert öðruvísi
en þau sem hann iðkaði í
sínu fyrsta starfi. „Ég var
sendur í sveit að Reykjum
í Vestur-Húnavatnssýslu
til systur mömmu,“ segir
Snæbjörn. „Það var fyrsta
alvöru vinnan mín. Þrír
mánuðir í heyskap, sauð-
burði og öllu sem nöfnum
tjáir að nefna. Ég var tólf
ára gamall enda er maður
talinn fullorðinn í sveitinni
um leið og maður getur
staðið í lappirnar.“
Eins og tólf ára strák-
um er tamt var mjói veg-
urinn ekki alltaf fetaður
og ýmislegt gert sem ekki
getur talist gáfulegt, í það
minnsta eftir á að hyggja.
„Við frændurnir vorum
settir í að mála traktorana
á bænum og honum fannst
voða sniðugt að mála
nefið á mér með rauðum
lit,“ segir Snæbjörn, sem
reyndar fannst uppátæk-
ið sömuleiðis mjög snið-
ugt. Það átti eftir að breyt-
ast. „Þetta var eitthvert
svakalegt dráttarvélalakk
sem ég náði ekki af. Það
var sama hvað við reynd-
um, terpentína og hvað
eina. Liturinn fór ekki af
og ég var með dráttarvéla-
rautt nef í mánuð.“
Annað og öllu happa-
drjúgara atvik átti sér
stað þegar Snæbjörn og
frændi hans fundu þúfu
sem var full af fjögurra
laufa smárum. „Já, ekki
bara það heldur fimm,
sex og sjö laufa smárum
líka. Ætli þetta hafi ekki
verið fjörutíu til fimmtíu
stykki,“ segir Snæbjörn.
„Enda hefur þvílík ríf-
andi lukka fylgt mér síðan
þá að annað eins þekk-
ist varla,“ bætir hann við
hlæjandi.
Dráttarvélarautt
nef í mánuð
Atvinnuleysi var 1,3 pró-
sent í mars.
Atvinnuleysi í mars var jafn
hátt og í febrúar, eða 1,3 pró-
sent, samkvæmt upplýsing-
um frá Vinnumálastofnun.
Þetta er þó örlítið minna en
á sama tíma í fyrra.
Er talið að atvinnuástand
muni jafnvel skána á næst-
unni þar sem lausum störf-
um fjölgaði talsvert í mars,
um 111. Þó hafa borist frétt-
ir af erfiðleikum sums stað-
ar á landsbyggðinni. Á vef
Alþýðusambands Íslands
www.asi.is kemur fram að á
Bakkafirði hafi fjórum síð-
ustu starfsmönnum í salt-
fiskverkuninni Gunnólfi
verið sagt upp störfum og
á Flateyri hafi níu konum í
fiskvinnslunni Kambi verið
sagt upp störfum í apríl.
Atvinnulausum á land-
inu öllu fækkaði í mars
um 103 frá fyrri mánuði. Á
höfuðborgarsvæðinu fækk-
aði atvinnulausum um 29
og á landsbyggðinni um 74.
Síðastliðna 12 mánuði dró
úr fjölda atvinnulausra alls
staðar nema á Suðurnesjum,
Suðurlandi og Vesturlandi.
Miðað við tölur Vinnumála-
stofnunar virðist atvinnu-
ástandið núna vera einna
verst á Suðurnesjum.
Skánar með vorinu