Fréttablaðið - 02.05.2007, Side 42

Fréttablaðið - 02.05.2007, Side 42
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is AUKASÝNINGAR 2. OG 5. MAÍ ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í LEIKSTJÓRN ÞÓRHILDAR ÞORLEIFSDÓTTUR „EKKI MISSA AF EDDU BJÖRGVINS EINS OG HÚN GERIST BEST!“ „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Stuttmyndadagar í Reykja- vík hafa nú verið endurlífg- aðir en sú hátíð var síðast haldin árið 2002. Snævar Már Jónsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að framtak sem þetta skipti kvikmyndagerðarfólk miklu máli. Á þeim áratug sem hátíðin var í sem mestum blóma stigu marg- ir af athyglisverðustu núverandi leikstjórum landsins sín fyrstu spor en meðal verðlaunahafa á Stuttmyndadögum voru Reynir Lyngdal, Ragnar Bragason, Róbert Douglas og Grímur Hákonarson. „Þetta er fyrirtaks sía til þess að sjá hvað íslensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða og koma ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki á framfæri,“ segir Snævar og bendir á að stuttmyndir séu jú ódýrari í vinnslu, en gefi fólki samt sem áður tækifæri á að sýna hvað í því býr. Snævar segir að ómögulegt sé að áætla hversu margar myndir berist í keppnina nú en segist von- ast til þess að þær verði sem flest- ar. „Það er ekki við neitt að miða núna því það hefur verið svo mik- ill uppgangur eftir að stafræna tæknin kom til sögunnar og varð svona aðgengileg,“ segir hann. „Nú er þetta allt unnið í tölvu og fólk getur meira að segja sent myndirnar inn í gegnum netið. Meðaláhugamaður á mun auð- veldara með að vinna heila mynd heima hjá sér.“ Flestar myndirnar eru frá tveimur og upp í fimmtán mínút- ur og mæla aðstandendurnir með því að þær fari ekki yfir slíka lengd. Ekkert aldurstakmark er á Stuttmyndadögum og mega bæði áhugamenn og atvinnufólk senda inn myndir en skilafresturinn rennur út hinn 11. maí. Helstu bakhjarlar Stuttmynda- daga eru Reykjavíkurborg, Kvik- myndamiðstöð Íslands, mennta- málaráðuneytið og Sjónvarpið en RÚV mun sýna sérstakan þátt með vinningshöfunum ásamt því að sýna verðlaunamyndirnar. Veg- leg verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu myndirnar en að auki verða veitt áhorfendaverðlaun. Myndirnar verða sýndar í Tjarn- arbíói 23. og 24. maí og fer verð- launaafhendingin fram á sama stað seinni sýningardaginn. Stökkpallur kvikmyndagerðar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.