Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 6

Fréttablaðið - 22.04.2007, Page 6
www.xf.is FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN VILL AFNEMA NÚGILDANDI KVÓTAKERFI SEM ER ÓRÉTTLÁTT OG FJANDSAMLEGT BYGGÐUM LANDSINS AFNÁM KVÓTA-KERFISINSER KOSNINGAMÁL Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553-6061 Annað sætið skipar Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur. Ásgerður er framkvæmdarstjóri í Reykjavík og er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands og fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar. Fiskifræðingurinn og alþingismaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þau bjóða ykkur öll velkomin á kosningaskrifstofu flokksins að Skeifunni 7 Opið er frá 10.00 til 18.00 alla daga og alltaf heitt á könnunni. Frakkar ganga í dag að kjörborðinu til að kjósa sér forseta, sem taka á við af Jacques Chirac sem kveður Elysée-höll í maí eftir tólf ára setu þar. Nicolas Sarkozy, flokksbróðir Chiracs og fyrrverandi innanríkisráðherra, er nánast öruggur um að komast áfram í úrslitaumferðina. Hann var með fáeinna prósentustiga forskot á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista sem sækist eftir því að verða fyrsta konan á forsetastóli í Frakklandi, í nær öllum skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar. En franskir kjósendur hafa ítrekað áður komið kosningaspámönnum á óvart og skoðanakannanir sýndu að milljónir kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Það getur því allt gerst, þótt sennilegast þyki að það verði þau Sarkozy og Royal sem takist á í úrslita- umferðinni. Sá sem helst er talinn líklegur til að geta skotist upp fyrir Royal er miðjumaðurinn Francois Bayrou. Að minnsta kosti er talið mjög ólíklegt að hinum 78 ára gamla þjóðernissinna Jean-Marie Le Pen takist í þetta sinn að endurtaka leikinn frá því í síðustu forsetakosningum árið 2002, þegar hann hlaut næstflest atkvæði allra frambjóðenda í fyrri umferðinni og mætti Chirac, sitjandi forseta, í úrslitaumferðinni. Le Pen hefur þó verið spáð minnst fjórtán prósenta fylgi. Allir aðrir hinna alls tólf frambjóðenda eru ólíklegir til að ná til sín meiru en í mesta lagi fáeinna prósenta fylgi, en samanlagt gætu vinstri- jaðarframbjóðendurnir sex náð til sín nógu miklu til að spilla fyrir möguleikum sósíalistans Royal á að komast í seinni umferðina. Úrslitaumferðin fer fram hinn 6. maí. Tvísýnar kosningar Hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy er sá eini af tólf frambjóðendum í fyrri umferð frönsku forstakosninganna í dag sem er nánast öruggur um að komast í þá seinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræði- prófessor flutti á þriðjudag fyrir- lestur um beitarréttindi á íslensk- um afréttum, veiðiréttindi í laxveiðiám og aflaheimildir á Íslandsmiðum á ráðstefnu um eignarréttindi til að stuðla að framförum í Porto Alegre í Bras- ilíu. Meðal annarra fyrirlesara voru José María Aznar, sem var forsætisráðherra Spánar á árun- um 1994 til 2004, og Fernando Henrique Cardoso, sem var for- seti Brasilíu árin 1995 til 2003. Í fyrirlestrinum ræddi Hannes hvernig mynda má einkaeignar- rétt á gæðum sem eðlis þeirra vegna verður að samnýta, til dæmis fiskistofnum, afréttum og útvarpsrásum. Ritgerð upp úr fyrirlestri Hann- esar er prentuð í portúgalskri þýðingu í brasilíska ritinu Eignar- rétti og framförum, sem gefið var út í kjölfar ráðstefnunnar. Alls voru átján fyrirlesarar á ráðstefnunni, sem haldin var í kaþólskum háskóla í Porto Alegre. Fræddi fólk um beitarréttindi Þjónustuhús með salernisaðstöðu á golfvell- inum í Grafarholti gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö og var kamarinn, sem stendur á teig tíu og er í eigu Golfklúbbs Grafarholts, í ljósum logum þegar lögregla kom á staðinn. Slökkvilið kom skömmu síðar og slökkti eldinn. Eldsupptök eru ókunn en að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Talið er að tjónið sé í kringum tug milljóna, en mikið hafði verið lagt í húsið. Þrjár vikur eru þar til völlurinn verður opnaður á ný og óljóst er hvort tekst að koma húsinu í lag fyrir þann tíma. Útflutningsráð stendur fyrir fimm daga fræðslu- og kynnisferð til Kasakstans um miðjan maí og er skráning í ferðina hafin. Dagskráin verður kynnt fljótlega en áhersla er lögð á að fá kynningu á við- skiptatækifærum, fjárfestinga- tækifærum og viðskiptaum- hverfi landsins. Á vef Útflutningsráðs kemur fram að fræðslu- og kynnisferð- in er unnin í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu og mun viðskiptafulltrúi sendiráð- ins, Yuri Korolev, taka þátt í ferðinni. Skráningarfestur rennur út 26. apríl. Kynnisferð til Kasakstans Á að koma á eðlilegum sam- skiptum við þjóðstjórn Palest- ínu? Á Reykjavíkurborg að kaupa lóðir eignanna sem brunnu í vikunni sem leið?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.