Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 86

Fréttablaðið - 22.04.2007, Side 86
 Haukar eru það eina sem stendur á milli Valsmanna og Íslandsbikarsins, sem hefur ekki komið á Hlíðarenda í níu ár. Vals- menn mæta á Ásvelli á sunnudag- inn en ef innbyrðisleikir liðanna frá undanförnum árum eru skoð- aðir kemur í ljós að Haukarnir eru langt frá því að vera óskamótherj- ar Valsliðsins í jafn mikilvægum leik. Með sigri ættu Valsmenn í fyrsta sinn að geta hugsað hlýlega til Ás- valla, sem hafa reynst þeim svo erfiður útivöllur frá því að Haukar fóru að spila heimaleiki sína þar árið 2000. Valsmenn hafa í þjálf- aratíð Óskars Bjarna Óskarssonar aðeins unnið 2 af 17 leikjum sínum á móti Haukum, þar af aðeins 1 af 13 leikjum liðanna á Íslandsmóti. Haukar hafa spilað á Ásvöll- um síðan haustið 2000 og Vals- menn hafa farið margar fýluferð- ir til Hafnarfjarðar síðan þá. Það er ljóst að Valsmenn þurfa að rifja upp hvað gekk vel í þessum tveim- ur sigurleikjum. Annar þeirra var í deildinni í vetur og hinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitaein- vígi þeirra í deildarbikarnum í fyrravor. Hornamaðurinn Arnór Gunn- arsson var hetja Valsmanna í sigurleiknum 18. nóvember en hann skoraði þá tvö síðustu mörk- in í leiknum og tryggði Val fyrsta deildarsigurinn á Ásvöllum í fimm ár. Sigurmarkið kom aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Haukarnir voru marki yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir og höfðu fyrr í sömu viku slegið Vals- menn út úr bikarnum. Valsmenn fögnuðu gríðarlega enda búnir að vinna langþráðan sigur á Ásvöllum en nú er að sjá hvort þeir séu búnir að sigrast alveg á Ásvallargrýlunni eða hvort hún birtist á ný í dag. Haukar hafa unnið alla úrslita- leiki gegn Valsmönnum sem liðin hafa spilað á Ásvöllum. Valsmenn duttu þar út úr bikarnum í vetur og svo var einnig raunin árið 2001. Haukarnir unnu oddaleik liðanna í undanúrslitum deildarbikars- ins í fyrra og slógu Valsmenn út úr úrslitakeppninni í húsinu bæði vorið 2001 og 2004. Valsmenn hafa tapað öllum leikjum sínum í úr- slitakeppninni á Ásvöllum. Valur hefur undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar aðeins unnið tvo af sautján leikjum sínum á móti Haukum og allir úrslitaleikir liðsins á Ásvöllum til þessa hafa tapast. Valsmenn verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í heil níu ár ef þeir vinna Hauka í lokaumferð DHL-deildar karla á Ásvöllum í dag. Eitthvað verður undan að láta í æsispennandi lokaumferð DHL-deildar karla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.