Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 86
 Haukar eru það eina sem stendur á milli Valsmanna og Íslandsbikarsins, sem hefur ekki komið á Hlíðarenda í níu ár. Vals- menn mæta á Ásvelli á sunnudag- inn en ef innbyrðisleikir liðanna frá undanförnum árum eru skoð- aðir kemur í ljós að Haukarnir eru langt frá því að vera óskamótherj- ar Valsliðsins í jafn mikilvægum leik. Með sigri ættu Valsmenn í fyrsta sinn að geta hugsað hlýlega til Ás- valla, sem hafa reynst þeim svo erfiður útivöllur frá því að Haukar fóru að spila heimaleiki sína þar árið 2000. Valsmenn hafa í þjálf- aratíð Óskars Bjarna Óskarssonar aðeins unnið 2 af 17 leikjum sínum á móti Haukum, þar af aðeins 1 af 13 leikjum liðanna á Íslandsmóti. Haukar hafa spilað á Ásvöll- um síðan haustið 2000 og Vals- menn hafa farið margar fýluferð- ir til Hafnarfjarðar síðan þá. Það er ljóst að Valsmenn þurfa að rifja upp hvað gekk vel í þessum tveim- ur sigurleikjum. Annar þeirra var í deildinni í vetur og hinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitaein- vígi þeirra í deildarbikarnum í fyrravor. Hornamaðurinn Arnór Gunn- arsson var hetja Valsmanna í sigurleiknum 18. nóvember en hann skoraði þá tvö síðustu mörk- in í leiknum og tryggði Val fyrsta deildarsigurinn á Ásvöllum í fimm ár. Sigurmarkið kom aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Haukarnir voru marki yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir og höfðu fyrr í sömu viku slegið Vals- menn út úr bikarnum. Valsmenn fögnuðu gríðarlega enda búnir að vinna langþráðan sigur á Ásvöllum en nú er að sjá hvort þeir séu búnir að sigrast alveg á Ásvallargrýlunni eða hvort hún birtist á ný í dag. Haukar hafa unnið alla úrslita- leiki gegn Valsmönnum sem liðin hafa spilað á Ásvöllum. Valsmenn duttu þar út úr bikarnum í vetur og svo var einnig raunin árið 2001. Haukarnir unnu oddaleik liðanna í undanúrslitum deildarbikars- ins í fyrra og slógu Valsmenn út úr úrslitakeppninni í húsinu bæði vorið 2001 og 2004. Valsmenn hafa tapað öllum leikjum sínum í úr- slitakeppninni á Ásvöllum. Valur hefur undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar aðeins unnið tvo af sautján leikjum sínum á móti Haukum og allir úrslitaleikir liðsins á Ásvöllum til þessa hafa tapast. Valsmenn verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í heil níu ár ef þeir vinna Hauka í lokaumferð DHL-deildar karla á Ásvöllum í dag. Eitthvað verður undan að láta í æsispennandi lokaumferð DHL-deildar karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.