Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 27
HRAFNISTA
TM Software er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með skrifstofur í 4 löndum og um 260 starfsmenn. TM Software
er í fremstu röð við þróun hugbúnaðar, ráðgjöf og rekstur upplýsingakerfa og býður fjölbreyttar lausnir
í nánu samstarfi við helstu upplýsingatæknifyrirtæki heims.
TM Software hefur undanfarin sex ár hlotið viðurkenningu sem eitt af 500 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu.
Netsérfræðingar
Rekstur og umsjón með netkerfum. Hönnun og
uppsetning á nýjum netkerfum. Þátttaka í ráðgjöf
til viðskiptavina. Samskipti við fjarskiptabirgja og
aðra samstarfsaðila. Spennandi og krefjandi
verkefni eru í boði.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verk- eða
tæknifræði æskileg. Önnur tæknimenntun auk
starfsreynslu kemur vel til álita
• Samstarfshæfni ásamt sjálfstæðum og
öguðum vinnubrögðum
• Starfsreynsla af rekstri netkerfa er kostur
• Þekking á Cisco-búnaði, CheckPoint og
PIX-eldveggjum er kostur
• Cisco-gráður eru kostur
Tæknimenn/sérfræð-
ingar í útstöðvarekstri
Starfið felst í fjölbreyttum verkefnum við
daglegt eftirlit og umsjón með tölvukerfum
fyrir mörg af leiðandi og framsæknustu
fyrirtæki landsins. Unnið er með nýjustu tækni
á hverjum tíma. Þetta er draumastarfið fyrir þá
sem hafa gaman af tækni, fjölbreyttum
mannlegum samskiptum og lifandi starfs-
umhverfi. Lögð er áhersla á að einstaklingar
geti vaxið og dafnað í starfi.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Góð þekking á Windows-stýrikerfum er skilyrði
• Mikill áhugi á tæknimálum og tölvugrúski
ásamt lipurð í samskiptum
• Æskileg menntun er t.d. tölvudeild Iðnskólans,
rafeindavirkjun eða önnur menntun
á tæknisviði
• Starfsreynsla er æskileg en efnilegir
einstaklingar með t.d. MCSA, MCSE eða
MCP gráður koma einnig til greina
Sérfræðingar
í þjónustumiðstöð
Starfið felst í úrvinnslu tæknilegra
fyrirspurna og verkbeiðna, lausn þeirra og
skráningu. Spennandi starf fyrir þá sem
hafa gaman af tækni, fjölbreyttum
mannlegum samskiptum og lifandi
starfsumhverfi. Lögð er áhersla á góða
vinnuaðstöðu og að einstaklingar geti
vaxið og dafnað í starfi.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Góð alhliða þekking á upplýsingatækni
Þekking á Windows-stýrikerfum er
nauðsynleg
• Mikill áhugi á tæknimálum og tölvugrúski
ásamt lipurð í samskiptum
• Menntun á tæknisviði er æskileg
Starfsreynsla er æskileg en efnilegir
einstaklingar með góðan tölvubakgrunn
koma einnig til greina. Microsoft-gráður
eru kostur
Gætt ver›ur fyllsta trúna›ar var›andi allar umsóknir og fyrirspurnir.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon, starfsmannastjóri. Umsóknir með ferilskrá sendist til
starfsmannastjóra torfi@t.is, fyrir 6. maí nk.
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 7
0
7
3
5
Holtasmári 1 | 201 Kópavogur | Sími 545 3000 | Fax 545 3001 | www.tm-software.com
Við leitum að þér!
Vegna vaxandi umsvifa og fjölbreyttra framtíðarverkefna
fyrir viðskiptavini okkar
Kerfisstjóri
Starfið felst í þróun, uppbyggingu og daglegum
rekstri tækniumhverfis TM Software og
viðskiptavina þess. Spennandi og krefjandi
verkefni í boði þar sem unnið er með nýjustu
tækni á hverjum tíma. Lögð er áhersla á góða
vinnuaðstöðu og faglegt umhverfi.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verk eða
tæknifræði er æskileg
• Önnur tæknimenntun auk starfsreynslu kemur
vel til álita
• Þekking á Active Directory, Windows Server 2000
og 2003 er nauðsynleg. MCSA eða MCSE gráður
eru kostur
Við bjóðum og leggjum áherslu á:
• Frábæran starfsanda og liðsheild
• Góða starfsaðstöðu
• Sveigjanlegan og fjölskylduvænan vinnutíma
• Virka endurmenntun í starfi
• Margvísleg tækifæri til starfsþróunar
• Gott mötuneyti
• Laun og önnur starfskjör eftir samkomulagi