Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 94
Þrír hlaupagarpar úr röðum Glitnis hlaupa
maraþon í London í dag. Bala Murughan
Kamallakharan og Sigrún Kjartansdóttir hlaupa
sitt þriðja maraþon á átta mánuðum, en Bryn-
hildur Magnúsdóttir spreytir sig í fyrsta sinn.
Bala, sem er indverskur, fluttist til landsins frá
Bandaríkjunum ásamt íslenskri eiginkonu sinni
í janúar í fyrra. Að hans sögn var það Bjarni Ár-
mannsson, forstjóri Glitnis, sem vakti hlaupa-
áhugann. „Hann sagði mér frá því að hann ætlaði
að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið. Ég hugsaði að
ef að hann fyndi tíma til að undirbúa sig ætti ég
að geta það líka,“ sagði Bala. Eftir fjög-
urra mánaða undirbúning hljóp Bala því
Reykjavíkurmaraþon, Óslóarmaraþon
hljóp hann rúmum mánuði síðar og nú er
stefnan sett á London.
Á þessum skamma tíma má segja
að Bala hafi hlaupið af sér sykursýki,
sem hann greindist með í læknisskoð-
un fyrir flutninginn. „Ég er ekki með nein
sjúkdómseinkenni lengur. Síðan ég fór
að hlaupa hef ég lést um átján kíló,“
sagði hann. „Hlaupin eru holl,
ólæknisfræðileg leið til að tak-
ast á við sjúkdóminn. Ég hef
ekki þurft að taka nein lyf, en
hef breytt mataræðinu tölu-
vert,“ sagði Bala.
Flutningurinn til Íslands hefur því látið ýmis-
legt gott af sér leiða. „Já, mér finnst það. Ef ég
gæti nú bara náð tökum á tungumálinu… Það er
ekki jafn auðvelt og að hlaupa maraþon,“ sagði
Bala og hló við.
Sigrún Kjartansdóttir var 47 ára gömul þegar
hún hljóp sitt fyrsta maraþon í fyrra, en hafði
áður hlaupið hálfmaraþon. Hún segir stemning-
una innan fyrirtækisins hafa hvatt sig til dáða.
„Þegar Glitnir ákváð að styrkja starfsfólk fyrir
hvern kílómetra sá ég líka fram á að það skipti
máli hvort ég hlypi hálft eða heilt,“ sagði Sigrún.
„Maður beit bara í borðröndina og lét vaða
og það gekk voða vel.“ Sigrún segir það
skipta sig miklu máli að geta lagt eitthvað
af mörkum, og hún og Brynhildur hlaupa
því til styrktar Ljósinu, endurhæfing-
ar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem
greinst hafa með krabbamein og aðstand-
endur þeirra, í London.
Brynhildur hafði ekki áhyggjur af út-
komunni á laugardag, þrátt fyrir
nokkurn fiðring í maganum.
„Ég klára þetta, ég á ekki
von á öðru,“ sagði hún og
hló. „Og ef það gengur ekki
vel núna er þetta góð upp-
hitun fyrir Reykjavíkur-
maraþonið,“ bætti hún
við. Styrktarreikningur
hlaupakvennanna er 515-
26-400120, kt. 080758-
4219. Bala vill hins vegar
leggja Central Asia Ins-
titute lið og bendir á bók-
ina Three Cups of Tea.
Bókin er saga Gregs
Mortenson, sem hefur
byggt yfir 58 skóla á afskekktum svæðum í Paki-
stan og Afganistan á síðustu árum. „Sagan snart
mig verulega. Hluti ágóðans af sölu bókarinnar
rennur til samtakanna, svo ég vil bara benda á
hana,“ sagði Bala.
„Það var
alveg hrika-
lega sorglegt
að sjá þessi
gömlu hús
brenna í
miðbæn-
um. Það er
verið að rífa
svo mikið
af göml-
um húsum að það er ekki á
það bætandi. Þess vegna vil
ég að húsin sem brunnu verði
endurbyggð. Það er kannski ekki
frumlegt sjónarmið en ég held
að við verðum að halda í það
litla sem er eftir af upprunlegri
götumynd miðbæjarins.“
Góður í borðtennis og klippir sig sjálfur
„Við ætlum að fara yfir það núna
um helgina hvað það er sem við
viljum gera á sviðinu,“ segir
Eiríkur Hauksson en hann var ný-
lentur þegar Fréttablaðið náði tali
af honum á sumardeginum fyrsta,
var að ljúka við viðskiptin í Frí-
höfninni og beið eftir töskunni
sinni. Aðeins þrjár vikur eru þang-
að til að söngvarinn hárfagri stíg-
ur á sviðið í Helskinki og reynir
að koma Íslendingum upp úr for-
keppninni á fimmtudeginum. „Við
ætlum að nýta okkur helgina til
að slípa þetta saman og taka loka-
ákvarðanir um allt sem tengist
laginu og sviðsetningunni,“ bætir
hann við.
Eiríkur segist þó geta lofað því
að þeir ætli ekki vera með nein-
ar sprengingar eða flugeldasýn-
ingar og að strákarnir á gítarn-
um verði að öllum líkindum með.
„Hins vegar ætlum við að halda
því opnu hvort leðurjakkinn góði
verði með eða ekki. Um það verð-
ur tekin ákvörðun núna,“ útskýr-
ir Eiríkur.
Lagið Valentine Lost hefur
fengið prýðisgóða dóma og ný-
lega gáfu meðdómarar Eiríks í
norræna Eurovision-þættinum
honum nánast allir sem einn fullt
hús. Eiríkur tekur þó öllu þessu
með fyrirvara. „Við höfum allt-
af fengið góða dóma fyrir lögin
okkar en það hefur eitthvað annað
gerst þegar kemur að talningu
atkvæða,“ segir Eiríkur. „Land-
fræðilega séð erum við alveg á
mörkunum á því að vera í Evr-
ópu og margir á Balkanskagan-
um hugsa eflaust lítið til litla Ís-
lands þegar þeir greiða atkvæði,“
útskýrir söngvarinn. „Þetta verð-
ur bara spurning um að reyna að
fanga sem flesta á þessum þrem-
ur mínútum enda hef ég alltaf sagt
að það er erfiðara að vera meðal
þeirra tíu sem komast áfram í for-
keppninni heldur en lenda í tíu
efstu sætunum á lokakvöldinu,“
segir Eiríkur.
Íhugar að sleppa leðurfrakkanum