Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 42
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is AUKASÝNINGAR 2. OG 5. MAÍ ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í LEIKSTJÓRN ÞÓRHILDAR ÞORLEIFSDÓTTUR „EKKI MISSA AF EDDU BJÖRGVINS EINS OG HÚN GERIST BEST!“ „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Stuttmyndadagar í Reykja- vík hafa nú verið endurlífg- aðir en sú hátíð var síðast haldin árið 2002. Snævar Már Jónsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að framtak sem þetta skipti kvikmyndagerðarfólk miklu máli. Á þeim áratug sem hátíðin var í sem mestum blóma stigu marg- ir af athyglisverðustu núverandi leikstjórum landsins sín fyrstu spor en meðal verðlaunahafa á Stuttmyndadögum voru Reynir Lyngdal, Ragnar Bragason, Róbert Douglas og Grímur Hákonarson. „Þetta er fyrirtaks sía til þess að sjá hvað íslensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða og koma ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki á framfæri,“ segir Snævar og bendir á að stuttmyndir séu jú ódýrari í vinnslu, en gefi fólki samt sem áður tækifæri á að sýna hvað í því býr. Snævar segir að ómögulegt sé að áætla hversu margar myndir berist í keppnina nú en segist von- ast til þess að þær verði sem flest- ar. „Það er ekki við neitt að miða núna því það hefur verið svo mik- ill uppgangur eftir að stafræna tæknin kom til sögunnar og varð svona aðgengileg,“ segir hann. „Nú er þetta allt unnið í tölvu og fólk getur meira að segja sent myndirnar inn í gegnum netið. Meðaláhugamaður á mun auð- veldara með að vinna heila mynd heima hjá sér.“ Flestar myndirnar eru frá tveimur og upp í fimmtán mínút- ur og mæla aðstandendurnir með því að þær fari ekki yfir slíka lengd. Ekkert aldurstakmark er á Stuttmyndadögum og mega bæði áhugamenn og atvinnufólk senda inn myndir en skilafresturinn rennur út hinn 11. maí. Helstu bakhjarlar Stuttmynda- daga eru Reykjavíkurborg, Kvik- myndamiðstöð Íslands, mennta- málaráðuneytið og Sjónvarpið en RÚV mun sýna sérstakan þátt með vinningshöfunum ásamt því að sýna verðlaunamyndirnar. Veg- leg verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu myndirnar en að auki verða veitt áhorfendaverðlaun. Myndirnar verða sýndar í Tjarn- arbíói 23. og 24. maí og fer verð- launaafhendingin fram á sama stað seinni sýningardaginn. Stökkpallur kvikmyndagerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.