Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 81
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
Árni Þór Sigurðsson
2. sæti Reykjavíkurkjördæmi Norður
Steingrímur J. Sigfússon
1. sæti Norðausturkjördæmi
Björn Valur Gíslason
3. sæti Norðausturkjördæmi
Jón Bjarnason
1. sæti Norðvesturkjördæmi
SÚPER VINNUSTAÐUR
Ofurforritari
í súperstarf
Vilt þú eiga líf utan vinnu?
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar
Umsókn
Umsókn skal skila í síðasta lagi 7. maí 2007. Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
á vefsvæði Umferðarstofu á síðunni http://www.us.is/page/atvinnuumsokn
með því að senda umsókn (CV/ferilskrá) á verkefnastjóra starfsmannamála, olof@us.is
Öllum umsóknum verður svarað innan tveggja vikna frá því að umsóknarfrestur rennur út
Fullum trúnaði er gætt við meðhöndlun umsókna. Sjá nánar http://www.starfatorg.is
Mér líður svolítið eins og spádóm-
ur David Bowie um tónlist á 21.
öldinni sé að rætast. Hann spáði
því að fljótlega eftir aldamótin
myndi fólk slaka á kröfum sínum
um að tónlist yrði framsækin, og
leita aftur til rótanna. Leita meira
í tónlist sem væri „ekta“ eða „gerð
úr við“ eins og hann orðaði það.
Það er að minnsta kosti stað-
reynd að í dag virðist fólk leita
meira í tónlist sem er spiluð með
mannshendi, á „alvöru“ hljóðfæri.
Þannig finnst mér eins og raftón-
list sé í mikilli varnarstöðu þessa
dagana og að fólk líti hana horn-
auga, þar sem hún sé ekki eins
„ekta“. Þetta er auðvitað algjör
vitleysa, þar sem raftónlist er eins
mennsk og hver önnur. Tölvur eru
hljóðfæri eins og hvert annað og
oftast töluvert erfiðara að spila
almennilega á en kassagítarinn til
dæmis.
Til allrar lukku stíga svo reglu-
lega raftónlistarmenn eins og
Trentemøller fram á sjónarsvið-
ið og sýna það og sanna að það
er enn hægt að gera raftónlist
sem hljómar eins og hún komi frá
hjartanu.
Ég heyrði fyrst af þessum danska
pilti þegar hann endurhljóðbland-
aði lagið What Else Is There eftir
norsku sveitina Röyksopp. Frekar
lömuð sveit að mínu mati, en það
lag er án efa eitt það besta sem
kom út á síðasta ári. Kannski er
það sjarmi Karin Dreijer úr The
Knife sem gerir það lag svona
sérstakt? Þori samt ekki að full-
yrða það. Engu að síður hefur af-
bragðs útgáfa Trentemøller af því
lagi herjað á klúbba og skemmti-
staði um allan heim, og hún varð
til þess að ég þefaði upp þessa nýj-
ustu skífu kappans.
Hans eigin tónlist er þó nokk-
uð ólík. Hún virðist vera rólegri,
og öll þessi nýja plata er ósungin.
Meira um dub-áhrif en hart teknó,
og nokkur lög minntu mig á braut-
ryðjendurna í Orb. Þetta er tón-
list sem passar betur í græjurn-
ar í bílnum eða stofunni en í risa-
hátalarakerfi klúbbanna. Hér er
aragrúi af afbragðs taktforritun-
um og mikið um lifandi bassa- og
gítarleik.
Hljómurinn er nær óaðfinnan-
legur. Með betri raftónlistarplöt-
um sem ég hef heyrt í lengri tíma.
Óttist ekki, vélmennin eru ekki
að taka völdin, þetta er tónlist
með mennskri sál. Það er mikið
af góðri tónlist að koma frá Dan-
mörku þessa dagana. Svo virðist
sem Danir séu að taka við Íslend-
ingum sem leiðtogar framsækinn-
ar skandinavískrar tónlistar.
Dani bjargar raftónlistinni
ø
Suri verði kaþólsk?
Katie Holmes vill senda Suri, dóttur hennar og Tom
Cruise, á barnanámskeið í kaþólskri trú, sam-
kvæmt heimasíðunni Hollywoodrag.com.
Holmes ólst upp í kaþólskri trú, en gekk í Vís-
indakirkjuna eftir að hún kynntist Cruise,
sem er einn helsti stuðningsmaður trúar-
bragðanna. Holmes ku þegar hafa rætt við
kaþólska presta um uppeldi Suri.
Heimildir heimasíðunnar herma að
Holmes reyni nú að ná tökum á lífi sínu.
Hún dvelst í Louisiana við tökur á mynd-
inni Mad Money, og hefur meðal annars
haft samband við gamla vini. Sögur
segja jafnframt að Holmes hafi boðið
foreldrum sínum á tökustað, en sam-
bandið við Cruise ku ekki hafa farið
vel í þau.
Á síðustu mánuðum og misserum
hafa fréttir af óhamingju Katie reglu-
lega skotið upp kollinum, en talsmenn
hennar hafa neitað þeim öllum.